Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 18
DANMERKURHEIMSÓKN Ákveðin og vita hvað þau vilja Að kvöldi miðvikudagsins 30. apríl lagði starfsfólk leikskólans Sólvalla á Seyðisfirði land undir fót og hélt af stað áleiðis til Kaupmannahafnar. Erindið var að skoða þrjá leikskóla og starfsemi þeirra. Den integrerede institution Ryesgade 22 Fyrsta heimsóknin var á Ryesgade 22. Þaðan er upphaflega komin sú fyrirmynd sem starfað er eftir í leikskólanum Sólvöllum Seyðisfirði. Þar er vöggustofa, þ.e. börn á aldrinum 0- 3 ára og leikskóli þar sem börnin eru á aldrinum 3 – 6 ára. Deildirnar eru aldursblandaðar, þau eldri læra að umgangast þau yngri og öfugt. Börnin eiga þó sín heimasvæði þar sem þau geta fengið að leika sér með leikföng sem hæfa þeirra aldri, án truflunar frá yngri eða eldri börnum. Lögð er áhersla á frjálsan leik sem helstu náms- og þroskaleið barnsins. Börnin fá mat í leikskólanum en til að spara í matarinnkaupum koma þau með nesti og matarpakka á föstudögum. Leikskólagjöldin í leikskólanum eru tekjutengd. Foreldrar greiða aðeins eitt gjald sama hve langur vistunartími barnsins er. Það þykir þó ekki gott að hafa barn í mjög langri vistun og sumir foreldrar telja að það sé ákveðinn gæðastimpill að hafa vistunartíma barnsins frekar í styttra lagi. Starfsmenn við leikskólann eru 21, 16 kvenmenn og 5 karlmenn, þar af er einn garðyrkjumaður. Karlmennirnir starfa sem leiðbeinendur en eru menntaðir á öðrum sviðum (t.d. verkfræðingar eða með aðra menntun). Þeir gera gjarnan við það sem bilar og sjá um viðhald. Börnin eru þá jafnvel tekin með í viðgerðir ef hægt er. Í leikskólanum er starfsmanna- herbergi sem er opið börnunum þegar þau eru í rólegum leik. Það er liður í að starfsfólkið upplifi börnin ekki sem „truflun“ í umhverfinu, þó svo að það sé að taka kaffitímann sinn. Frá leikskólanum er innangengt á elliheimili sem börnin fara stundum í heimsóknir á. Það hentar mjög vel sérstaklega fyrir yngri börnin. Undirbúningur fyrir skólagöngu felst aðallega í að lögð er áhersla á félagsþroska elstu barnanna, að þau séu sjálfstæð og sjálfsörugg. Grunnskólakennarar sem hafa fengið börn frá leikskólanum hafa látið vita að þau séu ákveðin og viti hvað þau vilja. Fredens Sogns Leikskólinn Fredens Sogns er 75 ára gamall. Þar eru 45 börn á aldrinum tæpplega þriggja til sex ára. Þar eru þrjár aldursblandaðar deildir með 16, 17 og 12 börnum. Starfsmennirnir eru níu, þar af tveir karlmenn. Á hverri deild er einn uppeldismenntaður starfsmaður. Starfsfólkið skiptist á að halda deildarfundi. Leikskólinn er eins konar sjálfseignarstofnun sem kirkjan rak fyrr á tímum. Í yfirstjórn er ennþá einn úr ráði kirkjunnar, einn frá hverri deild en enginn frá sveitarfélaginu. Sveitarfélagið sér þó um rekstur hvað varðar fjármálin. Við leikskólann er starfandi foreldrafélag. Opnunartími leikskólans er frá 06.30-17.15. Börnin eiga að vera mætt fyrir kl: 09.30. Frá 06.30-08.20 er rólegur tími. Börnin fara svo hvert inn á sína deild. Ef einhverjir hafa verið að leika saman af sitthvorri deild þá mega þeir halda því áfram. Eftir hádegið hvíla yngri börnin sig. Þá eru starfsmannaskipti, sumir fara heim og aðrir koma í staðinn. Starfsfólkið rokkar til með vinnutíma. Kl: 14.00 er boðið upp á ávexti. Í sparnaðarskyni koma foreldrar með ávexti einu sinni í viku. Börnin koma með matarpakka alla daga nema á föstudögum. Þá borða allir saman máltíð sem útbúin er í leikskólanum Unnið er með börnunum í aldursskiptum hópum. Stuðst er við flokka þar sem tilgreint er hvað börnin eiga að geta á hverju aldursskeiði. Þannig er einnig unnið með elstu börnunum. Samvinna er við grunnskóla í hverfinu. Grunnskólakennari kemur á fund með starfsfólkinu og fræðir það um hvaða þætti er gott að leggja áherslu á áður en barnið hefur skólagöngu. Foreldrar fá bækling með heim þar sem tilgreindir eru þeir þættir sem barnið á að vera búið að tileinka sér við upphaf skólagöngu. Góð samvinna er við sérfræðinga á ýmsum sviðum. Haldnir eru fyrirlestrar á starfsmannafundum og fundir með starfsfólki. Starfsmannafundir eru einu sinni í mánuði, 4 klst. Vettvangsferðir eru frekar algengar. Hver deild hefur sinn dag til að fara út í bæ og heimsækja t.d. dýragarðinn. Á vorin er síðan fjögra daga ferðalag (“koloni”). Fyrsti dagurinn fer í að koma sér fyrir. Næsta dag er fjársjóðsleit með vísbendingum. Þann þriðja er skreyttur salur og undirbúið náttfatapartý. Á fjórða degi, föstudegi, er tekið til á svæðinu og keyrt heim. Þá standa foreldrarnir fyrir utan leikskólann með danska fánann og taka á móti börnunum! Enghave Remise Þriðji leikskólinn sem við heimsóttum er 30 ára gamall. Hann var upprunalega byggður sem neyðarstofnun, (þegar skortur var á leikskólaplássum) en árið 1993 var honum breytt í núverandi form. Hann er opinn frá kl. 06.30 – 17.00. Í leikskólanum eru 90 börn á aldrinum 0 – 6 ára. Leikskólanum er skipt í vöggustofu og leikskóla. Fyrir yngstu börnin (0-3ja) eru gula og rauða stofan með tólf börnum í hvorri stofu. Í fjólubláu stofu, bláu stofu og grænu stofu eru 22 börn á aldrinum 3-6 ára. Í hverri stofu eru heimsókn í þrjá danska leikskóla 18

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.