Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 13

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 13
12 Þjóðmál haust 2012 Ragnhildur Kolka Jón Gnarr — plásturinn sem átti að bæta báttið Það er komin þreyta í borgarbúa . Þreyta yfir subbuskapnum sem er alls staðar sýni legur, viðhaldsleysi mannvirkja sem drabb ast niður, bjálfalegum ákvörðunum og hótfyndni borgarstjórans sem á engin svör þegar hann er spurður um verkefnið sem hann tók að sér . Maðurinn sem fyrir rúmum tveimur árum var kosinn borgar- stjóri með lúðraþyt og söng, en stóð ekki undir væntingum . Í raun er brandarinn, sem farið var af stað með, farinn að súrna og liggur nú, eins og aðrir fúlir frændur, óendurvinnanlegur í einhverri gámastöð Sorpu . Til að ná athygli þarf borgarstjórinn nú að þræða afdali Noregs eða fíflast í Færeyjum . Bjálfaleg til raun borgarstjórans til að elta erlenda tísku strauma og gerast fánaberi rússneskra pönk ara opinberar tvískinnunginn þegar horft er til ákvarðana hans eigin stjórnsýslu sem úthýsti málfrelsi þjóðkirkjunnar í skólum . Menn í háum stöðum ættu að stíga varlega til jarðar þegar þeir velja sér málefni til að styðja . Trúfrelsi er ekki minni stólpi til að standa við en tjáningarfrelsi . Vilji hommar og lesbíur helga gleðigöngur sínar mann rétt ind um þurfa þau að gæta þess að lenda ekki í sömu ógöngum og vinstrimenn á Vesturlöndum sem, í viðleitni til að hvítþvo goðið Assange, hafa nú þurft að endurskilgreina hugtakið nauðgun . Með því hafa þeir orðið að athlægi, ekki aðeins meðal andstæðinga (það var sjálfgefið), heldur líka innan eigin raða . Menningarnætur og gleðigöngur eiga að snúast um þakklæti fyrir það sem við höfum . Stuðningur almennings byggir á því . Menn mega heldur ekki gleyma að fólk kemur í bæinn vegna þess að fyrirtæki og einstaklingar leggja á sig mikla vinnu . Bág fjár hagsstaða heimilanna, hjarðhegðun leik skóla kynslóðanna og veðrið leggur svo sitt af mörkum . Vörumerki Jóns Gnarr hefur hins vegar glatað glansinum . Þegar tekið er tillit til þess hve vinsæll hann var með sinn skakka húmor verður þrúgandi leiðinn enn áþreifanlegri, því fyrir marga bar hann með sér von um bætta tíma . Hann var plásturinn sem átti að lækna báttið . Fólk, sem hélt að velgengniskúrfa Íslands gæti aðeins vísað upp á við, varð sárt og reitt þegar það uppgötvaði að það hafði keypt köttinn í sekknum; að íslensku bankasnillingarnir voru bara plat . Þeir voru í raun aðeins reifabörn á bleyjudeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.