Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 87

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 87
86 Þjóðmál haust 2012 frásagnir um dauða vegna sjúkdóma eða mannskaða á illa búnum bátum á mörkum hins byggilega heims . Enn skulu Engilbert S . Ingvarssyni færð- ar þakkir fyrir framtak hans og áhuga á að miðla til annarra sögu sveitunga sinna . Hún er saga fólks sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna og tókst á við náttúruöflin af ótrúlegum sálarstyrk og dugnaði . Um Kolbein í Dal er sagt: „Kjarkmaður Kolbeinn í Dal“ og er frásögnin um upp- runa orðatiltækisins skemmtileg en það sýnir að í hópi hins kjarn- og kjarkmikla fólks sem þarna bjó þótti hann í mörgu tilliti fremstur meðal jafningja . Í nafni hentistefnunnar Stefán Snævarr: Kredda í kreppu. Frjálshyggjan og móteitrið við henni, Heimskringla, Reykjavík 2011, 380 bls . Eftir Geir Ágústsson Í fyrra kom út bók eftir heimspekinginn og prófessorinn Stefán Snævar . Hún varð, að sögn höfundar, „til á andvökunóttum í október 2008“ með rætur í eldra efni . Því ber alltaf að fagna þegar bækur um þjóðfélagsmál koma út . Í bókum er að öllu jöfnu hægt að leyfa sér að koma málstað og sjónarmiðum á framfæri í skipulegu máli og gjarnan lengra og ítarlegra en rými er fyrir í greinum og ritgerðum . Höfundi gefst tækifæri til að byggja upp röksemdafærslu sína og tala út frá henni . Lesandinn getur þá meðtekið heimsmynd höfundar og tekið afstöðu til hennar á ítarlegum og breiðum grundvelli . Stefán gerir þetta að vissu marki . Greini- legt er að höfundur er vel lesinn og lesandinn jafnvel látinn vita óþarflega mikið af því með tilvísunum í skoðanir gríðarmikils fjölda manna, og hann kemur víða við í máli sínu . Höfundi er margt hugleikið og hann drífur lesandann með sér út um allan heim og inn í vangaveltur um ótal margt, svo sem pólitík, heimspeki, hagfræði og og sagnfræði . Höfundur er vinstrimaður og viðurkennir það („ég er þess fullviss að ríkið eitt geti eflt hag hins fátæka verkalýðs“, bls . 311), og bókina ber að lesa sem hugleiðingar vinstri manns frekar en einhvers konar skipulagðan leiðangur um ríkjandi hugmyndafræðistefnur nútímans þar sem orsaka og afleiðinga er leitað á sem hlutlausastan hátt . Markmið höfundar er m .a . að fjalla um frjálshyggjuna og kynna hana sem þá „hugmyndafræði sem átti ólítinn þátt í hruni Íslands og kreppu heimsins“ . Bókin snýst að miklu leyti um ágæti þess að temja og leggja bönd á hinn frjálsa markað . Hugmyndafræði bókarinnar mætti lýsa í örfáum orðum á eftirfarandi hátt: Davíð Oddsson, Margaret Thatcher og • Ronald Reagan eru stjórnmálaforingjar sem einkavæddu, afnámu reglur, og slepptu fjármálafyrirtækjum lausum án eftirlits . Davíð Oddsson, Margaret Thatcher og • Ronald Reagan eru stjórnmálaleiðtogar að skapi frjálshyggjumanna, og stjórnar- tíma bil þeirra eru „frjálshyggju árin“ í vest rænum löndum . Árið 2008 hrundi fjármálakerfið með • braki og brestum . Það hrun varð vegna frjáls hyggju . Bill Clinton, Tony Blair og Björgvin G . • Sigurðsson komu hvergi við sögu . Stjórnmálaheimspeki höfundar er vissu lega hentug, því henni má henda um leið og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.