Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 36

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 36
 Þjóðmál voR 2013 35 Ragnhildur Kolka Þeir sem erfa eiga landið Um nýja aðalnámskrá grunnskóla Nú er eitt og hálft ár liðið síðan ný aðal námskrá fyrir grunnskóla var tekin í notkun og verður að segjast að furðu hljótt hefur farið um innleiðingu hennar og framkvæmd . Er þó um opinbert plagg að ræða sem snertir börn þessa lands og reyndar okkur öll í nútíð og um langa framtíð . Er engu líkara en að foreldrar og aðrir áhugamenn um velferð barna hafi verið lostnir svefnþorni, svo hávær er þögn þeirra gagnvart þessu plaggi sem mun á komandi árum móta æsku Íslands meira en allt annað sem á vegi hennar verður . Þessi aðalnámskrá er samansúrraður heilaþvottur sem hvaða alræðisríki sem væri mætti vera fullsæmt af . Sovétríkin og fylgihnettir þeirra hefðu ekki getað gert betur og kölluðu ráðamenn alræðisins þó ekki allt ömmu sína . En hér eru uppalendur barna of dofnir til að sjá í gegnum freyðandi málskrúðið eftir langvarandi uppeldi á opinberum stofnunum . Þeir hefðu þó mátt hafa varann á, því að í mennta- og menn ingarmálaráðuneytinu hefur gengið í endurnýjun lífdaganna sú stefna sem allur þorri fólks taldi að brotin hefði verið á bak aftur fyrir tveimur áratugum, en birtist svo skyndilega sprelllifandi í námskrá íslenskra barna árið 2011 . Og enginn segir múkk . Finnist fólki ég vera að gramsa í fornum fræðum ættu þeir að íhuga ræðu Steingríms J . Sigfússonar á landsfundi Vinstri-grænna síðastliðinn febrúar og spyrja sig hvers vegna það þyki svo sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir, mótframboðslaust, taki við keflinu af honum . A ðalnámskrá er rammi um skólastarf á leik-, grunn- og framhaldsskólastigum og henni er ætlað að veita leiðsögn um tilgang og markmið skólastarfsins . Fyrstu þrír kaflarnir eru sameiginlegir öllum skólastigum en í þessari grein er aðeins vísað til þess sem gildir fyrir grunnskóla . Strax í fyrsta kafla vakna grunsemdir um ankannaleg viðhorf þeirra sem um véla, þegar í ljós kemur að meginmarkmið skólagöngunnar sé „að stuðla að almennri menntun þegnanna“ (bls . 10) . Og þá spyr maður: þegna hvers? Ólíkt ættjarðarljóðum vísar staðhæfingin ekki í þegna þessa lands aðeins þegna . Síðan hvenær eru borgarar í lýðfrjálsu landi þegnar? Sögðum við ekki skilið við danskan kóng árið 1944 og eru þeir sem njóta eiga þessarar almennu menntunar, sem menntamálaráðuneytið hefur milligöngu um, ekki frjálsbornir Íslendingar? Getur verið að bjúrókratarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.