Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 46

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 46
 Þjóðmál voR 2013 45 Bergþór Ólason Langar skýrslur og lestrarhestar Fáein orð um vinnubrögð Undanfarin ár hefur mjög færst í auk-ana að ákvarðanir hins opinbera séu færðar úr höndum stjórnmálamanna til manna sem enginn hefur kosið til nokkurs hlutar, sem gjarnan eru nefndir fagmenn . Þetta þykir mörgum mikil framför, enda margir sem trúa því að stjórnmálamenn séu spilltir en „fagmenn“ séu heiðríkjan ein . Hafa þó stjórnmálamennirnir þann kost að hafa lýðræðislegt umboð en enginn hefur hins vegar kosið „fagmanninn“ . Stjórn- málamaðurinn veit einnig að hann þarf að verja ákvarðanir sínar fyrir pólitískum andstæðingum og fjölmiðlum, en aðhald hverra ætli „fagmaðurinn“ þurfi að óttast þegar hann tekur sínar ákvarðanir? En þrátt fyrir að í raun mæli ýmis rök með því að mikilvægar opinberar ákvarðanir um meðferð opinbers fjár taki lýðræðislega kjörn ir einstaklingar, þá hefur þeim sem enginn hefur kosið verið fært mikið vald á síðustu árum . Fyrirtæki sem vilja sameinast eiga þau áform sín undir andlitslausum mönnum hjá Samkeppniseftirlitinu . Þeir sem vilja hefja ýmsar framkvæmdir eiga mikið undir mönnum hjá Skipulagsstofn- un . Ákvarðanir um mannaráðningar eru nú æ oftar í raun teknar af nefndum sem enginn hefur kosið til neins og engum þurfa að standa skil á neinu . Nú síðast var slíkri nefnd manna í raun fært allt vald um mannaskipanir í íslenska dómstóla, þá mikilvægu grunnstoð þjóðfélagsins, og þró unin er eflaust rétt að hefjast . Þegar svo er komið er ástæða til að menn velti fyrir sér hverjir líti eftir störfum slíkra manna sem enginn hefur kosið til neins . Tveir hópar koma í hugann: Fjölmiðlamenn og stjórnmálamenn . Hvernig ætli þeir sinni því hlutverki sínu? Þegar þeir sem enginn hefur kosið birta ákvarðanir sínar þá er það yfirleitt gert í afar löngu máli . Birt er gríðarlöng skýrsla eða álitsgerð, hugsanlega hundrað blaðsíð ur, þar sem málavextir, staðreyndir og ýmsar upplýsingar eru raktar í afar löngu máli . Í lokin kemur svo niðurstaða þeirra sem enginn kaus, hvort sem einstaklingarnir sem ákveða hana eru þar kallaðir stofnun, úr skurðar nefnd, dómnefnd eða eitthvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.