Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 94

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 94
 Þjóðmál voR 2013 93 þegar honum var boðið í tilefni af alþingis- há tíð inni . Hann dvaldist hér á landi í þrjá mán uði . Gunnar Eyjólfsson leikari minnist þess að hafa hitt Jón og fengið blessun hans . Hér hef ég staldrað við einn þráðinn í hinni miklu bók Gunnars F . Guðmundssonar, það er að Jesúítunum tókst það sem þeir ætl- uðu sér þegar þeir buðu tveimur piltum frá Íslandi til sín árið 1870 . Þeir kveiktu áhuga á kaþólsku kirkjunni og boðskap hennar á þann hátt að hún skaut á ný rótum á Íslandi . Gunnar Einarsson og afkom endur hans urðu burðarás í endurreisn kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og Ísland varð þunga- miðjan í trúboði paters Jóns Sveinssonar . Ævi Jóns Sveinssonar var ekki dans á rósum nema í Nonnabókunum . Þær lýstu veröld sem var séð með augum manns sem hafði helgað líf sitt boðun trúarinnar . Þær veittu honum frelsi innan strangrar reglu Jesúítanna og urðu honum styrkur í einmanaleika, fjarri móður sinni, fjölskyldu og fósturjörð . Gunnar F . Guðmundsson ritar skýran og fallegan stíl . Hann tekst á við flókið viðfangsefni á þann hátt að lesandinn er aldrei í vafa um hvar hann er staddur . Eina aðfinnsla mín er að letur bókarinnar er of smátt, ekki síst vegna þess að í henni eru margar merkar tilvitnanir á enn smærra letri en meginmálið . Reyfarakenndur farsi Sigurður Már Jónsson: Icesave-samningarnir — afleikur aldarinnar? Almenna bókafélagið, Reykjavík 2011, 239 bls . Eftir Sigríði Á . Andersen Þrátt fyrir alvarleika og þá ógn sem ís-lensku efnahagslífi stafaði af Icesave- málinu er ekki víst að þorri almennings hafi skynjað það af fréttaflutningi af mál- inu lengst af . Vissulega fjölluðu fréttir um háar fjárhæðir vegna Icesave og ekki gerðu fjölmiðlar lítið með kröfur Breta og Hollendinga í málinu . Minna fór hins vegar fyrir fréttum eða fréttaskýringum um réttmæti krafnanna eða afleiðingar þess ef við þeim yrði ekki orðið . Fréttir af samn- ingaumleitunum voru ekki meiri en þær í bókstaflegri merkingu, hvort viðræðurnar stæðu yfir eða ekki . Lítið fór fyrir fréttum um hvað það væri nákvæmlega sem til stæði að semja um . Um tíma voru fréttir af Icesave hins vegar orðnar viðfangsefni frétta í sjálfu sér . Reglulega var greint frá því hversu oft hefði verið fjallað um Icesave vikurnar á undan . Þeir voru margir sem lýstu sig leiða ef ekki hundleiða á fréttum af Icesave . Þetta fólk ætti að lesa bók Sigurðar Más Jónssonar um Icesave-samningana . Í henni fjallar Sigurður um vinnubrögð og niðurstöður samninganefndanna sem gerðar voru út af örkinni til móts við kröfur Breta og Hollendinga vegna Icesave-innistæðna Landsbankans . Bókin hefst með reyfarakenndri lýsingu á því hvernig samningnum, sem Svavar Gests son undirritaði þann 5 . júní 2009 (Icesave I), var komið til eins forsvarsmanna Indefence-hópsins og til fréttastofu RÚV af huldu manni . Samningurinn hafði ekki verið gerður opinber og af einhverjum ástæðum, sem enginn hefur getað útskýrt, hvíldi yfir honum svo mikil leynd að jafnvel þingmenn, sem þó þurftu að taka afstöðu til samnings ins við atkvæðagreiðslu, höfðu ekki mátt kynna sér efni hans nema undir eftirliti . Eftir lestur á tveimur fyrstu blaðsíðum bókarinnar er þannig næsta víst að jafnvel þeir sem lýstu yfir formlegu áhugaleysi á Icesave, en það gerðu menn gjarnan til dæmis í þar til gerðum Facebook-hópum, mega til með að halda lestrinum áfram . Sigurður skiptir bókinni skilmerkilega upp í kafla eftir megindráttum atburða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.