Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 34

Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 34
 Þjóðmál haust 2013 33 Áþessu ári eru 65 ár frá fyrsta áætlunar­flugi milli Íslands og Bandaríkjanna og 60 ár frá upphafi Atlantshafsflugs Loftleiða (síðar Flugleiða/Icelandair) milli Evróupu og Ameríku um Ísland . Hinn 25 . ágúst 1948 hélt Geysir, önnur millilandaflugvél Loftleiða, í fyrsta áætlun­ arflugið til Bandaríkjanna og á nýársdag 1953 kynntu Loftleiðir ný og lág flugfar­ gjöld á flugleiðinni yfir Atlantshaf . Þetta var upphafið að miklu ævintýri . Á fá um árum urðu Loftleiðir undir stjórn Al­ freðs Elíassonar og félaga eitt þekktasta flug­ félag ið í Atlantshafsflugi . „We are slower but we are lower,“ auglýstu Loftleiðir og buðu upp á ódýr ari fargjöld en áður höfðu þekkst á þessari flugleið með eldri og hæggengari flug véla kosti en stærri flugfélög notuðu . Óhætt er að segja að þessi valkostur hafi slegið í gegn . Næstu tvo áratugi jókst hlut deild Loftleiða í Atlantshafsfluginu jafnt og þétt uns hún var orðin 3,8% og Loftleiðir orðið stærsta fyrirtæki landsins með 1 .300 manns í vinnu, þar af um 600 víða um heim . Saga Loftleiða er stóra ævintýrið í ís lenskri flugsögu — og hún vekur jafnan mik inn áhuga og aðdáun útlendinga . Ef allt væri með felldu ætti Loftleiðaævintýrið að vera djásnið í sögu Icelandair . Ekkert í sögu fyrirtækisins er betur fallið til að auka hróð ur þess á alþjóða­ vettvangi en ævintýrið um Loftleiðir . Eftir sameiningu íslensku flugfélaganna, Loftleiða og Flugfélags Íslands, árið 1973 hafa stjórnendur Flugleiða (Icelandair) hins vegar markvisst reynt að gera sem minnst úr afreki Loftleiðamanna, svo sem sjá má í þeim bókum og sjónvarpsmyndum sem fyrirtækið hefur fjármagnað . Það segir sína sögu að stjórnendur fyrirtækisins töldu sér ekki fært að koma að gerð hinnar vel­ heppnuðu heim ildar kvikmyndar Sigur geirs Orra Sigur geirs sonar um Alfreð Elíasson . Á tímabili voru stjórnendur Flugleiða jafnvel staðráðnir í því að hætta öllu flugi vestur um haf, en afskipti íslenskra stjórn­ valda komu í veg fyrir það . „Ef einhver maður á heiður skilið fyrir að Atlantshafsfluginu var haldið áfram, þá er það Steingrímur Hermannsson,“ sagði Alfreð Elíasson í ævisögu sinni . Steingrímur Jakob F . Ásgeirsson Upphaf áætlunarflugs til Bandaríkjanna — og „sjálfsmynd“ Íslendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.