Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 47

Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 47
46 Þjóðmál haust 2013 Jónas Ragnarsson Morðið á Kennedy Hvenær og hvernig fengu Íslendingar fréttirnar af því? Margir þeirra sem komnir eru yfir miðjan aldur telja morðið á John F . Kennedy, forseta Bandaríkjanna, vera þann atburð tuttugustu aldar sem síðast gleym­ ist . Sumir muna hvar þeir voru þegar þeim bárust tíðindin . Skotið var á bíl Kennedys kl . 17:30 að íslenskum tíma föstudaginn 22 . nóvember 1963 . Fyrstu áreiðanlegu fréttirnar um árásina bárust um kl . 18 gegnum fjarrita .1 Þeir voru þá til hjá dagblöðunum og Útvarpinu, einu útvarpsstöðinni . Á fréttastofu Útvarpsins var þegar farið að „afla fregna af atburðinum og eins að bregða upp svipmyndum úr lífi og starfi forsetans,“ samkvæmt því sem Jónas Jónasson lýsti löngu síðar .2 Á sjöunda tímanum Klukkan var 18:35 þegar dagskrá Útvarpsins var rofin og Ragnar Tómas Árnason útvarpsþulur las frétt sem Jón Magnússon fréttastjóri hafði skrifað: „Kennedy Bandaríkjaforseta var sýnt bana­ tilræði í Dallas í Texas nú fyrir skömmu . Skotið var á forsetann þar sem hann var á leið í bíl með Conolly [svo!] ríkisstjóra í Texas og særðust báðir, Kennedy á höfði og Conally [svo!] á brjósti . Forsetinn er í sjúkrahúsi í Dallas .“3 Á dagskrá hafði verið létt tónlist og var haldið áfram að leika hana eftir að hin óvæntu tíðindi höfðu verið flutt þjóðinni .4 „Rétt í þessu voru að berast þær fréttir frá Dallas í Texas að Kennedy Bandaríkjaforseti væri látinn .“ Þannig hófst frétt sem lesin var kl . 18:48, en þá hafði dagskráin verið rofin á ný . „Skotið var á hann þar sem hann ók í opnum bíl frá flugvellinum í Dallas inn í borgina, en þar átti hann að halda ræðu . Hann særðist á höfði, var þegar fluttur í sjúkrahús og gefið blóð en lést nú fyrir nokkrum mínútum, að því er fréttir frá Dallas herma . Sagt er að tilræðismennirnir muni hafa verið þrír .“ Í kjölfar þessarar fréttar var fluttur kafli úr Mattheusarpassíu Bachs og síðan píanótónlist fram að fréttum sem hófust kl . 19:30 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.