Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 18

Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 18
 Þjóðmál VETUR 2012 17 Heiðar Már Guðjónsson Forréttindi vogunarsjóða R íkisstjórnin sem nú situr hefur haft mörg orð um það hvernig fjár magns- eigendur skipuðu sérstakan sess í hag- kerfinu alveg upp að hruni krónunnar og bankanna . Einhver hefði ímyndað sér að á stjórnartímanum yrði það tryggt að svo yrði ekki áfram . En það er öðru nær . Við fall bankanna haustið 2008 töpuð- ust gríðarlegir fjármunir og neyðarlögin færðu innistæðueigendum mikil verðmæti á kostnað kröfuhafa bankanna sem voru að langmestu leyti erlendir aðilar . Hafa hagnast á hruninu Erlendir kröfuhafar voru mest bankar og eignastýringarfyrirtæki sem ákváðu að taka tapinu, selja kröfur sínar og leita annað . Kaupendur krafnanna voru fyrst og fremst vogunarsjóðir, þ .e . sérhæfðir alþjóð- legir fjárfestar sem nota oft lántökur í fjár- festingum sínum og reyna að hámarka út- greiðslur sínar á sem skemmstum tíma . Miklar sögur hafa verið sagðar um að íslensk ir aðilar séu í þessum nýja hópi en erfitt er að sjá að slíkt fái staðist . En íslenskir aðilar starfa með vogunar- sjóðunum og hafa hjálpað þeim við að kort- leggja landið, bankakerfið, atvinnu grein ar og uppsprettur alþjóðlegra verðmæta . Svo vel hefur þeim tekist til að þeir sitja á betri upplýsingum en íslenska ríkið um hver eigna- og tekjustaða þjóðarbúsins er . Vogunarsjóðirnir byrjuðu strax að kaupa kröfur árið 2008 og á fyrstu misserunum var hægt að nálgast kröfur á föllnu bank- anna með allt að 95% afslætti eða á verðinu 5% af höfuðstól . Á þeim tíma voru þetta skuldabréfaútgáfur sem einfalt var að eiga viðskipti með en þegar fram liðu stundir breyttist eðli krafnanna í lánasamninga sem erfiðara er að eiga viðskipti með, og því er umfang viðskiptanna ekki jafn sýnilegt og að öllum líkindum umtalsvert minna . En síðustu verð á slíkum kröfum eru um 30% í tilfelli Glitnis, 27% í Kaupþingi og milli 5 og 6% í Landsbankanum . Vogunar- sjóðirnir sitja því á miklum hagnaði og hafa sumir hverjir margfaldað fé sitt á síðustu 4 árum . Vogunarsjóðirnir vilja núna fá fjármagn sitt til baka . Þeir eru því að reyna að loka nauðasamningum og fá heimildir til að færa verðmæti frá Íslandi . Það skiptir miklu að þetta gerist sem fyrst enda er tími peningar . Hjá þessum sjóðum er óþreyjan enn meiri því sjóðirnir hafa takmarkaðan líftíma og árangurstengdar þóknanir eru mjög miklar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.