Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 4
4 Skólavarðan 3.tbl. 2011viðtalið Hér á ég fjölskyldu, hús, líf og starf Þau Barbara og Örvar eiga nú þrjú börn. „Hérna er ég núna með fjölskyldu, hús, líf og starf. Þetta er því ekki lengur spurning um hvað ég vil og hvort ég vil flytja til baka eða ekki. Við erum fimm manna fjölskylda og fjögur úr fjölskyldunni eiga sínar rætur hérna, á móti mér einni, sem á mjög sterkar rætur í Suður-Týrol, sem er norðarlega á Ítalíu. Þaðan er ég og þar talar fólk ekki bara ítölsku heldur líka þýsku. Þýskan er móðurmál mitt og ég tala hana daglega hér á Íslandi við börnin mín. Mér finnst ég halda tengslum við heimalandið með þessum hætti og passa þess vegna upp á að tala móðurmálið. Þetta gerist líka þegar ég les bækur á þýsku, þá finnst mér ég skreppa aðeins heim.“ Barbara er frá litlu þorpi stutt frá Sterzing í Ölpunum. Hún segir mikla fegurð þar og æskuslóðirnar eru umvafðar fjöllum, trjám og blómum. Þarna er mikill snjór á vetrum enda flott skíðasvæði. Áður en Barbara flutti til Íslands kenndi hún ensku á námskeiðum heima hjá sér á Ítalíu, einnig hafði hún kennt í Bretlandi og loks spænsku í Innsbruck í Austurríki. Tungumálin vefjast svo sannarlega ekki fyrir henni og núorðið talar hún líka góða íslensku. Texti og mynd: hb Barbara Fleckinger er ítölsk og býr í Ólafsvík. Hún hefur starfað við kennslu á Snæfellsnesi síðustu árin. Barbara kom fyrst til Íslands árið 1998 sem skiptikennari. Hún bjó þá í Reykjavík en kenndi í sex mánuði við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Á þessum tíma kynntist hún núverandi manni sínum, Örvari Má Marteinssyni, og það var ástin sem laðaði hana til landsins á nýjan leik. „Ég kom til Íslands aftur árið 2000 til að stoppa smávegis og vera hjá honum. Þetta „smávegis“ er nú orðið nokkuð langt,“ segir Barbara. Something old, something new, something for fun and something to do Barbara Fleckinger hefur ákveðið þema í kennslunni:

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.