Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 12
10 Skólavarðan 1. tbl 2013 fyrirlesturfyrirlestur Jóhann Ingi Gunnarsson rekur sálfræðiþjónustu en hefur einnig starfað við þjálf­ un og hefur m.a. þjálfað íslenska landsliðið í handbolta. Hann hefur haft mikil áhrif á afreksfólk okkar í íþróttum með því að kenna því að beita jákvæðu hugar­ fari til að takast á við krefjandi viðfangsefni. Hann hóf mál sitt á því að varpa fram spurningunum: Hvernig kennari er ég? Hvernig kennari vil ég vera? Og að lokum hvert svarið yrði í lok starfsævinnar þegar spurt verður: Hvernig kennari var ég? Þessar spurningar kalla á sjálfskoðun og vekja fólk til umhugsunar gagnvart starfi sínu. HVerS Konar BoLLi er ég? Jóhann Ingi tók sér bolla í hönd og bar um leið upp áleitnar spurningar, meðan hann ræddi um fjórar tegundir bolla: Í fyrsta lagi er bolli á hvolfi, en vökvi (upp­ lýsingar) skilar sér ekki í þann bolla. Í öðru lagi bolli með gati sem ekkert tollir í ­ allt fer inn um annað og út um hitt. Þriðji bollinn er óhreinn og það sem hellt er í hann verður gruggugt og óhreint, sem vísar til þess þegar fordómar manns menga þær upplýsingar sem berast manni. Í fjórða lagi er svo um hreinan og heilan bolla að ræða sem er opinn fyrir nýjum upplýsingum/hugmyndum án fordóma. ­ Hvers konar bolli ert þú? Jóhann Ingi hafði á orði að sjálfsagt gætu flestir séð sig í öllum gerðunum á einhverjum tímapunkti á hverjum degi en hug­ myndin um bollana fjóra geti vakið til umhugsunar um eigið viðhorf og fram­ komu hverju sinni. að eFLaSt Sem einStaKLingur og mynda LiðSHeiLd Jóhann Ingi gerði kreppuna að um­ talsefni og sagði að þegar á móti blési kæmi í ljós hverjir væru mestu afreks­ mennirnir. Þetta ætti við um kennara­ stéttina eins og aðra. Hlutverk kennara hafi aldrei verið mikilvægara en nú og því sé mikilvægt að koma auga á þau tækifæri sem bjóðast. Hann minnti á kínverskt spakmæli sem hljóðar á þá leið að þegar einar dyr lokast opnist tvær aðrar. Þegar við stöndum frammi fyrir mótlæti eins og núna má líta á ástandið sem áhugavert tækifæri til að eflast sem einstaklingur og mynda enn sterkari liðsheild. Þegar tekist hefur að mynda öfluga liðsheild eru menn sam­ taka og allir róa í sömu átt. Þar sem ein­ tómir smákóngar ríkja ræður togstreita för. Því meira utanaðkomandi mótlæti, því brýnna er að standa saman, sýna stuðning og hvetja sjálfan sig og koll­ ega sína til dáða. HLaKKaðu tiL Við- FangSeFna dagSinS „Breytum því sem við getum breytt. Boðskapur æðruleysisbænarinnar er dýrmætt leiðarljós“, sagði Jóhann Ingi. „Við getum breytt okkar eigin hugar­ fari og berum ábyrgð á því. Eitt af aðal­ markmiðum silfurliðsins á Ólympíu­ leikunum í Peking var einmitt að setja ábyrgðina á rétta staði. Tilhlökkun er einnig góð leið til að vinna á hindrun­ um. Að einsetja sér að morgni dags að hlakka til viðfangsefna sem framundan eru getur gert daginn mun skemmti­ legri. Berum virðingu fyrir því sem við gerum. Það sem gert er með gleði er yfirleitt betur gert en það sem gert er með hangandi hendi.“ Þú getur, hver sagði að það yrði auðvelt? Fyrirlestur jóhanns inga gunnarssonar sálfræðings á fræðslufundum KÍ. Jóhann Ingi Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.