Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 18
16 lífeyrismállífeyrismál SKÓLaVarðan 1. tbl 2013 ert þú á leið á eftirlaun? Ingibjörg Úlfarsdóttir. Kennari þarf að huga að mörgu áður en hann ákveður að hefja töku lífeyris. Ótal spurningar vakna um lífeyrinn, starfslokin og breytta aðild að KÍ og hvort áfram sé hægt að sækja um í sjóði KÍ. Hér verður fjallað um helstu atriði sem kennarar velta fyrir sér þegar kemur að þessum tímamótum. HVenær getur Kenn- ari Farið á LÍFeyri? Innan KÍ eru margir hópar sem greiða í mismunandi lífeyrissjóði, þó flestir greiði í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkis­ ins (LSR) og Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga (LSS). Grunnskóla­ og framhaldsskólakennarar eiga skyldu­ aðild að LSR, en margir leikskóla­ og tónlistarskólakennarar eru í LSS. Líf­ eyrissjóðirnir halda utan um stöðu sinna sjóðfélaga og hægt er að hafa samband við þá til að fá upplýsingar um persónulega stöðu sína eða sækja um aðgang að sjóðfélagavef þar sem hægt er að skoða stöðuna. Það er mismunandi eftir lífeyrissjóðum og deildum hvenær hægt er að hefja töku lífeyris. Sjóðfélagar B­deildar LSR og LSS geta hafið töku lífeyris 60 ára samkvæmt 95 ára reglunni, en 65 ára samkvæmt almennu reglunni. Sjóð­ félagar í A – deild LSR og A og V – deild­ um LSS geta hafið töku lífeyris hvenær sem er á aldrinum 60 til 70 ára og þurfa ekki að vera hættir störfum þegar líf­ eyristakan hefst. Þó ber að hafa það í huga að hefjist taka lífeyris fyrir 65 ára aldur kemur til skerðingar fyrir hvern mánuð fyrir þann aldur. Ef sjóðfélagi frestar töku lífeyris bætir hann hins vegar við lífeyrisrétt sinn fyrir hvern mánuð eftir að 65 ára aldri er náð. HVað ÞarF að gera? Sækja þarf sérstaklega um að fara á lífeyri hjá þeim lífeyrissjóði sem síðast var greitt til, eða þar sem sjóðfélagi á mest réttindi, auk þess sem vinnu­ veitandi fyllir einnig út starfslokatil­ kynningu og sendir lífeyrissjóðnum. Umsóknareyðublöð má nálgast á vef lífeyrissjóðanna eða biðja um að fá þau send í pósti. Greiddur er skattur af lífeyrisgreiðslum eins og af launum og því þarf lífeyrissjóðurinn einnig að fá skattkort til þess að sjóðfélagi geti nýtt persónuafslátt sinn hjá sjóðnum. Afgreiðsla umsókna til lífeyrissjóðanna tekur um fjórar til sex vikur og þeir sem hafa verið á fyrirframgreiddum launum halda þeim rétti þegar taka líf­ eyris hefst. Þegar grunn­, framhalds­, eða tónlistar­ skólakennari hefur töku lífeyris skiptir máli hvort hann var upphaflega sept­ ember­ eða ágústráðinn. Ágústráðnir segja upp fyrir 1. maí, septemberráðnir fyrir 1. júní. Í þeim tilfellum þar sem upphaf ráðningar miðast við skólaár þá segir septemberráðinn kennari upp fyrir 1. júní, en hefur enga vinnuskyldu í ágúst og ágústlaun hans skulu vera eins og skólaárið á undan. Ellilífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins Þeir sem eru orðnir 67 ára eiga mögu­ lega rétt á ellilífeyri frá Tryggingastofn­ un ríkisins og verður hver og einn að sækja um hann sérstaklega til stofnun­ arinnar. TR sendir öllum sem verða 67 ára bréf, ásamt eyðublaði fyrir umsókn og tekjuáætlun. Þó að starfsmaður haldi áfram að vinna eftir 67 ára aldur á hann mögulega rétt á ellilífeyri, en til skerðingar getur komið fari tekjur hans yfir ákveðin mörk. Afgreiðslutími ellilíf­ eyris er um fimm vikur eftir að öll gögn hafa borist. Gott er að fara inn á vef Tryggingastofnunar og skoða reiknivél lífeyris, en hún gefur nokkuð glögga mynd af mögulegum rétti til ellilífeyris miðað við atvinnutekjur og/eða tekjur úr lífeyrissjóði. FéLag Kennara á eFtirLaunum Þegar kennari hefur töku lífeyris breyt­ ist félagsaðild viðkomandi í KÍ. Kenn­ arar á eftirlaunum, sem hafa fram að töku lífeyris verið félagsmenn KÍ, geta sótt um að verða félagar í FKE (Félagi kennara á eftirlaunum). Félagar í FKE fá senda Skólavörðuna og allan póst sem sendur er út á vegum félagsins og geta nýtt sér þjónustu Orlofssjóðs KÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.