Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 30
28 SKÓLaVarðan 1. tbl 2013 hlutverkhlut erk FuLLtrÚi HVerS? Í hverjum skóla kjósa félagsmenn hvers stéttarfélags einhvern úr sínum hópi til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Félagslegur trúnaðarmaður vinnur því fyrir félags­ menn síns aðildarfélags á vinnustaðn­ um og félagið ber ábyrgð á honum gagnvart vinnustaðnum. Öryggistrúnaðarmaður getur hins vegar verið hvaða starfsmaður skól­ ans sem er, óháð stéttarfélagi, og er kosinn af öllum starfsmönnum, fyrir utan stjórnendur, í þeim skólum þar sem starfa tíu eða fleiri. Öryggis­ trúnaðarmaður vinnur fyrir alla starfs­ menn skólans. Ef starfsmenn eru færri en tíu sér atvinnurekandi um verkefni öryggistrúnaðarmanns, í samstarfi við starfsmenn og félagslegan trúnaðar­ mann. Félagslegur trúnaðarmaður er kosinn þar sem félagsmenn á vinnu­ stað eru fimm eða fleiri. Ef þeir eru færri en fimm geta þeir skráð einn úr sínum hópi sem tengilið hjá KÍ. HLutVerK trÚnaðarmanna Félagslegur trúnaðarmaður er fulltrúi stéttarfélags á vinnustaðnum og fylgist með að farið sé eftir ákvæðum kjarasamninga og réttur starfsmanna sé virtur. Hann er tengiliður félagsins og félagsmanna á vinnustað, kemur fræðslu og öðru efni á framfæri, að­ stoðar við að koma málum í farveg o.fl. Öryggistrúnaðarmaður er fulltrúi starfsmanna á vinnustaðnum og fylgist með því að lög og reglur um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað séu virt. Í því felst þátttaka í gerð áhættumats og áætlunar um heilsuvernd. Hann hefur m.a. eftirlit með því sem kemur að vinnuvernd og gerir tillögur eða kröfur til úrbóta. minn eða Þinn SjÓHattur? Félagslegur trúnaðarmaður skal sjá um undirbúning og framkvæmd kosningar öryggistrúnaðarmanna skv. reglugerð nr. 920/2006. Að öðru leyti er ekki gert ráð fyrir að félagslegur trúnaðarmaður taki á sig viðfangsefni öryggistrúnaðarmanna. Ekki er mælt með því að sami einstaklingur sinni báðum hlutverkum. Vinnuvernd snýst um öryggi og heil­ brigði starfsmanna – þar á meðal sam­ skipti og vellíðan. Í samskiptum starfs­ manna er oft rökrætt um málefni sem tengjast aðbúnaði og kjaramálum. Hér skarast því oft störf félagslegra trún­ aðarmanna og öryggistrúnaðarmanna þar sem málsatvik geta varðað verk­ svið beggja trúnaðarmanna. Þess vegna er mjög mikilvægt að þessir tveir aðilar eigi gott samstarf á vinnustaðnum. Þeir verða að ræða málin og hjálpast að við að veita sínum umbjóðendum, þ.e. starfsfólki skólans, viðeigandi ráðleggingar og aðstoð. einn HLeKKur Í Keðjunni! Það er gott að hafa í huga að félagsleg­ ur trúnaðarmaður og öryggistrúnaðar­ maður eru hvor um sig einn hlekkur í keðjunni. Þeir vinna í samstarfi við yfir­ menn, samstarfsmenn, aðra trúnaðar­ menn og öryggisverði. Félagslegur trúnaðarmaður starfar einnig með for­ mönnum og starfsmönnum KÍ. trÚnaðarmaður – fulltrúi og einkavinur?!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.