Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 36

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 36
34 Skólavarðan 2. tbl 2013 heilsan Skilningur á vinnuvernd hefur aukist með aukinni þekkingu. Þannig er orðið skylt að nota augnhlífar og heyrnar- skjól við vissar vinnuaðstæður til að hlífa sjón og heyrn. Þessi árvekni virðist þó ekki vera fyrir hendi þegar röddinni er misboðið og trúlega er þar um að kenna þekkingar- og andvaraleysi. Enn er það haft að viðmiði þegar hávaði er mældur í skóla að hann skaði ekki heyrn. Þau viðmið eru langt yfir þeim mörkum hávaða sem hægt er að tala í án verulegrar áreynslu. Fjöldi manns byggir afkomu sína á því að leigja út rödd sína og lítið færi fyrir heilu atvinnugreinunum ef radda nyti ekki við. Samt er ekki í boði nauðsynleg fræðsla um röddina, t.d. hvernig eigi að beita henni eða vernda hana. Ef vel er að gáð þá kemur í ljós að raddveilur eru heilsufarsvandamál sem kosta bæði einstaklinga og þjóðfélagið drjúgan skilding á hverju ári. Kennarar skipa sér í efstu sætin í hópi raddveilusjúklinga og kemur það ekki á óvart þegar hugsað er til eðlis starfs þeirra og þeirra aðstæðna sem þeir þurfa að beita rödd sinni í. Þeir þurfa oft að tala í hávaða, í stóru húsnæði og með nemendur fjarri sér. Því er ágætt að hafa eftirfarandi í huga: • Röddinni eru takmörk sett og hún berst því ekki eins vel og manni finnst sjálfum. • Það er eðlislægt að hækka róminn í takt við aukinn hávaða en þar með spennast upp allir vöðvarnir sem stjórna barka og barkakýli og setja hreyfifrelsi raddbanda í uppnám. • Þar sem við öndum að okkur gegnum munn þegar við tölum er mikilvægt að hafa í huga að raddböndin eru í öndunarveginum og geta fengið á sig óheilnæm efni úr andrúmsloft- inu, t.d. ryk og gufur frá hættulegum efnum. • Íþróttakennarar og leikskólakennarar virðast eiga hvað mest á hættu að lenda í raddskaða, enda þurfa þeir oft að tala í miklum hávaða. Ástæða þótti t.d. til að senda 39 af 71 íþrótta- kennara til háls-, nef- og eyrnalækna þegar svör þeirra í rannsókn á rödd og heyrn voru skoðuð. Langoftast koma raddveilur og radd- þrot fram vegna of mikils álags á radd- færi. Þess vegna er eðlilegt að líta á þær sem atvinnusjúkdóm og þar með heilsufarsvandamál. Svo er þó ekki gert í lögum og reglugerðum. Sá sem leggur til rödd sína á ekki að þurfa að gjalda sjálfur fyrir skaða sem hún verður fyrir. Það á að vera baráttumál samtaka eins og Kennarasambands Íslands að röddin verði viðurkennd sem atvinnutæki. Kennarar sem þurfa á kostnaðarsamri meðferð að halda vegna raddskaða eiga ekki að bera þann bagga sjálfir. Sjúkratryggingar Ís- lands og sjúkrasjóðir borga aðeins brot af kostnaðinum. Forvörn, eins og góð hljóðvist og gott magnarakerfi, eiga að vera jafn sjálfsagðar og augnhlífar og eyrnaskjól. Höfundur er raddmeinafræðingur og doktor í raddmeinum. h ilsan Dr. Valdís i. Jónsdóttir ritar hér grein um röddina og vekur athygli á þeim vanda- málum sem kennarar geta staðið frammi fyrir ef þeir lenda í því að misbjóða henni. Langoftast koma raddveilur og raddþrot fram vegna of mikils álags á raddfæri. þess vegna er eðlilegt að líta á þær sem atvinnu- sjúkdóm og þar með heilsufarsvandamál. röddina þarf að viðurkenna sem bótaskylt atvinnutæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.