Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skólavaršan

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skólavaršan

						46   DESEMBER 2015 
KrakkaRÚV er yfirheiti yfir alla þjónustu 
RÚV við börn, hvort sem er í sjónvarpi, 
útvarpi eða á vef. Kjarninn í starfseminni er 
vefurinn www.krakkaruv.is þar sem nálgast 
má skemmtilegt og fræðandi barnaefni á 
íslensku á aðgengilegan hátt. Á vefnum er 
fjölbreytt úrval tölvuleikja sem reyna bæði 
á rökhugsun og ímyndunarafl, ásamt nægri 
útrás fyrir sköpunarkraftinn í fjölmörgum 
þrautum sem hvetja börn til skapandi verka. 
Eftir að hafa rýnt í alþjóðlegar rannsóknir á 
fjölmiðla- og tækjanotkun barna varð ljóst 
að spjaldtölvan er það tæki sem flest þeirra 
eru með í höndunum ásamt snjallsímanum 
hjá þeim eldri. Hefðbundið sjónvarp í 
línulegri dagskrá hentar þeim hins vegar 
síður. Af þeim sökum ákváðum við að 
vefur og nýrri miðlar yrðu þungamiðja 
þjónustunnar auk þess sem það gefur kost á 
meiri gagnvirkni.
Markmið KrakkaRÚV:
?	 Að gleðja íslensk börn, fræða og hvetja 
til skapandi verka.
?	 Að miðla gæðaefni fyrir börn á íslenskri 
tungu jafnhliða í nýjum og hefðbundn-
um miðlum.
?	 Að vera örugg höfn fyrir íslensk börn, á 
íslensku.
?	 Að bjóða börnum í ævintýralegt 
ferðalag á vit nýrra heima sem opnar 
augu þeirra fyrir tækifærum lífsins og 
fjölbreytileika þess.
?	 Að stuðla að auknu fjölmiðlalæsi barna.
?	 Að búa til góðar minningar og verða 
órjúfanlegur hluti af æsku íslenskra 
barna.
?	 Að vera vettvangur fyrir samstarf við 
félagasamtök og mennta- og menn-
ingarstofnanir um barnaþjónustu.
Stefna KrakkaRÚV er að 
hafa frumkvæði að samstarfi við 
mennta- og menningarstofn-
anir landsins. Á Íslandi starfa 
fjölmargar stofnanir sem keppast 
við að veita börnum fjölbreytta 
og vandaða þjónustu á sviði 
fræðslu- og menningarmála og er 
KrakkaRÚV kjörinn samstarfs-
vettvangur. Það er alltaf heitt á 
könnunni í Efstaleitinu fyrir þá 
sem vilja spjalla meira um hvernig hægt sé 
að efla þjónustu við börn á Íslandi.
Stuðlað að fjölmiðlalæsi
Krakkafréttir eru fréttaskýringaþáttur sem 
ætlaður er fyrir átta ára og eldri. Markmiðið 
með Krakkafréttum er að upplýsa og fræða 
börn um heiminn eins og hann er, stuðla 
að auknu fjölmiðlalæsi og kveikja áhuga á 
fréttum.
Kennarar vita betur en flestir aðrir 
að börn taka eftir öllu. Þau heyra lykilorð, 
nema hvernig fullorðnir meðtaka þau orð 
og oftar en ekki fer ímyndunaraflið á flug. 
Krakkar eru líka forvitnir og vilja skilja 
hvernig heimurinn virkar og hvað er að 
gerast.
Íslensk börn fylgjast með fréttum 
en hafa ekki alltaf forsendur til að skilja 
umfjöllunarefnið. Það á ekki síst við þegar 
flókin eða erfið mál eru til umfjöllunar. 
Krakkafréttir eru leið okkar á RÚV til að 
mæta þörfum og forvitni barna, en við vilj-
um líka fjalla um þeirra heim og áhugamál. 
Fjögur kvöld í viku birtast þau Guðmundur 
Björn og Ísgerður klukkan tíu mínútur fyrir 
sjö og fjalla um fréttir.
Við erum rétt lögð af stað í langferð 
en tilgangurinn er að upplýsa, skemmta 
og fræða börn á öllum aldri. Með 
hæfilegri blöndu af ?fullorðins-
málum? sem við setjum fram 
með hætti sem börn skilja, 
umfjöllun um börn, smáskammti 
af vísindavef og slettu af gamni 
vonumst við til að takast þetta 
ætlunarverk.
Ábendingar frá kennurum
Við leggjum áherslu á að tala ekki 
niður til barna heldur nálgast þau eins og 
viti bornar  manneskjur sem hafa einfaldlega 
ekki sömu forsendur og fullorðnir til að 
vinna úr málum.
Við vonumst líka til þess að krakka-
fréttir geti verið tól í höndum foreldra og 
kennara, leið til að tengja til að mynda 
lífsleiknikennslu við atburði líðandi stundar. 
Það sem af er höfum við fjallað um hryðju-
verk í París og stríð í Sýrlandi, flóttamenn, 
hrekkjavöku, knattspyrnukempu, presta og 
samkynhneigð, kvikmyndir og margt fleira. 
Krakkar grípa mörg þessara lykilorða á lofti 
þegar þau eru í umræðunni og kennarar 
fá ugglaust margar spurningar um þessi 
málefni, sem geta mörg hver verið snúin. 
Krakkafréttir gætu verið fróðleg leið til að 
takast á við þessar spurningar.
Að sama skapi viljum við gjarnan heyra 
frá kennurum, bæði um það sem vel er gert 
og það sem miður fer, en ekki síður viljum 
við ábendingar um umfjöllunarefni. Það 
getur verið allt frá flóknum samfélagstengd-
um spurningum sem krakkar varpa fram 
til jákvæðra og skemmtilegra viðburða sem 
þeir standa fyrir - og raunar flest þar á milli.
KRAKKAR VILJA SKILJA 
HVERNIG FRÉTTIR VIRKA
Sindri Bergmann 
Þórarinsson
verkefnisstjóri 
KrakkaRÚV
Sindri Bergmann 
Þórarinsson
verkefnisstjóri 
KrakkaRÚV.
FRÆÐSLUEFNI OG ERINDI FYRIR:
snjalla kennara
SK
Ó
LA
ALLS STAÐ
AR
FO
RELD
RA
O
G FO
RRÁÐ
AM
EN
N
NE
M
EN
DU
R
Á 
Ö
LL
UM
 A
LD
RI
heim
iliogskoli.is
Sjá
NÁNAR
saft.is
Sjá
NÁNAR
FJÖLSKYLDUGAMAN:
AÐ NÁ TÖKUM Á VEFNUM
EM
BLA
TÖ
LVUHUN
DURIN
N
SAMFÉLAGS-
MIÐLAR
10
H
EILRÆ
Ð
I
VÍRUS
EKKERT H
ATUR
N
ÁM
SEFN
I
LEGGJUM 
BÖRNUM LIÐ 
VIÐ LÆSI
ÖRUGG OG
ÁBYRG FARSÍMANOTKUN
Björgunarleiðangurinn
NETEINELTI.IS
SN
JALLTÆ
KI
Í SKÓ
LASTARFI
#D
eleteCyberbullying 
APP
Fræðsla 
og námsefni frá 
Heimili og skóla 
og SAFT
Bindi
2
Bindi
1
Bindi
3FRÆ
Ð
SLUPAKKI
U
M
 N
ÝJA AÐ
ALN
ÁM
SSK
RÁ
VIRKIR FO
RELD
RAR
? BETRI GRU
N
N
SKÓ
LI
VIRKIR FO
RELD
RAR
? BETRI FRAM
H
ALD
SSKÓ
LI
VIRKIR FO
RELD
RAR
? BETRI LEIK
SKÓ
LI

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52