Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 85

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 85
84 Þjóðmál voR 2014 „Þetta er að verða eins og vitlausraspítali“ Össur Skarphéðinsson: Ár drekans. Dagbók utan r íkisráðherra á umbrotatímum. Sögur, Reykja vík, 2013, 378 bls . Eftir Gústaf Níelsson Á r drekans er skemmtileg bók aflestrar og ekki öll sem hún er séð . Víða þarf að lesa á milli línanna og þótt skop skyn höfundar sé ríkulegt er hann líka alvöru gefinn . Össur er draumlyndur sveimhugi; hann er í senn hrifnæmur og hvatvís og jafnvel drýldinn á köflum, en allt fer þetta honum vel . Honum lætur þó ekki vel að sigla fleyi heilu í höfn, heldur skilur það frekar eftir úti á grynningunum og veður í land, en eftirlætur öðrum lokasprett nauð synlegra aðgerða . Þó var líf og fjör um borð, allt þar til strandið bar að . Það sann ast á afdrifum ESB­umsóknar Íslands . Á fjórum árum tókst honum ekki að ljúka „borð­ liggjandi“ máli — máli sem var „heilagt“ fyrir Samfylkinguna, flokkinn sem var bein línis stofnaður utan um slíka um sókn . Það er honum þó til málsbótar að sam­ starfs flokkurinn í ríkisstjórn dró lapp irn ar í málinu og gerði mönnum ýmsar skrá veifur . Við því var að búast að hið örlagaríka bankahrun haustið 2008 hefði í för með sér pólitískar afleiðingar, samfara áður óþekktu andstreymi varðandi efnahag fólks og fyrirtækja . Meginafleiðing þessara fordæmislausu hremminga varð sú, að niður staða alþingiskosninga vorið 2009 greiddi götuna fyrir „hreina vinstristjórn“, sam stjórn Samfylkingar og Vinstrihreyf­ ingar innar græns framboðs (VG) . Pólitísk vígstaða íslenskra sósíalista hafði skánað með slíkum ágætum, að nú varð fært að taka til höndunum svo eftir yrði tekið . Eftir á að hyggja vekur nokkra undrun hvað hin nýja ríkisstjórn færðist mikið í fang og enn meiri undrun vekur forgangsröðun mála . Fyrsta mál á dagskrá var auðvitað „hið heilaga mál“ Samfylkingarinnar, aðild Íslands að Evrópu­ sambandinu . Sú aðildar­ um sókn var auðvitað væng brotin frá upphafi vegna andstöðu VG, en mikið mátti á sig leggja til að halda „hreinu“ vinstristjórninni saman . Þessi vandkvæði í samstarfi flokkanna rekur Össur ágætlega, sem og margvísleg önnur hrossakaup, enda hékk stjórnarsamstarfið alltaf á bláþræði og þingmeirihlutinn var í reynd brostinn Bókadómar _____________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.