Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 34

Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 34
34 Franskir dagar Les jours français Að kenna fólk við húsanöfn og bæjarnöfn er vel þekkt. Hver kannast ekki við Hans í Hátúni og Hans á Sólvöllum. Það er reyndar sami maðurinn, en hann bjó í Hátúni þegar hann var barn en býr nú á Sólvöllum. Ég skrepp enn í kaff i til vinkonu minnar, Sigurbjargar á Grund þó nokkur ár séu síðan ég fór að fá kaff ið á Uppsölum. Alltaf heimsótti ég ömmu og afa í Þrastó (Þrastalundi) og kíkti til Guðrúnar í Árnagerði með Írisi æsku- vinkonu minni, svo ég nefni nokkur dæmi. Faðir minn, Gunnar Skarphéðinsson, vinnur hjá Rarik. Einhverju sinni átti ég leið til hans á skrifstofuna, þá hafði hann nýlokið við að taka til í gömlu dóti. Hann rétti mér litla möppu og spurði hvort þetta væri ekki eitthvað sem ég vildi skoða. Þetta var skrá með húsanöfnum hér úr bænum í staf- rófsröð og númer á rafmagnsmælum. Þessi skrá var notuð til að halda utan um rafmagnsnotkun hér á Búðum áður en götuheitin komu til sögunnar. Til ársins 1972 var gerð sú krafa að nefna hús til þess að fá lán hjá for- vera Íbúðalánasjóðs, Húsnæðismálastjórn, en eftir það var götuheitið og númer húss látið nægja. Mér þótti þetta mjög spennandi, fór að skoða þetta betur og afla mér frekari upplýsinga. Ég fór á bæjarskrifstofu Búðahrepps og fékk að láni skrá yfir fasteignir á Búðum þar sem skráð voru byggingarár húsa. Einnig fór ég á Héraðsskjalasafn Austurlands og fékk upplýsingar sem til voru þar, þar á meðal manntöl sem gerð voru á tíu ára fresti frá árunum 1890 til 1940. Auk þess hitti ég að máli Hauk Jónsson í Staðbrekku, Finnboga Jónsson í Víðihlíð og hjónin í Nýjabæ, þau Kristínu og Níels. Það gekk nokkuð vel að raða þessu saman. Reyndar var í nokkur skipti erfitt að ákvarða hvenær hús voru byggð vegna þess að þegar byggt var við húsin, þá voru þau metin upp á nýtt og þá var ártal viðbyggingar skráð í fasteignamat í stað upphaf- lega byggingarársins. Ég miðaði þá við elsta ártal sem ég fann í heimildum. Í grein eftir Sigmar Magnússon sem birtist í Múlaþingi segir hann að árið 1890 sé kominn vísir að þorpsmyndun og nöfn komin á húsin þó þau séu kannski ekki mjög varanleg. Á þeim tíma sem ég var að setja mig inn í þessi mál, hafði Sögufélag Fá- skrúðsfjarðar milligöngu um að panta útskorin viðarskilti með húsanöfnum til að merkja húsin. Mér hefur alltaf fundist þessi skilti setja mikinn svip á bæinn og hvet fólk til þess að halda þessu við. Þessar upplýsingar um heiti húsa á Búðum í Fáskrúðsfirði hef ég sett upp á vefsíðu sem er að finna á slóðinni faskhus.wordpress.com. Vonandi hafið þið gaman af. Húsanöfn á Búðum Texti og myndir: Guðrún Gunnarsdóttir Michelsen Grund Þingholt Kaupvangur

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.