Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 36

Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 36
36 Bergtegundir Bergi er skipt í þrjá flokka eftir því hvernig það myndast. Þessir flokkar eru storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg myndast við storknun kviku. Dæmi um storkuberg eru basalt og rhýólít. Setberg myndast þegar molnað berg límst saman, harðnar og verður með tíð og tíma að bergi. Sandsteinn og salt eru dæmi um setberg. Myndbreytt berg myndast djúpt í jörðinni við mikinn hita og þrýsting. Það myndast þegar berg, storku- og set- berg, hitnar og endurkristallast. Marmari er dæmi um myndbreytt berg. Eiginlegt myndbreytt berg finnst ekki á yfirborði hér á landi. Ummyndað berg finnst hins vegar, en þá á endurkristöllun sér stað á litlu dýpi. Meirihluti Íslands er gerður úr storkubergi og verður því aðallega fjallað um það hér. Storku- bergi er skipt í þrjá flokka eftir staðsetningu við storkun; gosberg, gangberg og djúpberg. Gosberg myndast þegar kvika storknar á yfirborði. Gang- berg myndast þegar kvika storknar á litlu dýpi undir yfirborði og djúpberg myndast þegar kvika storknar djúpt undir yfirborði. Gosberg er jafnan fínkornótt og djúpberg stórkornótt. Storkuberg er flokkað eftir kísilinnihaldi. Basískt storkuberg hefur minna en 52% kísilinnihald. Gosbergið basalt og djúpbergið gabbró eru dæmi um basískt storkuberg. Hægt er að þekkja það á því að bergið er dökkt að lit og oft með ólivíndíla. Ísúr storkuberg eru með 52 til 63% kísilmagn. Gosbergið íslandít og djúpbergið díórít eru dæmi um slíkt. Ísúrt storkuberg er yfirleitt dökkgrátt að lit. Súrt storkuberg hefur meira kísilmagn en 63%. Gosbergið rhýólít og djúpbergið granít eru dæmi um súrt storkuberg. Það er yfirleitt ljós- leitt en þó eru undantekningar á því og má þar til dæmis nefna hrafntinnu. Jarðsaga Íslands Ísland er mjög ungt á jarðfræðilegum tímakvarða. Ísland er eyja sem bæði er á rekbelti og á heitum reit. Myndun Íslands má rekja til þess tíma þegar Norður-Atlantshafið hóf að myndast fyrir um 65 milljón árum síðan. Þá tók Ameríkuflekann og Evrasíuflekann að reka hvor frá öðrum. Á milli flekanna myndaðist Atlantshafshryggurinn og hafa hraunlög úr honum hlaðist hvert ofan á annað og meðal annars myndað Ísland. Í gegn um miðju landsins liggur virkt gosbelti og hefur kvika komið þar upp reglulega og myndað þykkan stafla af hraunlögum. Ung hraun sem hlaðast upp í gosbeltinu þrýsta eldri hraunum niður samtímis sem þau færast til hliðar með landrekinu. Þannig hefur eyjan stækkað og mótast og orðið eins og við þekkjum hana í dag. Elstu hraunlögin eru því lengst frá gosbeltinu, á Austfjörðum og Vest- fjörðum, og yngstu hraunin eru næst gosbeltinu, á miðhálendi landsins. Gliðnunarhraðinn í gegn um jarðsöguna hefur verið um 2 cm á ári. Til gamans er hægt að miða við að neglur vaxa á svipuðum hraða. Jarðfræði Austfjarða Bergið á Austfjörðum kallast blágrýti og mynd- aðist á því aldursskeiði jarðar sem nefnt er ter- tíer. Tertíer hófst þegar risaeðlur dóu út fyrir um 65 milljón árum síðan og lauk við upphaf ísaldarskeiðs sem nefnist Pleistósen, fyrir um 2,6 milljón árum síðan. Blágrýti er um helmingur af flatarmáli Íslands og nær blágrýti Austurlands frá Breiðamerkursandi og norður að Langanesi. Þetta eru um 700 hraunlög sem hafa hlaðist upp í um 10 km þykkan stafla á um 10 milljón árum. Elsta berg sem vitað er um á Austfjörðum er um 13 milljón ára gamalt og er við Gerpi. Mikill stöðugleiki er í jarðskorpunni á Austurlandi og þar eru hvorki jarðhræringar né eldvirkni. Jöklar ísaldar hafa mótað og myndað landslag Austfjarða, sorfið og grafið bæði stóra dali og djúpa firði. Jarðfræði Austfjarða Texti: Íris Eva Einarsdóttir, nemandi í jarðfræði við HÍ Myndir: Íris Eva, Sigurjón Hjálmarsson og Vilborg Eiríksdóttir Sandfell (743 m) er eitt besta dæmi um bergeitil á norðurhveli jarðar. Þegar Austfirði ber á góma koma oftar en ekki upp í hugann tignarleg fjöll og jökulsorfnir dalir. Í þessari grein verður farið í stuttu máli yf ir jarðfræði Austfjarða með áherslu á Fáskrúðsfjörð. Teknar verða fyrir nokkur jarðfræðifyrirbæri og þau útskýrð. Fyrst er stuttur kafli um flokkun bergtegunda og farið yfir ýmis hugtök sem tengjast jarðfræðinni. Franskir dagar Les jours français

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.