Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 9

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Blaðsíða 9
Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (lceland) 10, 2013, 7-10 i FRÁ RITSTJÓRA Gildi rannsókna á skólastarfí og menntun Hollenskur sérfræðingur í kennaramennt- un, Marco Snoek, var fenginn til landsins í haust til að vera til aðstoðar við gerð innra mats á starfi kennaradeildar Menntavís- indasviðs Háskóla íslands. Hann hafði margt gott að segja um það sem fram hafði komið um starf deildarinnar en efst á blaði var stolt ungra kennara af að geta talið sig fullgilda kennara í leik-, grunn- eða fram- haldsskólum. Snoek gagnrýndi þó kenn- aramenntunina aðallega fyrir að vera ekki nægilega tengda rannsóknum á menntun og kennslu. Hann taldi að kennarar ættu að byggja starf sitt á rannsóknum og að rannsóknir kennara og þeirra sem kenndu kennurum ættu aðallega að snúast um menntun og skólastarf í einhverri mynd. Sá hópur sem setti á fót Félag um menntarannsóknir árið 2002 ákvað einmitt að einbeita sér að því að styðja mennta- rannsóknir og búa til vettvang til að birta þær í aðgengilegu formi fyrir þá sem vilja nýta sér þær. í þeim tilgangi var Tímarit um menntarannsóknir sett á fót. Það er trú okkar sem stöndum að tímaritinu og fé- laginu að skólastarfi sé best borgið með því að þeir sem því sinna hafi styrkan grunn rannsókna til að byggja starf sitt á. Ég minnist þess að hafa sem ungur kenn- ari í grunnskóla tekið upp aðferð sem var afar vinsæl þá, en það var að kenna staf- setningu með eyðufyllingarverkefnum. Ég prófaði nemendurna fyrst og kenndi þeim svo samviskusamlega í heilan mánuð að finna stofn orða með eyðufyllingarverk- efnum. Síðan prófaði ég aftur. Undrun mín og vonbrigði voru mikil þegar mér varð ljóst að nemendum hafði ekki farið fram, heldur hafði þeim farið aftur í stafsetningu þennan mánuð. Ég hafði greinilega ekki haft nægilega sterkan þekkingargrunn að byggja á þegar ég ákvað þessa aðferð. Svona vandræði er einfaldlega hægt að koma í veg fyrir með því að hafa vel unnar rannsóknir að Ieiðarljósi. Rannsakendurnir Einar Trausti Einars- son, Einar Guðmundsson, Þorlákur Karls- son og Gylfi Jón Gylfason eru einmitt að leggja eina slíka rannsókn í hendur kenn- ara í þessu tímariti. Hún heitir Skilvirkni lestrarskimunar með fjórum prófhlutum í Logos. Þar er athugað hver skilvirkni ein- stakra prófhluta í lestrarprófinu Logos er til að spá fyrir um vanda einstakra nem- enda við að tileinka sér lestur, og hvar á að draga mörkin um það hverjir verða sendir til ítarlegrar greiningar og síðan aðstoðar ef á þarf að halda. Gunnar E. Finnbogason og Halla Jóns- dóttir skrifa grein sem heitir Það sem barni er Jyrir bestu. Ögrandi viðfangsefni? Spurn- ingar tengdar Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. íslendingar hafa lögfest Barnasátt- málann. Kennarar og aðrir uppalendur 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.