Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 43

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 43
FELAGSBREF 41 Grænlundshrakningum 1406—1410 eru einnig mjög athyglisverðar, og þar dreg- nr dr. Jón fram í dagsljósið inörg tor- skilin atriði og greiðir úr flækjunni eftir því sem auðið er. Hann rekur liina sögu- legu Grænlandshrakninga og telur, að sainband Grænlendinga við umheiminn liafi rofnað, er Þorsteinn Ólafsson og förunautar lians fóru þaðan. í grcininni „Skállioltsför Jóns biskups Arasonar 1548“ sannar dr. Jón, að Jón Arason hafi cinungis farið einu sinni til Skál- holts sumarið 1548, og lirekur skoðanir fyrri sagnfræðinga, að Jón biskup liafi komið þar tvisvar sinnum bæði fyrir og eftir ulþingi. í ritgerðunum er dr. Jón fyrst og fremst að glima við torleystar gátur sagnfræðinnar, vega og meta heim- ildirnar og greiða úr flækjum. Enda þótt hinar sagnfræðilegu gátur væru tíðum viðfangsefni dr. Jóns, var liann litið fyrir getgátur, og vildi ógjarnan hrúa inilli heimilda með því að geta í eyðurnar. Hann var óvenju traustur sagnfræð- ingur, sem forðaðist að' berja í brestina nteð málalengingum eða innihaldslitlu orðagjálfri. Saga hans er í því fólgin að rekja samhengi orsaka og afleiðinga, freniur en að lýsa einstaklingum og skrá S(*gu þeirra. Hún er því þróunarsaga, en ekki persónusaga. Persónurnar verða líkt og peð á taflborði, sem rás timanna fterir til, en ekki uppistaða eða burðar- ásar. ^leð þessu fær sagan nýjan svip, heild- arsynin verður gleggri. Persónan lendir 1 skugga atburðarins í slað þess að liann 'erði í haksýn hennar. Allir dómar eru kveðnir upp af liófsemi og gætni. Dr. Jón gætir alltaf fyllsta hlutleysis. Vilj- andi vill hann ekki livika frá því, sem hann veit sannast og réttast, en liins vegar er ljóst, að Iiann liefir takmarkað dálæti á sumum þeirra nianna, sem liann hafði samneyti við gegnum heimildirnar, en slíkt verður að lesa milli linanna. Málfar dr. Jóns er mótað af þessari hófsemi og gætni. Hann ritar ákaflega ljóst og skýrt, en án þess að vefja sögu sína í einliverjar glitslæður villandi stíl- töfra. Stillinn fellur því vel að efni og framsetningu. Iiann er stuttorður og gagnorður, og alltaf sjálfum sér sam- kvæmur. Almenna bókafélagið hefir gefið út báðar bækurnar og ekki látið sitt eftir liggja, að sem bezt væri frá öllu gengið. Margar myndir prýða bókina. Tilvitnan- ir til lieimilda eru neðanmáls og nafna- skrá fyrir hæði bindin er aftast i síð- ara bindinu. Frágangur er allur liinn vandaðasti. Prentvillur fáar eða engar í síðara bindi og þar eru leiðréttar þær, sem komið liafa í leitirnar í fyrra bindi. Það ósamræmi er í efnisskrá síðara bind- is, að þar stendur: Breytingar, sem urðu á stjórnarsA'ránni við lögtöku Járnsíðu og Jónsbókar, en inni í hókinni lieitir kaflinn: Breytingar, sem urðu á stjórn- skipuninni o. s. frv. Hér verður nú látið staðar numið, en það er trú min, að íslendinga saga Jóns Jóhannessonar verði lengi talin örugg- asta verkið um sögu þeirra tíma, sem hún fjallar um, að íslendingabók Ara fróða einni undanskilinni. ASalgeir Kristjánsson. * GuSmundur Steinsson: MABlUMYNDIV Almenna bókajélagiS 1958. Guðmundur Steinsson er ungur Reyk- víkingur, 27 ára gamall, sem að þessu

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.