Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 20

Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 20
STIG DAGERMAN: Að verða barni að bana jþað er fagur dagur og sólin skín skáhallt yfir sléttuna. Brátt hljóma klukkurnar, (því það er sunnudagur. Milli tveggja rúgakra hafa tvö ungmenni rekizt á stíg, sem þau hafa aldrei gengið fyrr, og það glampar á gluggarúðurnar í þorpunum þremur á sléttunni. Mennirnir raka sig fyri r framan speglana á eldhúsborðinu, konurnar skera raulandi niður brauð með kaffinu og börnin sitja á gólfinu og hneppa kotin sín. Þetta .er ánægjulegur morgunn á ógæfudegi, því þennan dag verður sæll maður barni að bana í þriðja þorpinu. Enn situr barnið á gólfinu og hneppir kotið sitt og maðurinn, sem er að raka sig, segir að nú skuli þau róa niður eftir ánni í dag og konan raular fyrir munni sér og setur nýskorið brauðið á blátt fat. Það bregður engum skugga á eldhúsið og þó stendur maður, sem verður barni að bana, við rauða benzíndælu í fyrsta þorpinu. Það er sæll maður, sem horfir inn í mvndavél og sér lítinn, bláan bíl og við bílinn stendur ung stúlka og hlær. A meðan stúlkan hlær og maðurinn tekur þessa fallegu mynd skrúfar sölumaðurinn lokið á geyminn og segir þau fái fagurt veður. Stúlkan sezt inn í bílinn og maðurinn, sem verður barni að bana, tekur upp veskið og segir, að þau ætli að aka út að sjó og fá lánaðan bát og róa langt, langt út. Stúlkan í framsætinu heyrir inn um opinn gluggann, hvað maðurinn segir, hún lokar augunum og þegar hún lokar augunum sér hún sjóinn fyrir sér og manninn við hlið sér í bátnum. Þetta er ekki vond- ur maður, hann er glaður og ánægður, og áður en hann sezt inn stanzar hann andartak framan við bílinn, sem glitrar í sólinni, og nýtur þess að horfa á gljáann og soga að sér ilm benzínsins og heggviðarins. Það fellur Stig Dagerman ber einna hœst meðal sænskra skáldsagnahöfunda, sem fram komu eftir stríSiS. Eftir hann liggur allmikiS merkra verka (skáldsögur og leikrit), þó aS hann vœri aSeins 31 árs, þegar hann lézl. Ritstj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.