Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 24

Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 24
GEORGE F. KENNAN: BERIÐ HINGAÐ LJÓS RæSa flutt á ráðstefnu samtaka Frjálsrar menningar á 10 ára afmæli þeirra í Berlín 16.—22. júní i sumar. Tþessi samtök, samtök Frjálsrar menningar, hafa frá upphafi orðið að vera á varðbergi gegn tvenns konar hættum: hinum ytri hættum, sem stafa frá þeim mönnum, sem ekki trúa á verðmæti frelsis, og hinum innri, sem óviljandi og oft óséðar geta sprottið úr þróun samfélags vors, því að í lífinu má aldrei líta á frelsið sem sjálfsagðan hlut, heldur verður að berjast fyrir því á degi hverjum, eins og Coethe hefur svo réttilega komizt að orði. Hinar ytri hæltur hafa í eðli sínu breytzt frá því samtök vor voru stofnuð. Fyrir tíu árum voru menn ennþá mjög áhyggjufullir, að hin skelfilega ógnun hugsjónalegrar samræmingar kynni að vaxa yfir þáver- andi takmarkanir og gæti spillt andlegu lífi á ýmsum sviðum. Slík út- breiðsla var einungis gerleg á tvennan hátt: með innri hugsjónalegri og pólitískri baráttu eða með styrjöld. I hugsjónalegum efnum virðist mér hættan mun minni. Þar höfum vér mikið lært á síðustu tíu árum. Ég hef ekki trú á því, að í þeim hluta heims- ins, sem ekki lýtur stjórn Moskvu eða Peking, sé hægt að telja nokkra menntaða þjóð á að selja af frjálsum vilja frumrétt sinn til sköpunarfrelsis fyrir gerviöryggi, sem fólgið er í undirgefni við herskáa og agaða hreyf- ingu. sem er haldið u[)pi með blekkingum um æðri tilgang. Til þess er yfirgangssemi, þverlyndi og skinhelgi kenningar Marx og Lenins undir stjórn núverandi æðstuj)resta hennar orðin of augljós. 1 Jressum efnum eru það ekki vér, sem erum í varnarstöðu, heldur þeir menn, sem enn hafa ekki skilið, að í hinu andlega lifi birtist menningarreynsla margra alda og það verður ekki gert einfaldlega að verkfæri einstakrar tíma- bundinnar stjórnmálastefnu. Og að hve miklu leyti geta styrjaldir og landvinningar skert það svið, þar sem ríkir frjáls menning?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.