Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Forspil

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Forspil

						r
Þóra Elfa Björnsson:
DRAUMURINN
Mig dreymdi, að ég lá allsnakin á götunni. Hár
mitt var grænt og bylgjaðist um fótleggina.
Þá heyrði ég söng í fjarska, það var drykkjuvísa
sem sungin var, og undirspil var einhver skruðn-
ingur, líkt og þegar steinn losnar í fjallshlíð, og
veltur niður.
Ég reis upp og hlustaði á þessa einkennilegu
músik sem barst utan úr myrkrinu.
Skyndilega kom hauskúpa veltandi eftir götunni
og ósjálfrátt stóð ég upp og faldi mig í hárinu af
hræðslu og hryllingi. Hauskúpan kom nær og
nær, sífellt syngjandi sömu vísuna: Drik min ven,
vær altid glad------En undirspilið voru tennurn-
ar, sem hringluðu innan í hauskúpunni. Hún
kom að mér, velti sér á grúfu svo glampaði á hvít
hnakkabeinin í myrkrinu, og kyssti á stórutána á
vinstra fæti mínum, velti sér aftur við og horfði
á mig tómum augnatóttum og sagði drafandi
röddu: — Ich bin die Sunderin. —
Tærandi kaldur doði færðist upp vinstra fótlegg-
inn, og mér sortnaði fyrir augum. Þá hló haus-
kúpan hryllilegum líkhlátri, og velti sér af stað,
hraðar og hraðar burtu frá mér, unz hún rakst á
steinvegg og brotnaði í smátt. Um leið kvað við
ógurlegur brestur, eldingar þutu um himininn,
björg klofnuðu og hundar spangóluðu, tunglið
rifnaði og pörtunum rigndi yfir mig, þá vaknaði
égogæpti.
Kríngum hana gaus upp rykský.
Hún hóstaði þurrum hósta.
Ég tyllti nýstreingdu lérefti á
stól og byrjaði að mála. Ég þurfti
ekki að minna hana á að sitja
kyrr. Hún sat hreyfíngarlaus,
horfði niðurí kjöltu sér og þagði.
Við þögðum bæði.
Ég málaði mest í bláum litum.
Alltíeinu hætti ég. Teikníngin í
myndmni var veik. Ég var of
drukkinn til þess arna.
— Farðu nú úr kápunni, sagði
eg
Hún stóð upp og hlýddi. Hún
hafði lítil brjóst.
Hún lagði kápuna frá sér á
hægindastólinn og settist á dívan-
inn. Þá tók ég hana.
Remið buldi á rúðunni. Það
hrikti í fataskápnum.
Á stóru torgi í miðbænum
hlammar Pétur sér á bekk. Hann
strýkur svitann af enninu með
handarbakinu. Hann fer úr
skónúm, tæmir mölina úr þeim,
setur þá aftur á sig. Hann styður
olnboga á hné sér, hendi undir
kinn. Hann starir niðurí ruslið
við fætur sér: ryk, sígarettu-
stubba, karamellubréf og notaða
bíómiða.
Jæja. Við tókum saman. Húsa-
leigunni var borgið. Sigga hefur
verið fyrirvinna mín hátt á ann-
að ár. Skrýtið: Hún skilur, að
henni ber að vinna fyrir mér.
Hún tekur ekki nærri sér að
heyra utanaðsér: Aumíngja stúlk-
an að vera með þessum voðalega
manni.
Við tölum fátt, þurfum það
ekki. Mér er alveg sama um
hana. Mér hefur alltaf verið
sama um stelpur.
Okkur semur vel. Ég líð henni
að þrífa herbergið. Ég nenni ekki
að  halda  framhjá  henni.  Það
væri illa gert. Hún lifir fyrir mig.
Aukþess hef ég feingið nóg af
kvennafari. Maður var að þessu
fullur og vánkaður.
Kaupið hennar hefur enzt okk-
ur furðanlega. Við erum bæði
nægjusöm. Hún er hvorki glys-
gjörn né skemmtanafíkin. Mér
líður vel þegar ég á léreft og liti,
hef næði tilþessað fnála og er
saddur.
Pétur teygir fram álkuna og
horfir nærsýnum augum á rjóma-
gult timburhús hinummegin við
torgið. í gluggunum eru skilti:
RÁÐNINGARSKRIFSTOFA
Pétur yglir sig.
Og nú er hún orðin veik, fár-
veik. Læknirinn veit ekki, hvað
geingur að henni.
Hún hefur varla bragðað vott
né þurrt í hálfan mánuð. Hún
liggur fyrir með sárt tak í síð-
unni og horfir á mig stórum gljá-
andi augum. Ég get ekki horft í
þau.
É°' er að basla við að mála
mynd af Billy the Kid, þjóð-
hetju Bandaríkjamanna, fúl-
skeggjuðum með augnaráð flag-
ara, á jörpum gæðingi. Ekki vildi
ég eiga undir honúm.
És; aet ekki einbeitt mér. í
þrjá daga hef ég árangurslaust
reynt að finna rétta litinn á him-
ininn.
Ég þoli ekki við heima. í gær-
kvöldi gekk ég uffl borgina í ör-
væntingu.
Ég gekk útað vitanum við inn-
siglínguna í höfnina. Þar sat ég
leingi og skalf í hafgolunni. Vor-
húmið hvelfdist um mig blátt
einsog augun í Siggu. Þau fylgja
mér hvert sem ég fer. Ég kemst
ekki undan þeim.
Á aðra hönd voru borgarljósin,
á hina fjöllin handanvið fjörð-
inn. Stjörnubjart var.
Hefði ég bara veggi tilþessað
þekja, hugsaði ég: Einsog mexí-
könsku málararnir eða gömlu í-
tölsku meistararnir. Hlotnist
mér einhverntíma að mála kúpta
byggíngu innan, þá mála ég
þennan hríng. Gólfið verður sjór.
Helzt vildi ég fá að mála gler-
hvelfíngu. Hún þyrfti ekki að
vera eins stór. Litir eru svo magn-
aðir á gleri.
Á heimleiðinni sá ég tvöfalt
stjörnuhrap. Stjörnurnar mynd-
uðu sem snöggvast tvö samhliða
strik á himininn, hurfu síðan
bakvið reykháf. Ég sá ekki betur
en önnur þeirra væri rauð.
Þegar stjarna hrapar, segir
þjóðsagan: Þá er einhver að
deyja, þá er óskastund.
Ég trúi ekki kellíngabókum.
Samt óskaði ég mér: Að Sigga
yrði hraust og Jón Jónsson heild-
sali — Það hlýtur að vera til
maður með því nafni í heildsala-
stétt — sækti mig heim, rétti mér
hundraðþúsund krónur og segði:
— Þiggið af mér þetta lítil-
ræði. Ég er einlægur aðdáandi
yðar.
í nótt lá ég andvaka með
Siggu. Undir morgun sofnuð-
um við. Ég vaknaði laust eftir
hádegi, stjarkur. Sigga svaf óró-
lega, andaði þúngt. Ég flýtti mér
í fötin og fór út, gekk híngað.
Auðvitað hefur hvorug óskin
rætzt. Eftilvill var þetta ekki
stjörnuhrap, heldur þrýstilofts-
flugvél sem skauzt í hvarf. Var
ekki annað ljósið rautt?
Skiltin brenna sig föst í vitund
Péturs.
Ráðníngarskrifstofa. Nú fæ ég
rækilega ráðníngu. Hvað á ég að
gera?
Fá mér vinnu? Yfirgefa sjálfan
mig og Billy the Kid í sameigin-
legri neyð okkar? Svíkjast undan
merkjum?
Eða láta stelpuna sigla sinn
sjó? Ég hef gert annað eins. Ég
lagði móður mína í gröfina, lét
hana vinna sig í hel. Hún skúr-
aði gólf. Ég hirti peníngana fyrir'
litum og mat.
Sigga er bara stelpa sem ég
tældi heim með mér eina haust-
nótt undir því yfirskini, að ég
vildi mála hana. Eða hvað?
Augu hennar fylgja mér. Mér
er allsekki sama um hana.
Hún hefur vaxið inní mig
stelpuskömmin. Hún er orðin
hluti af mér. Á einhvern dular-
fullan hátt hef ég sigurvegarinn
tapað fyrir fórnarlambi mínu.
Ég skil þetta ekki. Sveiðíl
Elska ég hana? Svei!
Pétur stendur upp og stikar ó-
styrkum skrefum yfir torgið.
Hann fer inní rjómagula timb-
urhúsið.
(Nú getur sagan endað á þrjá
sennilega vegu.)
Fyrsti endir: Eftir mikið amst-
ur og mikla skriffinnsku fær Pét-
ur loforð um vinnu.
Annar endir: Það er atvinnu-
leysi. Pétur fær einga vinnu.
Þriðji endir: Pétur er gerður
afturreka. Hann áttar sig þá á
því, að önnur leið liggur einnig
inná skrifstofuna. Þeir sem eru
betur klæddir bánka á dyrnar
hjá forstjóranum. Þeim er hleypt
inn einum í einu. Pétur ákveður
að reyna þetta líka.
— Hvað get ég gert fyrir þig,
góði minn? spyr forstjórinn. Það
er íeitur miðaldra maður með
hornspángagleraugu,  hjartveikt
prúðmenni.       Framh. á 6. siSu
FORSPIL
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8