Forspil - 01.12.1958, Blaðsíða 2

Forspil - 01.12.1958, Blaðsíða 2
FORSPIL Ritstjórn: ARI JÓSEFSSON . JÓHANN HJÁLMARSSON ÞÓRA ELFA BJÖRNSSON ÁbyrgðarmaÖur: DAGUR SIGURÐARSON Blaðið kemur út mánaðarlega og kostar 5 krónur. PRENTSMIÐJAN HÓLAR H*F s.______________________!________________________________________) ARNFRÍÐUR JÓNATANSDÓTTIR Gef oss í dag aflþunga reiði Dagur Sigurðarson: AÐLON Veggirnir eru blóðugt haf ljósakrónurnar kolkrabbar með lýsandi griparma Hákallar reistu þessa veggi Sjáðu stúlkuna þarna Himinblá augu og hörgult hár ríma við blóðugt öldurótið Fíngerð og móðursjúk kvenhugsjón nútímans holdi klædd í loftinu: staðnað reykmistur Ljósakrónurnar eru kóngulær útsteyptar í litlum rauðum lúsum Hákallarnir koma hér sjaldan Þeir láta sér nægja að gægjast inn öðruhvoru Nomirnar dansa Óvinurinn stendur áleingdar og glottir Horfðu ekki í ölduna Smáfiskunum blæðir út Fjarstaddir hákallar lepja blóð þeirra Horfðu ekki í ölduna Horfðu ekki á stúlkuna Speiglaðu þig í kaffibollanum Þið hafið boðið mér, ungu rit- höfundar, að skrifa í blað ykkar, Forspil. Ég óttast að árin sem ég hefi framyfir ykkur flest, íþyngi mér. Fyrir skömmu átti ég unga reiði, ekki volduga eins og fjalla- storm, nema ég hafi þá sjálf ver- ið snækollurinn sem stormurinn gnauðaði um og kom til að glúpna. Arðrán, sem fóstraði mönnum annarsvegar ánauð, þrælslund, lágkúruskap, hinsvegar væmni og heimskasta hrokann sem sögur fara af, — viðgangur þessara gjör- nýttu fátæktar sáði minni reiði og helgaði sér. Svo kom styrjöldin. Ég hressti mig á líkum fyrir því, að í flaumi þeirra ógna hlyti að farast fjöl- margt af þeim útlifða óvana sem mannkynið dragnaðist með. A væmni eyðir enginn púðri framar, menn vaxa uppúr þeim kerlingarskap á einni slíkri hild- arnótt. Það hélt ég þá. Og lágkúran, sem volar í eyru kúgarans, og þvælist hálfvolg, henni hlýtur að skiljast frammi fyrir glottándi morðvörgum, að réttara muni vera að leita sér hæfilegs amboðs, til þess að verj- ast ef ekki má berjast. Svo barna- leg var ég. Ég skal ekki rekja atburði, — villur. En þegar ég mæti því flaðrandi greii væmninni, og nenni ekki að sveia henni, fyrst hún hjarði, þá verður mér að skilja, að tíminn velkir mér í straumi. Og þegar sár reiðin hyggur efann helzta græðslu, spyr ég oft, hvað týnd- ist? Og svarið bíður á vísum stað, við garðann, þegar fjármaðurinn gefur. Þá eru forustusauðimir allir mættir. Arðrán, ánauð, þrælslund, hroki og fylgispök hjörð. Ég sakna ungrar reiði, — þeirr- ar sem þekkir kjarnann, rótast ekki í moðinu eins og geðvont varphænsni, — voldugrar reiði. Ég sakna reiði sem mútur og hnútur snúa ekki af leið, — frjóvgandi reiði. Slíka reiði kýs ég úr ykkar sjóði fyrir tilskrifið, og þó ég hefði ekkert skrifað. í staðinn gef ég ykkur gamla vornál — aðeins efsta sprotann rétti ég ykkur að skoða. Þessi vor- nál óx í dagbókargarðinum mín- um árið 1938. Reykjahæli 31. janúar 1938. Mikið lifandis ósköp getur mánudagur verið leiðinlegur. Ekki vildi ég vera mánudagur ef ég væri dagur. 28. raaí 1938. Þetta er aumi dagurinn, byrj- aði með fallegu veðri, maður fer i sumarkjól og labbar sig upp á tún með Möggu Guðmunds. En þegar við erum búnað að vera þar dálitla stund, hellir drottinn yfir okkur hagli. Á augabragði fyllast allar holur af hagli, og norðrið vqður uppi með kolsvört andskotans hrokaský svo hörm- ung er á að horfa. Það snjóar eins og í vetur. Túnin voru að verða skrúðgræn — og blómin sem voru að byrja að lifa. Fjallið er orðið hélugrátt. Það er svo einkennileg fegurð yfir — hvítur guðvefur lagður á grænt silkiflos. Augum mínum þykir allt fallegt núna, þó var það ég sem óskaði eftir sólinni. , 29. maí 1938. Það er vont veður í dag, húðar- rigning og rok, snjór alveg niður á láglendið. Ég nenni ekki að tala eða hugsa, — það líf sem komið var virðist ætla að fjara út. Með kvöldinu gerði gott veð- ur, sólin hellti geislum yfir þessa látæku náttúru þangað til hún 2 FORSPIL

x

Forspil

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forspil
https://timarit.is/publication/1203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.