Forspil - 01.12.1958, Blaðsíða 4

Forspil - 01.12.1958, Blaðsíða 4
J7 órar IjóÓabœkur Arnjriður Jónatansdóttir: Þröskuldur hússins er þjöl. Heimskringla 1958. Hvílu hef ég rejdda í brjósti mér. Búið hef ég þér rauða sæng. Arnfríður Jónatansdóttir he£- tir margt lært af gömlum kveð- skap á íslandi: Eddukvæðum, dönsum og rímum. Það notfærir hún sér — stundum vel og stund- um miður. Versið sem tilfært er hér á und- an er úr sjötta ljóði bókarinnar, Þrá. Ljóðið er vel gert en þó sér- staklega þetta eina vers. Þess svip- ar mjög til hinna gömlu dansa að efni og formi: Runnu uþp a£ leiðum þeirra lundar tveir upp af miðri kirkjunni mættust.þeir. Andstæðuna — þar sem skáld- inu hefur miður t^kizt er að finna litlu aftar á bls. 20. Þar seg- ir í kvæði sem nefnist Rímustef: Létti ýti læt úr vör þegjanda — í kurli geisla liáru r höndum fleyta fleyi, og kinnung blaka — kinnung blaka. Hér eru líka áhrif frá gömlum skáldskap, en ekki hefur vel tek- izt. Tungutakið er myrkt og meiningin vandfundin. Ljóðið snertir mann ekki því að orðin hafa gengið fyrir ætternisstapa. Einn Ijóðabálkur er í bókinni og nefnist hann Læstir dagar. Hann byrjar gullfallega: Ég vildi hafa sagt: Ó sjáið! Nóttin! . hefst frá brúnaskútum fjallsins eins og vættur rís af svefni. Þetta er fagurt; en hvers vegna: Ég vildi hafa sagt? Síðast versið í sama ljóði er enn betur gert og það eitt hefði nægt til að réttlæta útgáfu bók- arinnar: Augu mín læt ég renna undan hallanum til þorpsins á sléttunni, þorpið greiðir reyki sína vindum eins og konan greiðir hár sitt einum í leiknum. Ljóðabálkur þessi er góður skáldskapur nema tvö síðustu Ijóðin. Þar rennur hann því mið- ur út í sandinn. Til Þingvalla nefnist annað víðáttumesta ljóð bókarinnar. Skáldið ætlar að reisa níðstöng hinum „þrjátíu og sjö pentskúf- um“ sem svívirtu íslenzku þjóð- ina árið 1949. Þetta ljóð er vel meint en ekki nógu vel gert. Hér ríkir hið hérvillingslega tungu- tak sem fyrr getur og sama mistr- ið: Fjær hrauni fossi, fylg þú að hylnum — hylnum svarta nótt, fleyga nafri þínum kristal — bláljósi kristaíl brotinn gleymi lögun — tali lágum niði fossins. Síðasta ljóð bókarinnar heitir Vor: E£ maðkur 'fer yfir votan stíginn þá hef ég leitað orða oft og lengi gaumgæft hvert og eitt eins og garðyrkjukona tíndi þroskuð blóm og að stundu fyndi drjúpandi blóm á ungs manns gröf. Hve oft hef ég þá brúað fjarlægð brum — fellt orð að orði og öllu hrundið hljóð í ryk. Þrútið brum — þá hef ég liringsólað oft eins og hann sem þekkir ekki orð Iveit ekki hvers né hvar skuli leita. Eins og gleði daufdumbs viti “ hvað hún heitir? — Að hún heitir gleði? Loks — ef maðkur fer yfir votan stíginn. Þetta ljóð og litla versið sem ég til færði úr Læstum dögum er það bezta í bókinni. Hér er heiðríkja yfir myndum og tungutaki; orðin gilda það sem þau eru skráð, gengislækkun orðanna hefur ekki náð til þeirra. Ari Jósefsson. Dagur SigurOarson: Hlutcibréf í sólarlaginu Helgafell, Reykjavík 1958 Þessari bók er skipt í tvo kafla. í fyrri kaflanum eru ljóð mótuð af dvöl höfundar í útlöndum, tvö þeirra lieita t.d. Ljóðabréf frá út- löndum, önnur Haust í útlönd- um og Dvöl í Stórborg. Þegar Dagur minnist Vínarborgar segir hann: Loftslagið í Vín heitt einsog f víti en ívið mollulegra Hvort Dagur hefur komið í víti á reisu sinni get ég ekki dæmt um, en þetta er sterk lík- íng og það verður ekki alltaf spurt um sterkar líkíngar hvort þær séu upplifaðar, aðalatriðið er að þær komi á óvart. • Stefið í þessu ljóði er: Lángar mig heim til Lellefs. Hér mun vera átt við kaffihús í bænum og væri ekki nema sjálfsagt að Dagur yrði gerður heiðursfélagi þess eftir þessa ágætu auglýsíngu. Þetta sýnir að Dagur er nútímamaður, hann lætur sér ekki lynda gamlar líkíngar heldur smíðar sér nýjar í samræmi við sína lífsskynjun. Haust í útlöndum byrjar á ósköp venjulegan hátt: Tær og heit voru litbrigði föllnu laufanna í gángstéttarrykinu en endar skemmtilega kaldrana- lega: Ég hugsaði: Væri ég skáld skrautritaði ég ljóð um fegurð sumarsins og ástarinnar um grimmd haustveðranna á öll þessi litríku lík og betrekkti lierbergið okkar með þeim í þessum kafla eru líka nokk- ur sérkennileg ástarljóð. Gelgju- skeið er vel gert, þar hefur Degi tekist að túlka viðhorf únglings- ins eftirminnilega, ég gæti líka nefnt Kvenmannsleysi. Þar eru þessar línur: Mig vantar félaga og förunaut. Blóð mitt er geislavirkt. í lendum mínum fara fram kjarnorkuspreingíngar. Eitt ljóð virðist þó hafa villst inn í þennan kafla, það er róm- antískt ljóð: Lundurinn græni. í því koma fram hin klassísku við- horf til ástarinnar. Herbergi Alfreðs Flóka, heitir annað kvæði. Það byrjar á orðinu kaos og reyndar er ekki hægt að finna heppilegri orð urn ljóðið, þetta er bölvað kaos frá upphafi til enda. Það er einginn frum- leiki fólginn í því sem þar kem- ur fram, frumleiki er stundum það að gera klám að sjálfsögðum hlut, þá hættir það að vera klám. Degi hefur ekki tekist það, það virðist ekkert fyrir honum vaka annað en klám, þessvegna fellur ljóðið dautt til jarðar. Sem einkunnarorð fyrir seinni kafla bókarinnar liefur Dagur valið þessi: Vopn mitt er penn- inn/bleki drifinn. í þessum kafla eru eingaungu ádeiluljóð, Vallar- Ijóð og íslenzkt landslag um her- setuna, Þjóðhátíð um 17. júní. Sjómennska, lokakvæði bókar- innar, er snjöll lýsíng á lífi tog- arasjómanna, ádeila sem hittir í mark. Eftir að hafa lesið þetta kvæði hljótum við að fagna út- komu þessarar bókar, þrátt fyrir alla galla hennar, það er eitthvað hressilegt við hana sem ekki læt- ur að sér hæða, eitthvað skemmti- lega karldranalegt eins og ég sagði um eitt ljóðið hér að fram- an. Jóhann Hjálmarsson. Sigurður A. Magnússon: Krotað í sand, Ijóð Bragi Ásgeirsson gerði kápu Helgafell, Reykjavík 1958 Oftast er talað um að bækur komi á óvart þegar þær eru góð- ar, um þessa verður að segja að hún komi á óvart fyrir hið gagnstæða. Höfundur hennar Sigurður A. Magnússon hefur vakið athygli fyrir skrif sín um bækur, reyndar eru skoðanir manna skiptar um þau skrif, en það sannar aðeins að eitthvað er í þau spunnið. Mér finnst Sigurð- ur hafa tapað á þessari bók, álit hans sem gagnrýnanda hlýtur að minnka, þegar hann sýnir slíkt agaleysi við sjálfan sig og þar kemur fram. Menn bjuggust við einhverju frá Sigurði, sumir töl- uðu um að hér kæmi bók sem sýndi úngum mönnum hvernig ætti að yrkja, réttlætíng á ýmsu því sem hann hefði sagt um þá. En annað kemur í ljós. Bókinni er skipt í þrjá kafla. Sem dæmi um fyrsta kafla má taka ljóðið Örvun: Sé hjarta þitt heitt og hugur þinn ferskur þá hræðstu ekki hót þó heimur þér storki en kveddu það kaldur sem kom þér í huga og berðu boðin sem býður þér hjartað. , Kulnaðar glæður kuldann ei lina Staðnir brunnar stilla ekki þorstann ‘ Ég hélt að svona væru menn hættir að yrkja fyrir laungu, Davíð gamli væri búinn að tryggja sér einkaleyfi fyrir slíku. Meyja — Missir heitir annað kvæði í þessum kafla, það er eins og Örvun þurrausinn brunnur, sem einginn notar leingur til annars en að pissa í, þetta kjaft- æði urn hina einu sem menn fá aldrei að njóta, og um allar hinar sem þessvegna eru einskis virði, við vitum þetta, það er búið að segja okkur þetta svo oft. En ekki tekst höfundi betur upp þegar hann vill verða frum- legur, Andinn sem hvarf er lýs- íng á því er hann skundar bakvið klett á síðustu stundu og gefur 4 FORSPIL

x

Forspil

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forspil
https://timarit.is/publication/1203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.