RM Böðvar Guðlaugsson: Tvö kvæði EINS OG HANN PABBI... Héðan hóf faðir minn heimanför mikla. — Nú þræði ég slóðina og þúfnakolla stikla. Vandlega föður míns fótspor ég þræði. — Hér hefur faðir minn hvílt sig í næði. Ég glotti kalt til ykkar, sem úrleiðis flýið. — Varla hefur faðir minn vixlsporin stigið! Meira og meira líður á langferðina mína. — Hérna reisti faðir minn höllina sína. (Reyndar var nú höllin úr rekavið og torfi, og húsbóndinn rak búskap með hrífu og orfi). Vel hefur mér miðað; — á morgun tyrfi ég þakið. Svo Bákvæmt hef ég fótsporin hans föður míns rakið. £n hjá því getur ei farið, að fótspor pabba hverfi. — Og hérna drukku grannarnir gamla mannsins erfi. Nú er ég farinn að þreytast á þessu ógnar labbi. — Ég lenti sem sé í ógöngum eins og hann pabbi. 1 SJÚKRAHÚSI. Utan við glugg og gler er glaumur og hávær kæti. Heilbrigða fólkið fer fagnandi um torg og stræti. Inn í hálfrökkrið hér .háværar raddir berast; augu vor spyrja: Er eitthvað markvert að gerast? Hins vegar höfum vér héðan þá frétt að segja: Innan við gluggann er ungur maður að deyja. örlög, sem enginn flýr, og enginn máttur fær þokað. — Þreytir oss götunnar gnýr, hví er glugganum ekki lokað? ^_^-^~ 79