Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 48

Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 48
UMSAGNIR Að skilgreina tættan heim Á undanförnum árum hefur hópur ungra skálda, gjarna kenndur við þá góðu konu Medúsu, kvatt sér hljóðs á dálitið sérkennilegan hátt. Bækur sinar gefur hann út í fjölritum, oft myndskreyttum (prentaðar útgáfur eru þó lika til) og gjarna i einkasölu höfunda. Sjálf aðferðin er væntanlega liður í að lýsa skoðun á markaðslög- málum og sölumennsku kringum hina borgaralegu eða hefð- bundnu list, um leið og skáldunum tekst með þessu móti að sýna áhugaleysi sitt á hvunndagslegri velgengni — og væntanlega að standa dálitið sjálfstæð og óháð (a.m.k. í eigin augum). Sjálf vilja skáldin gjarna láta tengja nafn sitt við súrrealisma, ofurraunsæi, og líta á hina fornu súrrealista sem glæstar fyrir- myndir. Um þetta má talsvert deila. í fyrsta lagi var súrrealismi Bretons og félaga aldrei eins mótuð stefna og stefnuskrá þeirra lét í veðri vaka. í öðru lagi var hún væntanlega tengd nokkuð órjúf- andi böndum við þann veruleika sem við blasti í borgarlegri Evrópu kringum fyrri heimsstyrjöldina. Þrátt fyrir margar blikur á lofti á okkar dögum er samanburður þarna býsna fjarstæður. En hvað sem um þetta er að segja þá er svo komið að ekki verð- ur með nokkru móti horft framhjá Ijóðlist Medúsu-manna þegar rætt er um íslenska nútímaljóðlist. Að minnsta kosti verður ekki gengið framhjá Ijóðskáldi eins og Sjón, sem nýlega hefur sent frá sér Ijóðakverfið Oh! (isn’t it wild) (Medúsa 1985). Reyndar getur vel verið að einhver kysi að tala heldur um prósatexta eða smá- sögur i þessu efni. Við fyrsta lestur er Oh! sundurlausar frásagnir af draumlifi, gerðu eftir hálffreudískri uppskrift og skiptast á opinskáir kynóra- draumar og dulbúnir. Bæði stíll og myndir eru í anda draumsins: Það byrjar með zebrahryssu. Ég horfi á hana. Ég er nýkom- inn heim. i herberginu. Z. Hún er stúlkan min. Ég er eins ná- lægt henni og ég get. Svartar rendur fyrir báðum augum. Linsurnar... 46

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.