Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 40

Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 40
Ástráður Eysteinsson: Brotgjörn augu Skyggnst um í ljóðvistarverum Gyrðis Elíassonar I fyrstu ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvítum axla- böndum (Sauðárkrókur, 1983), segir á einum stað að póst- kassinn sé tómur: "ljóðskáldinu berst aldrei bréf" (bls. 29). Ljóðið heitir "dagur verkalýðsins" og þessa fjarlægð 1 jóðskáldsins frá dæguramstri birtir Gyrðir iðulega í kvala- fullri innilokun, einveru og kyrrstöðu. En einveran er ekki einhlít, því hún er einnig uppspretta þeirra ævintýra sem gert hafa þátttökuleysi lesandans býsna ólíklegt í þeim fimm ljóðabókum sem Gyrðir hefur látið frá sér fara (les- andanum hafa borist ljóð). 1 skírskotun sinni til bókar- titils Marquez hnýtir Gyrðir annarri vísun: ljómælandinn einangraði er nefnilega samt sem áður "skiptinemi í undra- landi". Ymis ummerki dvalar í furðuheimum mátti sjá í næstu bókum Gyrðis, Tvíbreiðu (svig)rúmi og einskonar höfuð/lausn (Mál og menning, 1984 og 1985) og á tveimur nýjustu bókunum, sem Gyrðis hefur gefið út sjálfur, má sjá þetta undraland þróast í næstum goðsögulega veröld sem yfir ríkir ákveðin skáldvitund, sérstök og auðkennileg en jafnframt fjölbreytileg og frjó. Eg mun hér einkum skyggnast um salarkynni þessara nýju verka, ljóðabókar- innar Bakvið maríuglerið (1985; 59 ljóð á ótölusettum blað- síðum) og ljóðabálksins Blindfugl/svartflug (1986; 403 línur á ótölusettum síðum). Stefnumót við fjölmiðlafár Svo litið sé á nánasta aðdraganda þessara nýju bóka, sem eru svo innbyrðis tengdar að vel lætur að skoða þær saman, þá sýnist mér að það hafi verið tvennt sem mest einkenndi einskonar höfuð/lausn: djarfar tilraunir með ytra form og útlit ljóðanna og markviss úrvinnsla skáldsins á þeim vit- undar- og auglýsingaiðnaði sem setur æ meira mark á 38 LJOÐORMUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.