Ljóðormur - 01.06.1990, Blaðsíða 8

Ljóðormur - 01.06.1990, Blaðsíða 8
6 KatúUus Katúllus Hatri er ég haldinn og ást. Hvað veldur því veit ég samt ekki. Eitt veit ég aðeins og finn: endalaust kvelur það mig Þessar línur rómverska skáldsins Gaiusar Valeríusar KatúUusar gætu verið einhvers konar yfirskrift að arvi hans og skáldskap, og þón orðin tvö sem hann nefnir þar í upphafi, hatur og ást, myndi í okkar huga sterka andstæðu, þá er býsna skammt á miUi þessara tilfinn- inga i skáldskap KatúUusar og aldrei að vita hvor verður ofan á hverju sinni, enda er þetta tvennt, eins og hann bendir á, ekki neitt sem honum er sjálfrátt um, heldur ryðst það fram úr hugardjúpum án J>ess að hann fái rönd við reist og veldur honum stöðugri kvöl. Og þcssar iínur sýna einnig það umbúðaieysi sem einkennir KatúU- us, ekkert er fjær honum en aö hyljast mauriidahjúpi orðskrúðs í kveðskap sínum, heldur ber hann á borð hugsanir sínar og tilfinn- ingar á svo nakinn, opinskáan og beinskeyttan hátt að það er líkast því sem hann standi við hlið okkar og tali við okkur í trúnaði. Ævitfmi Katúllusar, sem stóð frá 84-54 fyrir Krists burð, átti það sammerkt með okkar öld að vera tími nokkurrar ólgu og upplausn- ar í þjóðlífinu og rótleysis f lífi einstaklinga f Rómaborg. En Róm- verjar voru þá einmitt að festa sig f sessi sem herrar þessa heims og ná þrælataki á hinum sundurieitustu þjóðum, þannig að til borgar- innar streymdi auður og vamingur hvaðanæva að. Ein hinna undir- okuðu þjóöa voru Grikkir, sem fterðu sigurherrunum ekki aöeins veraldleg verðmæti heldur öðru firemur þær afúrðir andans sem spruttu af þjónustu við menntagyðjumar, og Rómverjar báru gæfú til að feta f fótspor þeirra á þvf sviði, er fram liðu stundir. Rómversk skáldlist er því arftaki hinnar grísku, og þótt hún kunni því oft aö orka sem tillærö og ekki sprottin beint upp úr frjóum jarðvegi þjóölífsins sjáifs aö sama skapi og hin grfska, ná þó einstaka skáld f Róm að gera hin viðteknu grísku skáldskaparform aö farvegi fyrir sfnar eigin persónulegustu tilfinningar og innstu hugrenningar, og einn hinna fremstu í þeim hópi er Gaius Valeríus Katúllus, þótt hann næði þvf aöeins að verða þrítugur að aldri. Reyndar var hann ekki Rómverji í þrengri merkingu, heldur feedd- ur í Verónu eða Verónsborg á Norður-Ítalíu, sem Rómverjar nefndu GaUíu nær. Hann mun hafa verið kominn af mektarfólki, eins og marka má af því að hinn mUdi Júlíus Sesar á að hafa gist hjá föður hans á feröum sfnum norður á bóginn, þegar sýna þurfti GöUum og Germönum í tvo heimana. Þegar Katúllus kemur til Rómaborgar um tvítugt, heldur hann sig ríkmannlcga og kemst fljótt inn ( hringiöu samkvæmislífsins, sem einkenndist af talsverðri lausung. Afdrifaríkast fyrir bæði líf hans og skáldskap þar verða kynni hans og ástarsamband við gifta konu sem var firæg jafht fyrir fríðleiks sakir sem léttúðugs lífemis og lét sér ekki nægja að hafa Katúllus einan sem fiiðU heldur hafði fleiri f tak- inu, skáldinu aö vonum tU ærinnar skapraunar. KatúUus felur þessa konu í kvæöum sfnum undir nafniu Lesbía, en þá nafngift ber vita- skuld ekki að tengja nútfmalegri merldngu þess orðs heldur má rekja hana tU dálætis hans á kvæðum Sapfóar skáldkonu hinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.