Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.02.1991, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 14.02.1991, Blaðsíða 15
íþróttir KARFA Njarðvíking- ar sterkari „Það gekk upp sem þjálf- arinn Iagði fyrir. Þetta var slagur tveggja sterkustu lið- anna í deildinni. Við náðuni að sýna hversu við eruni megnugir í þetta skipti“. sagði bakvörðurinn Ijón- grimmi, Friðrik Ragnarsson, eftir að lið hans, UMFN. sigraði IBK í hörkuleik toppbaráttu Ún'alsdeild- arinnar. leikurinn fór fram í Njarðvík og endaði með 96 stigum heimamanna gegn 87. í fyrri hálfleik höfðu Keflvíkingar frumkvæðið en Njarðvíkingar voru þó aldrei langt uttdan. Mikill hraði var hjá báðum liðuni og rnikið um glæsileg tilþrif. Teitur Örlygsson var nánast óstöðvandi hjá UMFN, hitti vel og skoraði grimmt. Sigurður Ingimundarson átti líka frábæran leik fyrir ÍBK og hefur þetta líklega verið lians besti leikur fyrir liðið. í leikhléi var staðan 47-42 ÍBK í vil. Eftir hálf- leikinn komu Njarðvíkingar sterkari til leiks og spiluðu sterka vöm. Til marks unt það, má nefna að Kefl- víkingar náðu ekki að skora eitt einasta stig fyrstu 5 mínútur síðari hálfleiks. „Þessi slæmi kafli í síðari hálfleik gerði útslagið. I jöfnunt leikjum sem þessum má ekkert útaf bera", sagði Falur Harðarson í samtali við blaðamann. Falur átti einnig góðan leik fyrir IBK. Sigur Njarðvíkinga var sanngjam og verður erfxtt að stöðva þá næstu leikjum ef þeir leika eins vel og gegn IBK. Auk Teits var Ronday Robinson rnjög góður sem pg Friðrik Ragnarsson og Isak Tómasson sem alltaf skilar sínu. NESJA- MANNA • Guðmundur Ðraga- son fór á kostum. • Landsúrvalið með Franc Booker hafði ekkert að segja gegn Suðurnesjamönnum... Gunnar Örlygsson sigraði í 3ja stiga skotkeppninni. Hér fagnar Friðrik Rúnarsson. þjálfari Njarðvíkinga, honunt á við- eigandi hátt. A milli þeirra má sjá Daníel Krebbs. Ljósm. pket Árni Árnason, forstjóri Austurbakka, afhendir Ron- day Robinson verðlaun. Hér til hliðar sést Franc Booker sem lék með land- sliðsúrvalinu, íklæddur bún- ing Kellvíkinga. Uuðumesjamenn unnu sig- ur í öllum greinum í stjömuleik í körfuknattleik sem fram fór í Grindavík sl. sunnu- dag. I troðkeppni fór heima- maðurinn Guðmundur Braga- son á kostum og sigraði örugglega. Gunnar Örlygsson kom hins vegar, sá og sigraði í þriggja stiga skotkeppni. Gunnar hafði betur í viðureign við Val Ingimundarson, sem til margra ára hefur verið talin ein besta langskytta á íslandi. Stjörnuleikurinn sjálfur var svo eign Suðurnesjaliðanna frá upphafi. Landsúrvalinu, með Franc Booker innanborðs, sem er einn besti körfuknatt- leiksmaður sem spilað hefur hér á landi, gekk lítið gegn hröðum leik heitnamanna. Eins og oft áður ríkti Ronday Robinson sem kóngur undir báðum körfunum, hirti nánast hvert einasta frákast og auk þess drjúgur viða að skora. Fyrir vikið var hann kjörinn maður leiksins og hlaut að launum 20 þúsund króna fata- úttekt. Sömu verðlaun hlutu þeir Guðmundur Bragason og Gunnar Örlygsson. Það sem aðallega skyggði á skemmtilegan leik var hinn mikli tími sem í hann fór. Það að sitja á hörðum trébekk í þrjá tíma getur verið býsna ó- þægilegt. Góð aðsókn í golfskólann iðbrögð hafa verið mjög góð og aðsóknin ágæt“ sagði Philip Hunter, golfkennari hjá Golfklúbbi Suðurnesja sem opnaði fyrir skömmu golfskóla í gamla Rammahúsinu í Njarðvík á 2.hæð. Mjög góð aðstaða er í golfskólanum til æfinga. Slegið er í básum sem eru átta talsins á staðnum. Einnig er hægt að pútta og „vippa“ og þá eru til sölu golfvörur, kylfur. pokar, kúlur og fleira. Golfskólinn er opinn alla daga, frá kl.16 til 22 mánudaga til fimmtudaga og til kl.20 á föstudögum. Laugardaga og sunnudaga er opið kl. 11 til 16. Philip Hunter, golfkennari aðstoðar Ontar Ingvarsson kylfing með að finna réttu sveifluna. Ijósm.pket. 15 Víkurfréttir 14. febrúar 1991 TENNIS Verður stofn- uð tennisdeild í Njarðvík? Á aðalfundi Ung- mennafélags Njarðvíkur sem haldinn var á laug- ardaginn kom fram tillaga frá einum fundannanna um að stofnuð verði tenn- isdeild innan UMFN. Stefán Bjarkason, íþróttafulltrúi Njarðvíkur, upplýsti að þegar mal- bikun á bílastæðum við fé- lagsheintilið Stapa verður lokið, en það verður að öllurn líkindum sumarið 1992, þá er gert ráð fyrir að þar séu tveir tennisvellir. Féll tillagan í góðan jarðveg á fundinum og var falin stjórn til athugunar. HANDBOLTI Sameinast Keflavík og Njarðvík í eitt félag? Upp hafa komið hug- myndir utn sameiningu handknattleiksdeildar UMFN og handknatt- leiksráðs ÍBK og að þessi tvö félög tefli fram sam- eiginlegu keppnisliði í fs- landsmótinu. Kom þetta fram á aðal- fundi UMFN sem haldinn var um helgina. Hið nýja keppnislið, ef af verður, mun hvorki spila undir merki ÍBK né íþrótta- bandalags Suðurnesja, hel- dur verður sótt um sérstaka undanþágu fyrir liðið. Hefur erindi um þetta verið tekið fyrir innan stjórnar ÍSÍ. Meistaramóti Bridsfélags Suðurnesja í tvímenningi lauk sl. mánudag. Bræðurnir Óskar og Kolbeinn Pálssynir tryggðu sér sigurinn í síðustu um- ferðinni með „glæsiskori", 33 stigum, og á sama tíma fékk parið sem leitt liafði keppnina fram að þessu. Eysteinn og Pét- ur -21. Endanleg staða 10 efstu para varð þessi. 1. Óskar-Kolbeinn 116 2. Gísli-Logi 109 3. Eysteinn-Pétur 98 4. Arnór-Þórður 91 5. Kjartan-Gunnar 80 6. Bjórn-Sigurhans 72 7. Birgir Gísli F 43 8. Sigurður-Jóhann 42 9. Grethe-Sigríður 21 lO.Sigurður-Ingitnar 6 Næsta mánudag verður spil- aður eins kvölds tvímenningur eða hraðsveitarkeppni. Mánu- daginn 25. febrúar hefst síðan Meistaramót félagsins t' sveit- arkeppni. en í keppninni verða spilaðir 16 spilaleikir, allir við alla. Stjóm félagsins getur að- stoðað nýja spilara við að mynda sveitir. Spilamennska hefst stundvíslega kl 20:00 og eru áhorfendur velkomnir. Spilað er í Golfskálanum í Leini.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.