Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 10
10 Fréttir YÍkurfréttir 28. nóv. 1991 Yamaha orgel til sölu Til sölu Yamaha D-85 orgel. Upplýsingar í síma 11767 á kvöldin. StexÁa&U (zuylcpiitiyar wttHM <z Su&cwœ&ýctvK AUGLYSING frá Sálarrann- sóknarfélagi Suöurnesja Þórhallur Guömundsson veröur meö einkamiðilsfundi í húsi félagsins, Túngötu 22 í Keflavík, sem hér segir: Dagana 9., 10., 11., 13. og 14. desember. Um er aö ræöa aðeins 35 fundi fyrir núverandi félaga eingöngu. Miðasala fer fram í húsi félagsins, laug- ardaginn 30. nóvember frá klukkan 13.00 til 15.00. Tímapantanir veröa ekki teknar í gegnum síma og nýir félagar veröa ekki innritaöir þennan dag. Vegna þeirra fáu tíma sem í boöi eru, eru félagar vinsamlega beönir aö íhuga og meta vel þörf sína fyrir fundi. Viröingarfyllst Stjórnin • Grindavíkurskipið Víkurberg með Míranda í togi út af Grindavík. Ljósm.: hbb. Engar bætur fyrir millióna tjón? -vegna skipskaða út af Sandgerði Björgunaraðilar sem áttu tæki um borð í norska skipinu Miranda sem sökk í Miðnessjó í janúar s.l. hafa frá þeim tíma setið uppi með tjónið á tækjunum án bóta. Þá hafa þeir heldur ekki fengið greitt neitt vinnutap. Var Miranda á leið út úr Grindavík er það tók niðri og sjór fór að flæða inn í skipið. Óskaði skipstjóri þess þá eftir aðstoð björgunaraðila, auk þess sem Grindavíkurbátarnir Víkurberg og Há- berg mættu á staðinn. Var ákveðið að freista þess að draga skipið í slipp, jafnframt því sem reynt var að dæla úr því. Urðu björgunaraðilar síðan að yfirgefa skipið út af Hafnarbergi, þar sent það valt sköntmu síðar. Rak það síðan yfir í Mið- nessjó og sökk þar. Málið er nú komið í hendur lögfræðinga, en eigendur skipsins hafa látið hafa eftir sér að þar sem ekki tókst að bjarga skipinu fáist ekki bætur og því hafi áhættan verið björgunaraðilanna. Mesta eignartjón Suðurnesjaaðila var hjá Brunavörnum Suðurnesja um ein milljón. BS tapaði dælu ásamt tilheyrandi útbúnaði. Þá tapaði Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík o.fl. aðilar tækjum við björgunartilraun skipsins sem unnin var eftir ósk skipstjóra þess, eins og fyrr segir. Vegna þessa er vitað til að björgunaraðilar á landsbyggðinni fylgjast með málinu, enda getur það haft fordæmisgildi s.s. urn það hvort ekki eigi að senda skipum í neyð tl Frásögn Víkurfrétta 31. janúar sl. af skipækjaaðstoð nema fullnægjandi tryggingar liggi fyrir. • Frásögn Víkurfrétta 31. janúar sl. af skip- skaðunum. REYKJANESBRAUT: Þrír slösuðust er ekið var aftan á vörubíl Bílstjóri og tveir farþegar úr litlum fólksbíl af Volvo-gerð voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir að jteir óku aft- an á vörubíl á Reykjanesbraut á föstudag. Voru far|regarnir nokkuð mikið slasaðir en bíl- stjórinn slapp betur. Enginn þeirra var þó í lífshættu. Voru mennimir á leið suð- ureftir og óku aftan á vöru- bifreið sem var kyrrstæð og beið ökumaður hennar eftir tækifæri til að taka vinstri beygju inn á Grindavíkurveg. Við höggið mun farþegi í aft- ursæti bifreiðarinnar hafa kast- ast út um framrúðu bílsins. Er fólksbifreiðin trúlega ónýt eftir áreksturinn og varð að fjarlægja hana af vettvangi með • Frá slvsstaðnum á Reykjanesbraut á föstudag. Ljósm.: hbb. kranabíl.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.