Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 16
16 Víkurfréttir 28. nóv. 1991 Til hamingju Fréttir Hræringar í fiskiskipaflotanum Jæja Þórdís okkar, nú ertu loks- ins orðin lögr... þann 29. nóv. og því ein af okkur. Vonandi berðu það með sóma og sýnir hvað í þér býr. The sex team Sigga, Vilii, Helga, Siggi, Maggý og Dórý. María Guidice, Kirkjuteig 11, er fertug í dag, ( 28. nóv.) hún er að heiman. Maja mín til hamingju með daginn. Foreldrar og systkini, vinir og vandamcnn. Nokkrar breytingar hafa orð- ið að undanfömu á fiski- skipaflota Suðurnesjamanna. Bátar hafa verið seldir burt, aðrir keyptir eða skipt um nafn á bátum sem áður hafa nýlega verið keyptir. Útgerðarfélagið Skagaröst hf., Keflavík hefur fest kaup á 30 tonna eikarbáti, Völu ÓF 2, frá Ólafsfirði. Um er að ræða bát smíðaðan á Skagaströnd 1975. Hefur bát- urinn verið gerður út frá Suð- urnesjum frá árinu 1984. Þar af til síðustu áramóla, sem Sigþór GK 43, frá Grindavík. Þó hann hafi þá verið seldur til Ó- lafsfjarðar, var hann áfram gerður út hér syðra, m.a. leigð- ur Eldey hf. Öxl hf. Grindavík hefur selt bát sinn Sigrúnu GK 380 út fyrir svæðið. Sigrún er 51 tonna eikarbátur smíðaður fyrir Keflavíkinga í Stykkishólmi 1971 og bar nafnið Sæþór KE 70, þar til hann var seldur til Grindavíkur. Þá hafa þeir Isnesbræður gefið Jónínu IS, sem þeir keyptu á dögunum nýtt nafn, Jóhannes Ivar KE 85. Sá bátur var smíðaður fyrir Vogamenn í Danmörku 1963 og mælist 75 tonn. Var hann gerður út lengi vel sem Agúst Guðmundsson II GK 94, frá Vogum og síðar sem Sigurjón GK 49, frá Sandgerði, áður en hann var seldur út af svæðinu, en er nú kominn aft- ur. lnnan tíðar er Eldeyjarboði síðan væntanlegur heim frá Noregi eftir miklar end- urbætur. r ---. Jóhannes Ivar KE 85 í Sandgerðishöfn um síðustu helgi. Ljósm.: epj. Ráðherrarnir í Keflavík: Sjávarútvegs- ráðherra ræði við smábáta- eigendur Þrír fulltrúar frá Smá- bátafélagi Reykjaness áttu fund með þeim Davíð Oddssyni, for- sætisráðherra og Jóni Sig- urðssyni, iðnaðarráðherra, í lok atvinnumálafundarins á Flug hóteli á laugardag. Var ráð- herrunum kynntur málstaður smábátaeigenda að sögn eins þeirra Kristins S. Gunn- arssonar. Hafa smábátaeigendur farið þess á leit að krókaleyfi smá- báta verði varanlega fest í sessi, í stað þess að fella þau úr gildi sem um leið stefni at- vinnuöryggi þeirra í voða. Lof- uðu ráðherramir að sjáv- arútvegsráðherra myndi kalla á sinn fund fulltrúa frá Lands- sambandi smábátaeigenda og ræða málið um hvað gera mætti í þeirri stöðu sem nú er. M0AUGLYSINGAR AUGLYSINGA- SÍMINN ER /47/7 FÉLAG ELDRI BORGARA Á SUÐURNESJUM Sundleikfimi alla laugardaga kl. 10.30 í Sund- höll Keflavíkur. íþróttanefndin (ím Iðnaðarmannafélag Suðurnesja: AÐALFUNDUR I.S. veröur haldinn mánudaginn 2. des. kl. 20.30 í sal Meistarafélags byggingarmanna, Hólmgaröi. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf 2. Reikningar félagsins 3. Tillaga um ráöstöfun fjár 4. Kosning stjórnar 5. Önnur mál Kaffiveitingar Stjórnin Systra- og bræðrafélag Keflavíkurkirkju heldur sinn árlega laufabrauös- og kökubasar í Kirkjulundi, sunnu- daginn 1. des. Húsiö verður opnaö kl. 15.15. Stjórnin o NJARÐVIK ibúaskrá !des. Þeir sem hafa flutt lögheimili sitt á árinu eöa munu flytja fyrir 1. des. nk. og eiga eftir að tilkynna þaö snúi sér aö bæjarskrifstofu sem allra fyrst. Látiö vita um flutning í síðasta lagi 15. des nk. Njarðvíkurbær - Manntal Verið tímanlega með auglýsingar í jóiamánuðinum. A/iiluirfréttir Hákarl og harðfiskur Nú er Þorrinn í nánd. Glænýr haröfiskur, ýsa, steinbítur og þorskur, hjallþurrkaður eftir 1000 ára aöferöum Víkinganna frá annesjum til ísafjarðardjúps. Hákarl frá Hnífsdal, - sá besti á landinu. Heimsendingarþjónusta. Upplýsingar í símum 15088 á kvöldin. NFs Neytendafélag Suðurnesja AÐALFUNDUR Aöalfundur Neytendafélags Suö- urnesja veröur haldinn nk. mánu- dag, 2. des. í sal íðnsveina- félagsins, Tjarnargötu 7 og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Almenn aöalfundarstörf 2. Önnur mál. Félagar fjölmenniö! Stjórnin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.