Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 19
19 íþróttir Víkurfréttir 14. nóv. 1991 Krebs ték Pétur í nefið ■ og Grindvíkingar fóru létt meö Tindastól, 115:82 Grindvíkingar létu hörm- dagskvöld ekki hafa áhrif á ungar sjóslyssins á föstu körfuboltann hjá sér. Eftir að • Dan Krebs átti frábæran leik gegn UMFT og skoraði 38 stig. Ljósm.: mad. hafa vottað aðstandendum samúð sína, með því að rísa úr sætum, tóku þeir stjömum prýtt lið Tindastóls í kennslustund. UMFG hafði yfirburði í leikn- um, og hafði náð 17 stiga for- ystu þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 50:33. Dan Krebs átti stórleik hjá Grindavík, og skyggði á risann Pétur Guðmundsson, sem var nýkominn heim og lék með Tindastóli. Valur Ingi- mundarson lét mótlætið fara í taugarnar á sér og var rekinn út úr húsinu fyrir að berja á einum leikmanni UMFG með oln- boganum. Grindvíkingar heldu sfnu striki í síðari hálfleik og bættu við forskot sitt. í Iokin fengu varamennimir að spreyta sig, og náðu þeir að halda forskotinu í 33 stigum. Lokatölumar urðu 115:82. Dan Krebs skoraði 38 stig í leiknum. Guðmundur Braga 22, Marel Guðlaugs 19, RúnarArna 10, Bergur Hinriks 9, Pálmar Sigurðs 8, Atli Áma 4, Hjálmar Hallgríms 3, og Ingi Karl Ing- ólfsson 2. Karfa/1. d. kvenna: Góður sigur UMFG - gegn íslands- meisturunum Grindavíkurstúlkumar halda áfram að koma á óvart í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Um helgina lögðu þær sjálfa Is- landsmeistara Í.S. af velli í Grindavík með 58 stigum gegn 41. Stúdínur hafa ekki verið svipur hjá sjón það sem af er mótsins, en Grindavíkurstúlkur hafa leikið vel. Sigur UMFG var öruggur allan tímann og baráttan góð hjá liðinu. Stigahæst varð Anna Dís Sveinbjömsdóttir með 15 stig, Stefanía Jónsdóttir skoraði 10, Svanhildur Káradóttir 9 en aðr- ar minna. Skíðafélagið endurvakið Mikill áhugi er nú fyrir því að endurvekja Skíðafélag Suð- urnesja, en síðasti aðalfundur þess var haldinn á árinu 1988. Hafa áhugaaðilar ákveðið að halda aðalfund kl. 20.30 þ. 5. desember í Holtaskóla. Helstu markmiðin með end- urvakningu félagsins er bygging nýs skíðaskála í Bláfjöllum fyrir Suðurnesjamenn. Verða þau mál rædd á t'undinum. Njarðvíkingar sigruðu Val - þrátt fyrir manneklu Njarðvíkingar sigruðu Vals- menn unt helgina í Japis- deildinni, þrátt fyrir að stórt skarð væri hoggið í leikmanna hóp þeirra fyrir leikinn. Njarðvíkingar sigruðu 88:81. og voru yfir nær allan tímann. Valsmenn náðu að vísu að jafna og komast einu stigi yfir undir lok leiksins, en Njarðvíkingar keyrðu þá upp hraðann og bundu endahnút á leikinn. UMFN lék án fyrirliða síns, Hreiðars Hreiðarssonar, sem lenti í bílslysi sl. föstudag, og varð að gangast undir uppskurð. Þá lék Friðrik Ragnarsson ekki nteð, þar sem hann var putta- brotinn. Teitur skoraði mest fyrir Njarðvík, 19 stig. Kristinn Ein- ars gerði 16, en gat ekki leikið allan leikinn, Ronday gerði líka 16, Jóhannes og ísak gerðu 14, Agnar Olsen gerði 6, allt ntik- ilvæg stig í lok leiksins, og Ástþór gerði 3. létt gegn Skallagrími - ÍBK sigraöi meö 42 stigum Hann fór eins og flestir áttu von á leikur IBK og Skallagríms í Japisdeildinni á sunnudagskvöldið. Heimamenn hreinlega rúlluðu yftr Borgnesingana og gerðu úti um leikinn í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 65:27, svo augljóst var að meira en kraftaverk þurfti til að bjarga ..Sköllunum". I síðari hálfleik slökuðu heima- mcnn verulega á pressunni sem þeir höfðu óspart beitt í leiknum. Fyrir vikið gekk Skallagrími betur að skora og geta þeir verið ánægðir mcð leik sinn í síðari hálfleik. sem lyktaði 57:53, fyrir Keflavík. Loka- tölurnar urðu því 122:80. Yfirburðir ÍBK voru of miklir í leiknum til að meta eitistaka leik- menn, en Jonathan Bow skoraði mest, 36 stig. Jón Kr. skoraði 17, Sigurðurog Hjörtur 14, Nökkvi 12, Albert 10. Kristinn 7, Brynjar 6, Júlíus 4. og Böðvar 2. Vítanýtingin var 11/15, eða 73.3%. ÍBK mætir KR og Njarövík næstu daga: „Tveir alvöru leikir í röð" - segir Jón Kr. þjálfari Keflvíkingar eiga erfíða leiki í Japisdeildinni í kvöld og á laugardaginn. í kvöld mæta þeir KR-ingum á Seltjamamesi, og á laugardaginn mæta þeir Njarðvíkingum í Njarðvík, og verður sá leikur í beinni út- sendingu hjá Bjarna Fel. En hvemig leggjast þessir leikir í Jón Kr. Gíslason, þjálf- ara ÍBK? „Þetta verða tveir alvöru leikir í röð. Við leikum gegn tveimur efstu liðunum í A- riðlinum og þau eru jafnframt síðustu andstæðingamir sem við mætum í fyrstu umferðinni. Það má eiginlega segja að núna loksins eigum við erfiða leiki fyrir höndum. Grindavíkur- leikurinn er í raun sá eini sem eitthvað hefur reynt á það sem af er, en var þó alltaf í öruggum höndum.“ -Nú leikur John Baer ekki með KR, en þeir hafa fengið annan liðstyrk- „Já það er rétt. Olafur Gott- skálksson er farinn að leika með þeim. svo ætli það megi ekki segja að úrslit leiksins í kvöld ráðist á því hvemig Kefl- víkingarnir í KR standa sig.“ -Hvaö með leikinn gegn Njarðvík? „Það verður örugglega erf- iður leikur, en annars erum við ekkert farnir að hugsa um hann ennþá. Við tökum einn leik í einu og snúunt okkur ekkert að Njarðvíkurleiknum fyrr en við erum búnir með leikinn í kvöld. Við stefnuin þó að sjálfsögðu að því að halda okkar striki og okkar fulla húsi stiga.“ sagði Jón Kr. Karfa/1.deild kvenna: ÍBK heldur sínu striki Kellavíkurstúlkumar halda sínu striki í fyrstu deildinni í körfunni, ekkert síður en karl- arnir. Þær unnu einnig sinn sjö- unda sigur í röð á sunnudaginn, þegar þær lögðu ÍR. 75:65, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 38:26. IBK náði öruggri forystu þegar í byrjun, og komust stelpumar í 21:6. Svipuð staða kom upp í síðari hálfleik, en þá komst ÍBK í 62:43. Það voru þrjár stúlkur sem sáu að mestu um að skora stigin fyrir ÍBK. Olga Færseth gerði 24, Anna María Sveins 20 og Björg Hafsteins 16. Anna María virðist óðum vera að ná sér af hnémeiðslunum. Restina af stigunum skoruðu þær Krisín Blöndal 8, Guðlaug Sveins 5 og Elínborg Herberts 2.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.