Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.1992, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 24.04.1992, Blaðsíða 19
Körfuboltahátíð í Njarðvík Það verður sannkölluð körfu- boltahátíð í Njarðvík nk. laugardag. Þá eigast við lið bikarmeistara Njarðvfkur og landsliðsins. Einnig verður troðslu-, þriggja stiga- og vítakeppni. Undankeppni í þeim hefst kl. 14.00 en áætlað er að leik- urinn hefjist um kl. 15.00.1 hálfleik verða úrslit í troðslu-, þriggja stiga- og vítakeppninni. Sigurvegarar í þeim fá ferð til Bahamaeyja og þátttökurétt í alþjóðlegu móti. Teit- ur Örlygsson hefur þegar tryggt sér sæti þar sem hann hlaut fyrir að vera kjörinn leikmaður ársins 1992. Um kvöldið heldur UMFN lokahóf sitt í félagsheimilinu í Innri- Njarðvík. Flestir Bandaríkjamannanna eru famir af landi brott og mun Ronday Robinson ekki leika með UMFN. Hann mun leika með John Rhodes úr Haukum og Franc Booker í liði sumardeild í Mexico. Keila: ÚRSUT Á PASKAMOTI A-llokkur: 1. Friðrík Ólafsson..........555 (151-215-189) 2. Elmar Ingibergsson........513 (143-168-202) 3. Gunnlaugur Hafsteinsson...489 (176-164-158) B-flokkur: 1. Ólafur Kristjánsson......517 (170-158-189) 2. Ómar Amason..............501 (142-143-216) 3. Jón Gunnarsson............480 (143-158-179) Staðan á LIÐAMÓTl Eftirfarandi er staðan á liðamóti eftir 20 leiki. Sveitin..................... 38 Lávarðamir.................. 28 Sérsveitin.................. 28 Timburmen.................... 26 Ólamir....................... 20 Furstamir................... 16 Dvergamir.................... 2 Keilustrákar................. 2 Skíðaáhugamenn á Suðurnesjum: Fjölskyldudogur í Bláfjöllum Skíðafélag Suðumesja stendur fyrir fjölskyldudegi á skíðum n.k. laugardag, 25. apríl. Suðumesja- menn eru hvattir til að fjölmenna í Bláfjöllin, nánar tiltekið á Fram-svæðið. Haldið verður Skíðamót Suðurnesja. Keppt verður í þremur flokkum karla og kvenna. Mótið hefst kl. 13:00, en skráning í það hbfst kl. 10:00. Þátttökugjaldi hefur verið stillt mjög f hóf, svo sem flestir taki þátt sér til gamans. Fyrir böml5 ára og yngri er gjaldið kr. 300, en kr. 750 fyrir fullorðna. Vegleg verðlaun verða veitt í mótslok. Norðurlandamótið í júdó Sigurður annar í opnum flokki Sigurður Bergmann, júdókappi úr UMFG, varð annar í opnum flokki á Norðurlandamótinu í júdó. Mótið fór fram í Laugardalshöllinni um páskana. Sigurður glímdi til úr- slita gegn Bjama Friðrikssyni. Bjami, sem hefur verið höf- uðandstæðingur Sigurðar hér á landi í gegnum árin, hafði betur eftir jafna og spennandi glímu. Sigurður hlaut því silfrið, og er það frábær árangur. íslandsmet hjá Arnari Amar Freyr Ólafsson, sund- maður úr SFS, setti nýtt íslandsmet í 400 metra fjórsundi, 4.37,27 mín- útur. Metið setti Amar á alþjóðlegu sundmóti sem fram fór í Edinborg um páskana. Amar hafnaði í fjórða sæti í fjórsundinu, en auk þess náði hann 5. sæti í 400 metra skriðsundi. Eðvarð Þór Eðvarðsson varð annar í 50 metra baksundi, og fjórði í 200 metra baksundi. Magnús Már Ó- lafsson, lenti í 6. sæti í 100 metra skriðsundi. Mikið af sterkasta sundfólki Evrópu tók þátt í móti þessu. _________19 \ikurfréttir 24. apríl 1992 BESTUR - 4 Suöurnesja- menn í Nike-liöi karla og 2 í kvennaliöi Nike Teitur Örlygsson, körfuknatt- leiksmaðurinn snjalli úr Njarð- víkum, var valinn besti leikmaður Japisdeildarinnar á lokahófi KKI sem haldið var í síðustu viku. Ekki nóg með það, heldur var Friðrik Rúnarsson, þjálfari UMFN, kosinn besti þjálfarinn annað árið í röð. Sannarlega frábært fyrir Friðrik, því þetta var hans annað tímabil sem þjálfari meistaraflokks. Bandaríkjamaðurinn í liði UMFN, Rondey Robinson, var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn, annað árið í röð. Sannarlega frábært fyrir UMFN. Það eru leikmenn liðanna í Japisdeild sem kjósa, og fer kosningin alltaf fram áður en úr- slitakeppnin hefst. A lokahófinu var einnig valið Nike-lið karla og kvenna. Fjórir Suðurnesjamenn voru í karla- liðinu, Jón Kr. Gíslason, ÍBK, Teitur Örlygsson, UMFN, Guð- mundur Bragason, UMFG og Valur Ingimundarson, UMFT, sem er eins og allir vita fyrrverandi leikmaður UMFN. Auk þeirra fjórmenninganna var svo Tinda- stólsrisinn Pétur Guðmundsson í liðinu. í Nike-liði kvenna voru tvær keflvískar stúlkur, þær Björg • Teitur Örlygsson var kjörinn besti leikmaður Japis-deildar- Hafsteinsdóttir og Anna María innar og er vel að þeim titli kominn. Sveinsdóttir. GETRAUNALEIKUR SAMVINNUFERÐA OG VÍKURFRÉTTA Ingvar 20 Æsispennandi lokabarátta fer nú í hönd í getraunaleik Víkur- frétta og Samvinnuferða þegar tvær umferðir eru eftir. Þorsteinn Arnason, „ásinn", er efstur með 26 rétta að loknum þremur um- ferðum (10-8-8) en fast á hæla hans kemur Kjartan Másson með 25 rétta (9-8-8), Hallgrímur Guð- mundsson er ekki iangt undan með 23 rétta (7-9-7) en lestina rekur Ingvar Guðmundsson með 20 rétta (7-6-7). Sá tippari sem verður með flesta leiki rétta að lokinni síðustu umferðinni hlýtur eins og áður hefur komið fram, titilinn „Getraunaspekingur Vík- urfrétta" og hlýtur að launum Wembleyferð og miða á úrslita- leik ensku bikarkeppninnar milli Liverpool og Sunderland. Eins og í undanfömum um- ferðum eru fimm leikir úr sænsku deildarkeppninni en hitt leikir úr lokabaráttu 1. deildarinnar ensku. A laugardag verður bein útsend- ing í boði Samvinnuferða-Land- sýnar en það er leikur Chelsea og Arsenal á Stamford Bridge I Lundúnum. I H K Þ AIK-Malmö FF 1 X 1X2 1 IFK Göteborg-Djurgárden X 1 1 1 Norrköping-GAIS 12 1 1 1 T relleborg-Örebro 1 1X2 2 2 Öster-Frölund X 1 1 1 Chelsea-Arsenal 2 12 2 1X2 Crvstal Palace-Sheff. Wed. 1 2 12 X2 Liverpool-Man.Utd. X X2 1X2 1X2 Luton-Aston Villa 1X2 1 12 2 Norwich-Wimbledon 1 X 1 1 Notth. Forest-Q.P.R. 1X2 1X2 1 1 Southampton-Oldham 12 1 1 1 Tottenham-Everton 1 1 1 IX

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.