Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 50
Menning 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2015 Vulnicura er hin myrka hlið Vespertine, skuggahliðin – á eftir gleði og von, sem gegnsýrir Vespertine, koma vonbrigði og biturð, sárs- auki og reiði. Vulnicura er plata ársins, besta plata Bjarkar í mörg ár og með því besta sem hún hefur gert ef ekki það besta. Á In the Light of Air er tónverk sem Anna Þorvalds- dóttir samdi fyrir banda- rísku samtímatónlistarsveit- ina ICE. Þetta er draumkennt verk þar sem áferð hljóma er í lykilhlutverki, hugmyndir fléttast saman í samfelldan fíngerðan tónavef með þungri undiröldu, sefandi tónlist þrung- in spennu. Hljómsveitin asdfhg er reyndar ekki hljómsveit og nafnið var eiginlega hálfgert slys. Steingervingur er þó ekkert slys, heldur mjög frumleg og spennandi skífa, tónlistin stund- um varla nema þrusk, hvísl, brak og brestir – mjög efnileg sveit. Dulvitund er aukasjálf Akureyringsins Þóris Ósk- ars Björnssonar. Tónlistin á Lífsins þungu sporum er darkwave, hægfara pönkuð raftónlist með textum sem kafa í vonleysi og örvæntingu og snúa ekki úr því kafi ótilneyddir. Skemmtileg plata, ef nota má það orð um svo dramatíska tónlist. Flestir myndu eflaust flokka Einar Scheving sem djassara fyrst og fremst, en hann á fleiri liti á litaspjald- inu eins og hann hefur sannað í gegnum tíðina og sannar enn á skífunni Intervals. Víst er djass yfir og undir og allt um kring, en Ein- ar teygir formið í allar áttir. Hljómsveitin Fufanu er einkar skemmtileg og spennandi rokksveit á tón- leikum. Hljómsveitin sækir innblástur til níunda áratug- ar síðustu aldar en mat- reiðir allt á sinn einstaka og frumlega hátt eins og heyra má á breiðskífunni Few More Days To Go. Gunnar Jónsson Collider hefur gefið út skemmtilegar smáskífur á netinu, ef kalla má stafrænar útgáfur smá- skífur. EP-platan Ape- shedder sver sig í þá ætt; frábær bræðingur af dynjandi keyrslu, brotakenndum hljómum og sveimkenndum langlínum. Það hefði svosem ekki átt að koma á óvart að þeir Jón Ólafsson og Árni Grétar Futuregrapher gætu gert góða plötu þegar þeir legðu saman, en líklega hefur ein- hver hissað sig á því að þeir gætu gert plötu sem væri jafn tilraunakennd og heyra má á Eitt. Á Howl, sólóskífu Krist- ínar Önnu Valtýsdóttur, er tónverk en þó varla tónlist, frekar innsetning eða óhlut- bundið tónverk þar sem klifun, síendurteknar dáleið- andi strófur vekja óvenjuleg hughrif – „þetta á ég ekki eftir að hlusta á aftur“ hugsar maður, en samt er hún alltaf á fóninum. Hiphop er ekki bara hip- hop, til eru ótal afbrigði, stefnur og straumar. Á skíf- unni … is Whack fer Þórð- ur Ingi Jónsson, sem kallar sig með Lord Pusswhip, í ýmsar áttir. Hann fær ýmsa gesti á skífunni, sem gerir hana óneitanlega býsna fjöl- breytta, en bestur er hann einn.. Markús Bjarnason heldur úti hljómsveitinni Markús & The Diversion Sessions og gaf út skífuna The Truth the Love the Life. Á plöt- unni er fjölbreytt kæruleys- islegt rokk sem er þó ekki flutt af neinu kæruleysi – það er bara yfir plötunni andi tilgerðarleysis og einlægni. Á plötunni Söngvar elds og óreiðu með Misþyrm- ingu er ekki „bara“ svart- málmur: hér er keyrt af krafti, en líka slegið af þeg- ar við á, flóknar kaflaskipt- ingar notaðar til að skapa spennu og stíg- andi og svo rokkað út í eitt þegar við á. Frábær skemmtun. Mr. Silla, Sigurlaug Gísla- dóttir, hefur komið víða fram, en sendi loks frá sér sólóskífu á árinu og sú skífa er líka fyrirtak. Tónlistin á Mr. Silla er fjölbreytt og fjölskrúðug, textarnir snúnir og söngurinn innblásinn að vanda, allt frá lágværu hvísli í hástemmda raddfimleika. Nordic Affect-tónlistar- hópurinn hefur glímt við allskyns tónlist, gamla og nýja, og á disknum Clock- working eru sex glæný verk eftir fimm íslensk tón- skáld og þau eru öll afbragð, sérstaklega tit- ilverk plötunnar og svo verk eftir Önnu Þor- valdsdóttur. Framúrskarandi útgáfa. Því hefur verið haldið fram að Pink Street Boys sé háværasta hljómsveit landsins og þó það sé hugs- anlega eitthvað fært í stíl- inn, er ljóst að fáar sveitir standa henni á sporði í rokkfjöri á tón- leikum. Platan Hits #1 nær að fanga fjörið að miklu leyti, skilar hamagangi og hávaða. Þetta hefur verið gott ár fyrir íslenskt rapp og bjart framundan. Hér fyrir ofan er Lord Pusswhip sem er á jaðrinum, en Shades of Reykjavík koma sér kirfi- lega fyrir vinstra megin við miðju með SOR. Aðal sveitarinnar er hve rappararnir í henni eru ólíkir, hver með sinn stíl og allir góðir. Henrik Björnsson stofnaði hljómsveit til að spila músík sem hann langaði til að heyra, útúrfössað klif- unarkennt rokk með leti- legum söng. Singapore Sling-plöturnar eru orðnar nokkrar og sú besta var að koma út, Psych Fuck, framhald The Tower Of Foronicity. Á Ask The Deep sýnir Sóley Stefánsdóttir að af þjáningu getur sprottið feg- urð, að úr djúpinu er hægt að draga birtu. Í textum plötunnar má heyra angist og örvæntingu, en í þeim er líka von og styrkur – þetta er plata um fjötra en líka plata um lausn. Anton Kaldal Ágústsson hefur fengist við raftónlist býsna lengi og verið ötull í að kynna hana, bæði sína tónlist en ekki síður tónlist annarra. Tonik Ensemble er verkefnið hans og á Snapshots nær hann að steypa saman raftónlist og allskyns óraf- magnaðar pælingar á metnaðarfullan hátt. Vagina Boys vöktu tals- verða athygli á árinu, reyndar aðallega fyrir það að þeir koma fram grímu- klæddir, en það má ekki draga athyglina frá mús- íkinni sem er einkar skemmtileg, húmorísk raftónlist. Á Icelandick má líka heyra einkar skemmtilega spretti með súrum textum. Plötur ársins MÖNNUM VARÐ TÍÐRÆTT UM ÞAÐ Á ÁRINU AÐ PLÖTUÚTGÁFA VÆRI AÐ LEGGJAST AF Á ÍSLANDI, EN ÞAÐ ER ÖÐRU NÆR. ÁRNI MATTHÍASSON VALDI TUTTUGU PLÖTUR ÚR ÞVÍ HÁLFA ÞRIÐJA HUNDRAÐI SEM KOM ÚT AF ÍSLENSKUM PLÖTUM Á ÁRINU, EN FÆSTAR REYNDAR Á FÖSTU FORMI. 1. Il racconto dei racconti/Sagnasveigur „Sagnasveigur er mikið sjónarspil, litrík en líka drungaleg og stórkostlegar furðuskepn- ur koma við sögu sem ættu að fá hárin á mörgum áhorfandanum til að rísa.“ – HSS 2. Relatos salvajes/Hefndarsögur „Hefnd- arsögur eru æsilegt ferðalag, rússíbanareið um sálarkirnuna þar sem aldrei er logn- molla.“ – KBL 3. Star Wars: The Force Awakens „Ég hló, ég grét, ég saup hveljur. Ég sat þögull í losti, ég fagnaði hástöfum. Mátturinn vaknar ber byrðina sem henni hefur verið falin á hendur mjög vel.“ – SGS 4. Whiplash „Klippingin er hröð og áhrifa- mikil í spennuþrungnustu trommuatriðunum og myndatakan kyndir undir spennunni.“ – HSS 5. Hrútar „Stígandi hrynjandi í magnaðri tónlist sem kallast á við knýjandi þögn í hljóðrás myndarinnar setur dramatískan punkt yfir i-ið í þessari átakamiklu frásögn um baráttu upp á líf og dauða.“ – HJST 6. Fúsi „Líkt og áður er framvinda þess- arar nýjustu myndar Dags Kára hispurs- laus, án allrar tilgerðar og mörkuð ein- staklega mannlegu skopskyni.“ – HJST 7. Still Alice „Moore sýnir hvernig Alice fer aftur, framsögn hennar breytist og hreyfingar og skerpan hverfur úr andliti hennar, aldrei í stökkum heldur smám sam- an í þessari áhrifaríku mynd um einn erf- iðasta sjúkdóm okkar tíma.“ – KBL 8. Birdman „Sagan í Birdman er svo sem ekki flókin en útfærslan á henni og þá sér- staklega kvikmyndatakan gerir hana að fyrsta flokks bíóupplifun.“ – HSS 9. Inside out „Boðskapur sögunnar á ef- laust að vera sá að engin sé gleði án sorg- ar, enda sorg og gleði systur, og hún er einnig góð áminning um að halda í gleðina og njóta lífsins.“ – HSS 10. Cartel-land „Gerð myndarinnar hefur ekki verið hættulaus, en útkoman er sér- lega áhrifarík.“ – KBL Auk þessara tíu mynda voru eftirfarandi á lista yfir þær bestu: Mad Max: Fury Road, Eve- rest, Stille hjerte, Krigen, Sweet Mickey for President, Þrestir, Mediterranea og The Marti- an. Tilvitnanir eru úr dómum gagnrýnenda sem eru Helgi Snær Sigurðsson (HSS), Hjördís Stef- ánsdóttir (HJST), Karl Blöndal (KBL) og Stefán Gunnar Sveinsson (SGS). Tekið skal fram að upptalningin nær yfir þær myndir sem frumsýndar voru hér á landi á árinu en ekki framleiðsluár þeirra. Kvikmyndir ársins MARGAR GÆÐAMYNDIR VORU SÝNDAR Í BÍÓHÚSUM LANDSINS Á ÁRINU. HELGI SNÆR SIGURÐSSON, EINN GAGNRÝNENDA MORGUNBLAÐS- INS, VALDI TÍU AF ÞEIM BESTU SEM GAGNRÝNDAR VORU Í BLAÐINU. 21 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.