Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 18
18 JÓLABLAÐ II Pílukast: Guðjón meistnri í annað sinn íslandsbikarinn í pílukasti fór í immta skipti til Grindavíkur um síðustu helgi þegar Guðjón Hauks- son varð meistari í annað sinn, hann vann einnig 1990. 1 úrslitaleiknum sigraði Guðjón, Friðrik Jakobsson Innri-Njarðvíking, í leik aldarinnar í pílu á íslandi. Þessi leikur var tví- mælalaust sá besti sem sést hefur hér á landi, en sem dæmi má nefna að Guðjón notaði 19, 13 pílur að meðaltali í leggjunum sjö í úr- slitaleiknum. I leiknum um bronsið sigraði Jón Ingi Ægisson úr Vog- um, Ola Sigurðsson úr Keflavík í spennandi leik, 4-2, en Jón þessi skaust upp á stjömuhimininn á mótinu, sínu fyrsta opinberlega. Öll verðlaun enduðu í hillum Suð- urnesjamanna, því Guðjón fékk verðlaun fyrir „fæstar pílur" 14, og Friðrik fyrir „hæstan útgang" 140. Þó við Suðurnesjamenn séum öflugir í pílunni megum við ekki láta deigan síga og mun PFS á nýju ári fara í gang með stórtæka kynn- ingu á íþróttinni, en eitt af mörgu jákvæðu við þessa íþrótt er m.a. hin mikla þjálfun sem menn ná í >hugarreikningi<!! En með allri tölvunotkun nútíðarinnar hefur kunnáttu rnanna á þessu sviði mjög svo hrakað! Islandbikarinn fór fram í félagsheimili PFS, Grófinni 8, Keflavík, en þar geta áhugamenn um pílu mætt alla daga vikunnar frá kl. 17-23 til æfinga ellegar til að kynna sér málin. yyGtJ-DAMA/ííf^ u * ORUGGAR VORUR - ORUGGT STARFSFOLK SOLUSTAÐIR Söluskúr við Samkaup Söluskúr við Fíabúð Hús Hjálparsveitar Skáta í Njarðvík GOTT URVAL! Tívolítertur Blys Tertuúrval Fjölskyldupakkar Opnum mánudaginn 27. desember. YKKAR STUÐNINGUR - VÖRN GEGN VÁ! Gormurinn ú flugi!! Skagagormurinn Terry Acox flýgur hér yfir sjö manns og treöur boltanum í körfuna. Hann lék listir sínar fyrir áhorf- cndur í hálfleik á leik NIKK liðsins og Islandsmeistara ÍBK sl. sunnudag, við ntikinn fögnuð. Ljósm.: Hulda Reynismenn í frí á toppnum Reynismenn ættu að fara brosandi í jólafríið, en þeir eru á toppnum í A-riðli fyrstu deildar. Síðasti leikur þeirra fyrir jól fór fram í Sandgerði fyrir skömmu, þegar þeir léku við UF Akureyrar. Strax í byrj- un leiksins sást hvert stefndi. því Reynismenn sýndu góða vörn og voru með góða skotnýtingu, og tryggðu sér þannig stórsigur. I hálfleik var staðan 52-35 fyrir Reyni. en lokatölururðu svo 116-78. Allir leikmenn fengu að spreyta sig og stóðu sig mjög vel. Stigin: Toomer40, Jón G. 15, Sigurþór 14, Sveinn 10, Víðir 9, Tony 9, Gestur 7, Hemmi 6, Gummi 4 og Aggi 2. Snóker/Þ-mót: Gunnarmeð 49 stiga forystu - þegar eitt mót er eftir Fimmtánda og jafnframt næstsíðasta Þ-mótið fór fram á Knattborðsstofu Suðurnesja sl. þriðjudag. Spilað var í tveimur riðlum og fóru fjórir úr hvorum riðli í átta manna úrslitin. í undanúrslitunum spiluðu þeir Adolf Sveinsson og Guð- mundur Stefánsson, og vann Adolf 3:0. I hinum leiknum sigraði Kristján Kristjánsson, Ragnar Ómarsson, 3:2. Adolf sigraði svo Kristján í úr- slitaleiknum, 3:2. Þriðja sætið hlaut Ragnar eftir 3:2 sigur á Guðmundi. Staða efstu manna fyrir síð- asta mótið sem haldið verður í kvöld er þessi: Gunnar Gunnarsson 94 Adolf Sveinsson 45 Ragnar Ómarsson 40 Geir Sigurðsson 37 Allir eru velkomnir á loka- mótið í kvöld sem fer fram, að venju, á Knattborðsstofu Suð- umesja í Grófinni, Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.