Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 81

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 81
Höskuldur ÞrÁinsson og Heimir PÁlsson Er hægt að leiðbeina um þýðingar? 1 Það hlýtur að vera Þeir sem taka að sér að halda námskeið þar sem fjallað er um þýðingar og gefa jafnvel út kennslubækur og kennslubréf fyrir þá sem fást við þýðingar hljóta auðvitað að trúa því að það sé hægt (þ.e.a.s. í merkingunni ‘unnt’) að leiðbeina um þýðingar. Þar sem við höfum stundað slíka iðju verðum við auðvitað að svara játandi þeirri spurningu sem felst í heiti erindisins. 2 Hvernig á þá að fara að því? Þegar við hófumst handa um að semja kennslubók um þýðingar á sínum tíma (Heimir Pálsson og Höskuldur Þráinsson 1988) vorum við þess vegna búnir að gefa okkur svarið við þessari spurningu. I staðinn urðum við að velta því fyrir okkur hvernig mætti fara að því að leiðbeina þeim sem vilja eða þurfa að fást við þýðingar. Nú var það svo að mest af því sem hafði verið skrifað á íslensku um þýðingar tók einkum mið af bókmenntaþýðingum. En þýðingar koma miklu víðar við sögu í nútímaþjóðfélagi, eins og gestum þessarar ráðstefnu er nú væntanlega orðið ljósara en þeim var áður, og þær eru býsna ólíkar að eðli ef að er gætt (sbr. Heimir og Höskuldur 1988:9-10). Það hlýtur til dæmis að vera mikill munur á því að þýða ljóð og leiðbeiningar, skáldsögu og skýrslu, Tunström og tölvuforrit. Er þá hægt að gefa einhver ráð sem gagnast þeim sem fást við svo ólíka hluti? Ef kennslubækur í þýðingum eru skoðaðar kemur í ljós að þar er yfirleitt hægt að finna margvíslegar ráðleggingar, dæmi um góðar þýðingar, vondar þýðingar, hættur sem ber að varast og svo framvegis. Efninu er skipað niður á mjög mis- munandi vegu, stundum ekki ýkja kerfisbundið. Okkur þótti eðlilegast að reyna að byrja á hlutum sem vörðuðu alla þýðendur og alls konar þýðingar, reyna síð- an að gera grein fyrir mismunandi eðli þýðinga og fjalla svo aðeins um þessar ólíku gerðir. Þessi aðferð kemur t.d. nokkuð skýrt fram í efnisyfirliti bókar okkar. Þar sést nefnilega að byrjað er á smæstu einingunum, orðunum, síðan hugað að orðasamböndum, þá setningum og loks heilum textum eða verkum og ólíku eðli þeirra. I lokin koma svo nokkrar vinnureglur handa þýðendum. Þessi aðferð er uppfinning okkar í þeim skilningi að við höfum hvergi séð henni beitt annars staðar. Hún þróaðist bara smám saman í samvinnu okkar. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.