Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.1996, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 22.02.1996, Blaðsíða 19
Stórleikur í kvennakörfu Tvö efstu liðin í 1. deild kvenna í körfubolta, Keflavík og Breiðablik eigast við í Keflavík næsta mið- vikudag. Það lið sem sigrar í leikn- um verður deiidarmeistari en Keflavíkurstúlkur fengu þann titil á síðasta ári. Keflavíkurstúlkur leika við IS á mánudag og samkvæmt kokkabók- unum ætti það að verða öruggur sigur hjá Keflavík. Bæði Keflavík og Breiðablik hafa aðeins tapað tveimur leikjum í vetur og má því búast við speannandi leik. Úrslit leikja í DHL - deildinni Keflavík-ÍR 93:88 (45:38) Stig Keflavíkur: Guðjón Skúlason 24, Falur Harðarson 18, Albert Oskarsson 16, Sigurður Ingimundarson 10, Jón Kr. Gíslason 8, Elent- ínus Margeirsson 7, Gunnar Einarsson 6, Davíð Grissom 4. Stigahæstir hjá IR: Eiríkur Önundarson 21, John Rhodes 20, Herbert Amarson 17. UMFG-Skallagrímur 99:61 (50:25) Stig UMFG: Marel Guðlaugsson 20, Páll Axel Vilbergsson 15, Brynjar Harðarson 15, Guðmundur Bragason 12, Helgi Jónas Guð- finnsson 12, Rodney Dobard 11, Unndór Sig- urðsson 7, Ingi Karl Ingólfsson 5, Ami Stef- án Bjömsson 2. Stigahæstir hjá Skallagrími: Grétar Guð- laugsson 13, Bragi Magnússon 11. Tindastóll - UMFN 65:78 (39:48) Stig UMFN: Rondey Robinson 19, Gunnar Örlygsson 17, Teitur Örlygsson 10, Sverrir þór Sverrisson 8, Friðrik Ragnarsson 8, Kristinn Einarsson 8, Páll Kristinsson 6, Jó- hannes Kristbjömsson 2. Stigahæstir hjá Skallagrími: Pétur Guð- mundsson 18, Hinrik Gunnarsson 18. Nágrannaslagur í Njarðvík í kvöld: Nýr Kani með Keflavík í Ljónagryfjunni í kvöld „Þetta verður örugglega hörkuleikur eins og alltaf þegar þessi lið mætast og þá skiptir staða þeirra í deildinni engu máli. Það verður góð umgerð um leik- inn og ég á von á mikilli stemmingu Fyrir þá hlytur það að vera spumingin um hvemig þeim tekst að nyta sér nyja erlenda leikmanninn," sagði Hrannar Hólm þjálfari Islandsmeistara Njarð- víkinga sem taka á móti Keflvíkingum í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Njarðvíkingar hafa nú sigrað í 14 leikj- um í röð og em á mikilli siglingu en þeir eiga nú tvo erfiða leiki framund- an, fyrst Keflvíkinga í kvöld og síðan Hauka í Hafnarfirði á sunnudaginn. „Fyrir okkur held ég að byrjunin í kvöld skiptir miklu máli, við höfum verð of lengi í gang í mörgum leikjum og því ætlum við að snúa við í kvöld. A sunnudag verða það svo Haukamir - við töpuðum tvívegis fyrir þeim með eins stig mun í Hafnarfirði á dögunum þar sem þeir hafa ekki tapað leik í vet- ur og við ætlum okkur að verða fyrsta liðið sem nær að snúa þeirri þróun við,“ sagði Hrannar Hólm ennfremur. „Þetta verður örugglega hörkuleikur og spuming verður hvemig við stönd- um okkur með nýja Bandaríkjamann- inn Dwight Stewart sem kom til lands- ins á þriðjudaginn. Stewart er mikill vexti, 2.03 metrar á hæð og vegur 120 kíló - og það sem ég hef séð til hans á myndböndum vekur væntingar. Stewart sem kemur frá háskólanum í Arkansas sem lék til úrslita í háskóla- keppninni í Bandaríkjunum í fyrra og sigraði í keppninni árið þar áður er bæði sterkur undir körfunni og er ein- nig góð 3ja stiga skytta. „Fyrir okkur hefur leikurinn ekki minni þyðingu en fyrir Njarðvfkinga sem em að beijast um efsta sætið við Hauka, því við erum að berjast um þriðja sætið við Grindvíkinga og megum því illa við að tapa í kvöld,“ sagði Jón Kr. Gísla- son þjálfari og leikmður Keflvíkinga. Ekki var leikið f DHL-deildinni á sunnudag, en Suðumesjaliðin sigmðu öll f sínum leikjum á fimmtudag og þar vakti mesta athygli góður sigur Keflvfkinga gegn ÍR-ingum, en þeir léku án erlends leikmanns þar sem Lenear Burns hafði verið látinn taka pokann sinn. „Okkur fannst hann ekki sýna nægilegan metnað í garð félags- ins og þegar hann lét hafa það eftir sér að þetta lið myndi aldrei vinna titil eins og það væri skipað varð mælirinn fullur. Við töldum að það væri ekki til neins að vera með dýrann erlendan leikmann sem væri sama um hvemig leikimir fæm svo það var ákveðið að láta hann fara - okkar metnaður er meiri en þetta svo við áttum ekki sam- leið með honum lengur," sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Kefi- víkinga. A Sauðár- króki þurftu Njarðvíking- ar að taka á öllu sem þeir áttu í síðari hálf- leik þegar norðanmenn vom komnir með 6 stiga forustu. þá s ý n d u Njarðvíking- ar hversu ♦ LA Burns treður ekki oftar með Keflavík. megnugir þeir geta verið og með góð- um leik tókst þeim að Ieggja norðan- menn. „Það var ákveðið kæraleysi í gangi hjá okkur og menn töldu sig ætla að taka auðveld stig, en annað kom nú á daginn,“ sagði Hrannar Hólm um leikinn. Borgnesingar sáu aldrei til sólar í Grindavík þar sem heimamenn höfðu örlög þeirra í hendi sér næstum allt frá upphafi. Grindvíkingar urðu þó fyrir því óhappi að missa leikstjórnanda sinn Hjört Harðarson meiddan útaf þegar á fyrstu mínútunum, en maður kemur í manns stað og Helgi Jónas Guðfinnsson tók stöðu Harðar og skil- aði henni mjög vel. Bjórfrá 10 kr. glasið Léttvín frá 90 kr. flaskan \\U rí' xðax- ♦ Reykjanesmeistarar UIVIFN í 8. flokki í körfu. Körfubolti/yngri flokkar: UMFN Reykjanesmeistari í 8. flokki Njarðvíkingar sigruðu í Reykjanesmótinu í 8. flokki í körfubolta en mótið fór ffam í Njarðvík 3. feb. sl. Strákamir úr UMFN sigruðu í öllum leikjum sínum, fyrst UMFG 54-27 síðan Stjömuna 50- 24 og í þriðja leiknum unnu þeir UBK 73-32. í úrslitaleiknum höfðu þeir svo betur gegn Haukum 49-32. Þjálfari liðsins er Sverrir Þór Sverrisson. Það er auðveldara en þú heldur að gera þitt eigið vín. OPIÐ Kl.. 1.1:00 ’l'll. 18:00 r ^ \ó Hafnargötu 25 - sími 421 1432 íþróttahúsið í Keflavík: DHL-deildin Sunnudagskvöldið 25. febrúar kl. 20.00 KEFLAVÍK TINDASTÓLL L Landsbanki íslands Útibúin á Suðurnesjunum AFRAM KEFLAVIK! Víkurfréttir 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.