Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 07.03.2002, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 07.03.2002, Blaðsíða 30
Islandsmeistartitillinn verður að bíða um sinn íslandsmót unglinga í badminton fór fram helgina 1.-3. mars i íþróttahúsinu við Sunnubraut. Þátttakendum hefur farið ört Qölgandi undanfarin ár og var árið í ár engin undantekning því um 270 keppendur ffá 11 aðild- arfélögum innan BSÍ tóku þátt sem er um 40 fleiri en í fyrra. Keppnisfyrirkomulag mótsins var þannig að keppendum í ein- liðaleik var skipt í tvo flokka, A ogB. Þeir sem kepptu í A-flokki eru í 8 efstu sætum styrkleikalista BSÍ og/eða hafa unnið til verðlauna fyrir sitt félag eða deild á opnum mótum. Aðrir eru skráðir í B- flokk. Keppendur í B-flokk sem töpuðu fyrsta leik fóru í C-flokk. Keppendur úr tvíliða-og tvennd- arleik voru hins vegar allir í sama flokki. Fyrir Badmintondeild Keflavíkur unnust samtals þrenn gullverðlaun og sjö silfur en alls tóku 32 þátt í Islandsmótinu frá Badmintondeild Keflavíkur, 30 í B-flokki, öllum aldursflokkum og tvö í A-flokki, þau Þorgerður Jóhannsdóttir og Óiafur Jón Jónsson sem keppa bæði í undir lóáraflokki. Islandsmeistaratit- ill verður hins vegar að bíða enn um sinn. Aftari röð v/Arnar Geirsson, Jóhannes Geirsson og Ólafur Jón Jónsson, fremri röð Ing- unn Gunnlaugsdóttir, Guðjón Björnsson og Þorgerður Jó- hannsdóttir. A myndina vantar Söndru Helgadóttur og Bylgju Sigurbjörnsdóttur. ! Aðalfundur m m Knattspyrnudeildar UMFN verður haldinn miðvikudaginn 13. mars nk. kl. 20.30 í íþróttavallarhúsinu við Vallarbraut. Venjuleg aðalfundarstörf. Reykjanesbæjar Innritun 6 árabama (fædd 1996), sem hefja eiga nám í grunnskólum Reykjanesbæjar haustið 2002, fer fram á Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar, Hafnargötu 5 7, í síma 421 6750. Foreldrar/forráðamenn vinsainlegast athugið að innrita böm ykkar íyrir 20. mars n.k. Fræðslustjóri Sætaskipti hjá Kefla- vík og Grindavík Etsku Erla! Til hamingju með 24 ára afmælið þitt. Körfuboltakveðja, stelpurnar i 6-MÓ. Keflavíkurstúlkur sigmðu Njarð- vík 86:70 í 1. deild kvenna í körfuknattleik sl. laugardag í ljónagryfjunni í Njarðvík. Kefla- vík hafði ekki sigraði í þremur leikjum i röð áður en kom að þessum leik og því var þetta kær- kominn sigur. Kristín Blöndal skoraði 20 stig fyrir gestina en Helga Jónasdóttir var best í liði heimamanna með 16 stig. Grindavíkurstúlkur áttu ekki sjö dagana sæla gegn frábæru liði KR-inga og töpuðu leiknum 106:72 eftir að hafa haldið í við KR-stelpur til að byrja með. Cindy Johnson var best í liðið Grindavíkur að vanda með 29 stig og 10 fráköst. Keflavíkurstúlkur eru komnar í þriðja sætið með 22 stig og Grindvíkingar eru í fjórða sæti, einnig með 22 stig en þessi lið höfðu sætaskipti eftir leiki helg- arinnar. Stúlkumar í Njarðvík em í næstneðsta sæti með 8 stig. Páll með 3ja stiga sýningu Strákarnir í 8. fl. í Keflavík í körfubolta vom að spila um helg- ina i KR-húsinu þar sem fram fór 3.umferð Islandsmótsins (a- riðill). Þeir stóðu sig hreint frá- bærlega, unnu alla sína leiki og þar af leiðandi sigur í mótinu. Strákamir voru allir að standa sig vel eins og áður sagði, en þó verður að nefna sérstaklega Pál Kristinsson sem setti upp þriggja stiga sýningu í leiknum við KR sem hver einasti NBA leikmaður hefði verið stoltur af. Hópurinn hefur tekið stórstigum ffamfomm í vetur undir öruggri stjóm Einars Einarssonar og var gaman að sjá um helgina að strákarnir eru að spila á mikið meiri hraða heldur en hin liðin auk þess sem unun er að sjá hvað leikkerfin eru farin að rúlla vel Fyrsti tapieikur Keflvíkinga undir stjórn „karlsins" Keflavík mætti Þrótti Reykja- vík í deildarbikamum í knatt- spymu um sl. helgi og tapaði leiknum 0:2. Þetta var fyrsti tapleikur liðsins undir stjórn Kjartans Mássonar. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en jafnræði var með liðunum allan leikinn. Þróttarar sáu þó um að skora mörkin. Keflvíkinar spil- uðu manni færri í um 25 mín- útur því Zoran Ljubicic var rekinn af leikvelli eftir að hafa togað einn leikmann Þróttar niður. Grindvíkingar sigmðu ÍBV 3:1 í sömu keppni og skoraði Sin- isa Kekic tvö mörk fyrir Grindavík og Scott Ramsey eitt. Grindavík og Keflavík em jöfn á stigum í riðlinum, með 6 stig hvort. Óli Gott í æfingaferð með Lyn Ólafur Gottskálksson er þessa daganna á La Manga á Spáni þar sem hann er með norska knattspyrnuliðinu Lyn í æf- ingaferð. Lyn hefur nokkurn áhuga á því að krækja í kapp- ann en enn er allt óljóst hvað gerist í því máli. íslendingarnir spila vel í Kína Eysteinn Hauksson og félagar í kínverska liðinu Xiang Xue hjá þeim. Framundan eru nú strangar æfingar, en um helgina 6.-7. apríl verður úrslitaumferðin leikin. Keflavík - UMFN 72-23 Keflavík - Fjölnir 53-52 (eftiraðhafa komnirí 40-15) Keflavík - KR 57-48 Keflavík - KFÍ 67-64 (effir 2. framlengingar) sigruðu South China í kín- versku deildinni á sunnudag. Eysteinn átti þátt í fyrsta mark- inu, sem Vilhjálmur R. Vil- hjálmsson skoraði, en hann hafði einnig skorað glæsilegt sjálfsmark stuttu áður. Leikur- inn endaði 3:2 fyrir Xiang Xue en þeir höföu tapað gegn sama liði 7:0 nokkrum mánuðum áður. Njarðvík upp um deild Nú er það orðið ljóst að Njarð- víkingar munu spila í 2.deild- inn í knattspyrnu í sumar. Astæðan er sú að Dalvík og Leiftur munu senda sameigin- legt lið til keppni í l.deildinni og því færðust önnur lið upp um deildir. Njarðvíkingar end- uðu í 3. sæti í 3. deildinni sl. sumar og voru því efstir af þeim liðum sem ekki tryggðu sér þátttöku í 2.deild og því fengu þeir „farseðil" upp um deild. Ólöf með slitin krossbönd Bikarúrslitaleikir yngri flokkanna um helgina Bikarúrslitaleikir yngri flokka 2002 verða haldnir að Ásvöllum íHafharfírði 9.-10. mars nk. Haukar munu hafa umsjón með framkvæmd leikjanna en vandað verður til framkvæmdar og um- gjarðar leikjanna. Lið ffá Suður- nesjum eru áberandi eins og vanalega og eiga fúlltrúa í flest- um flokkum. Niðurröðun leikjanna: Laugardagur 9. mars 2002 9. fl.kv. kl,13:30 Haukar - UMFN 10. fl.ka. kl. 15.00 ÍR - UMFN 10.fl.kv. kl. 16.30 Haukar - Keflavík B Sunnudagur 10. mars 2002 Drengjafl. kl. 15.30 UMFN-KR Ul.fl.kv. kl. 17.30 UMFG - Keflavík SPORT-molar Lið Grindvíkinga í kvennakörf- unni hefur orðið fyrir töluverðu áfalli því einn besti leikmaður liðsins, Ólöf Pálsdóttir, er með slitin krossbönd í hné og verður því frá í nokkum tíma. Ólöf sem er aðeins 16 ára er með 10 stig að meðaltali í leik í vetur og kemur þetta til með að veikja Grindavíkurliðið talsvert þegar svo stutt er í úrslita- keppni. Guðlaugur Eyjólfsson íþrótta- maður Grindavíkur Guðlaugur Eyjólfsson körfu- knattleiksmaður var kjörinn íþróttamaður Grindavíkur 2001 í hóft í síðustu viku. Óli Stefán Flóventsson knattspymumaður var í öðm sæti og Davíð Áma- son kylfingur í því þriðja. Af- hendingin var látlaus að sögn aðstandenda en engin auka- verðlaun eða viðurkenningar vom veittar að þessu sinni. Yngri fiokkar 30

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.