Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 66
54 Menning Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 „Getur aldrei vitað hvert þú stefnir“ Á stand þess sem rær til sjós og þess sem skrifar er svipað. Þeir snúa bakinu að fram- tíðinni sem nálgast en horfa til baka á fortíðina sem fjar- lægist, vinna sig í átt að óþekktum áfangastað. „Þetta er hið almenna ástand. Þér getur fundist þú vita hvaðan þú kemur en þú getur aldrei vitað hvert þú stefnir, eða hvert gjörðir þínar muni leiða þig,“ segir þýski fjöllistamaðurinn Jan Voss, en yfirlitssýning á verkum hans, Með bakið að framtíðinni, stendur nú yfir í Listasafni Akureyrar. Sjálfur þekkir hann hvort tveggja, hann hefur róið út frá Hjalteyri í Eyjafirði en að mestu leyti helgað sig sköpuninni, mynd- list, teiknimyndasögugerð, bókaút- gáfu og bókverkasölu. Í yfirgefnum bónda- bæjum í Flatey Voss, sem er fæddur í Þýskalandi árið 1943, sá það ekki fyrir þegar hann steig fyrst á land á Íslandi – með bak- ið að framtíðinni – að rúmlega 40 árum síðar yrði hann með yfirgrips- mikla yfirlitssýningu á verkum sín- um hér. „Ég var að sinna verkefni fyr- ir kennara sem gat ekki mætt sjálfur. Mér var boðið hingað, flugið greitt og allt. Ég fékk kennslustarf hjá Mynd- lista- og handíðaskólanum, svo það leit út fyrir að það gæti borgað sig að koma hingað aftur,“ segir Voss. „En seinna kom ég aftur, jafn- vel án þess að búast við því að það borgaði sig, þá bjó ég bara í yfirgefn- um bóndabæjum á Kjalarnesi, Fla- tey og víðar. Mér fannst landið yfir- þyrmandi og mér fannst fjarlægðin frá Þýskalandi nauðsynleg til að ég gæti einbeitt mér,“ segir Voss. Í gegn- um tíðina hefur hann fundið næði til að vinna að sköpun sinni hér á landi. Fjarlægð í nærverunni „Alveg frá upphafi hef ég verið í nán- um tengslum við íslenska listamenn, fyrst fólk í SÚM-hópnum og svo síð- ar Nýlistasafninu. Samt sem áður hef ég verið tiltölulega fjarlægur í nær- veru minni. Ísland hefur ekki verið það svæði sem ég hef lagt mesta áherslu á, það var ekki það sem skipti máli – ég kom hingað fyrst og fremst til að vinna. Þegar mér var boðið að sýna á Listasafni Akureyrar langaði mig þess vegna að gera víðfeðma yfirlitssýningu. Mikið af verkunum í sýningunni voru sköpuð hér, flutt úr landi en snúa nú til baka,“ segir Voss, en tekur þó fram að sýningin sé almennari en svo að hún snúist einungis um Ísland: „Ætli það séu ekki í kringum tíu verk sem ég hefði aldrei getað skapað ef ekki væri fyrir Ísland sem land.“ Voss hefur þrátt fyrir tal um fjar- lægð í nærverunni tekið þátt í þó nokkrum sýningum hér á landi í gegnum tíðina, og fyllti meðal annars rými gallerí SÚM við Vatnsstíg árið 1972 með yfir 120 teikningum sem áttu síðar eftir að nýtast honum í bókverk. Á sýningunni á Akureyrir ber hins vegar að líta verk í ólíkum miðlum: teikningar, vídeó, innsetn- ingar og bókverk. „Ég hef alltaf forð- ast að negla mig niður í ákveðinn miðil. Ég vil halda þessu eins opnu og mögulegt er. Ég nota málverk sem einfalda leið til að setja upp til- raunaaðstæður, ég er frekar að búa til módel heldur en að stunda þá list að mála eða teikna. Ég nota málverk- ið til að sjá fyrir mér samband hluta og hvernig þeir gætu unnið saman.“ Þannig var róandi vélmennið í bátnum á listasafnsgólfinu fyrst til og sýnt sem tvívítt verk. Miðlarnir renna saman: hugmynd þróast í málverk í innsetningu úr texta í teikningu úr málverki og aftur í texta. Áherslan á lista- manninn andlistræn Listaverkabækurnar, eða bókverkin, sem Voss skapar og selur í Boekie Woekie, goðsagnakenndri bókverka- búð í Amsterdam, er líklega skýrasta dæmið um það hvernig mörk miðl- anna hverfa. En búðina rekur hann ekki einn og leggur áherslu á það: „Þú ættir kannski að nefna misskiln- ing nútímans á listamanninum, jafn- vel hér á Íslandi, sem felst í því að líta á hann sem einhvern egó-bardaga- mann, einhvern sem notar nafn sitt til að koma sér áfram. Þetta myndi ég segja að væri frekar andlistrænt viðhorf.“ Voss hefur áður velt fyrir sér hugmyndinni um vörumerki lista- mannsins, en á tímabili kallaði hann sig „Hinn unga Voss“ og gerði þannig grín að því hvernig listfræðingar eiga það til að skipta höfundaverki lista- manns upp í tímabil. Bókabúðin hefur hins vegar ávallt verið rekin sem samstarfsverkefni Jans, Henriëtte van Egten og Rúnu Þorkelsdóttur. En af hverju þessi áhersla á sjálfsútgefnar listaverka- bækur? „Hefðbundnar bókabúð- ir selja nær eingöngu bækur gefn- ar út af fyrirtækjum sem þurfa að græða pening til að lifa af, þess vegna straumlínulaga þau bækurnar á hátt sem miðar að því að gera þær sölu- vænlegar. En svo er gríðarlega mikð af fólki að gefa út á eigin vegum. Það er hefð fyrir þessu á Íslandi: það er oft lína sem gefur þetta til kynna fremst í bókunum. En þetta er lína sem fólk sér sjaldnast í dag. Þetta er gríðarlega stór grein menningarstarfs mann- kynsins, sem er engu að síður nán- ast ósýnileg, svo mikið á jaðri samfé- lagsins að það mætti segja að hún sé ekki til,“ segir Voss. n Fjöllistamaðurinn Jan Voss hefur selt bækur í Amsterdam og róið út frá Hjalteyri Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Þú ættir kannski að nefna misskiln- ing nútímans á lista- manninum sem felst í því að líta á hann sem ein- hvern egó-bardagamann. „Ég nota málverk sem einfalda leið til að setja upp tilrauna- aðstæður. Lítur yfir farinn veg Jan Voss snýr bakinu að framtíðinni og lítur yfir farinn veg á yfirgrips- mikilli sýningu í Listasafni Akureyrar. MyndIR danÍeL StaRRaSon Elma og nýliðar í Borgarleikhúsið Þrír leikarar sem útskrifast af leiklistardeild Listaháskóla Ís- lands hafa verið ráðnir til Borg- arleikhússins. Þetta eru þau Vala Kristín Eiríksdóttir, Eysteinn Sigurðarson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir, sem hefur gert garðinn frægan með rapphópn- um Reykjavíkurdætur. Öll hafa þau skrifað undir eins árs samn- ing við leikhúsið. Þá mun Elma Stefanía Ágústsdóttir, sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir leik í Þjóðleikhúsinu að undan- förnu, færa sig yfir til Leikfélags Reykjavíkur. Þar hittir hún fyrir eiginmann sinn, Mikael Torfa- son, sem vinnur um þessar mundir að leikgerð upp úr Njálu í samstarfi við leikstjórann Þorleif Örn Arnarson. Ljúf ekkja og þrír fantar Bækur Arto Paasilinna njóta gríðarlegra vinsælda í Finnlandi og hafa verið þýddar á hin ýmsu tungumál, þar á meðal íslensku, og hlotið afar góðar viðtök- ur. Eiturbyrlarinn ljúfi er einkar skemmtileg og ævintýraleg saga um ofurstaekkkjuna Linneu sem þrír þrjótar féfletta og hrella. Hún leggur á flótta undan þeim en þar með er viðskiptum þeirra ekki lokið. Aðalpersónan, hin 85 ára gamla ekkja, getur ekki annað en heillað lesandann. Einkar vel heppnuð skemmtisaga. Vesturfarasögur Böðvars Vesturfarasögur Böðvar Guð- mundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré, eru komnar í eina bók, handhæga kilju. Bækurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda meðal íslenskra lesenda allt frá útkomu. Báðar voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverð- launanna og Lífsins tré hlaut verðlaunin árið 1996. Í bókun- um rekur Böðvar fjölskyldusögu vesturfarans Ólafs fíólíns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.