Fréttablaðið - 10.03.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.03.2017, Blaðsíða 16
Körfubolti Njarðvík verður ekki með í úrslitakeppni efstu deildar karla í fyrsta sinn síðan 1993 en það varð ljóst eftir tap liðsins í Þorláks- höfn í gær, 83-70. Logi Gunnarsson skoraði 27 stig fyrir gestina og var langbesti maður liðsins en fékk ekki það framlag sem þurfti frá liðs- félögum sínum í leiknum. „Ég spilaði mitt fyrsta tíma- bil fyrir Njarðvík árið 1997 og hef alltaf verið að minnsta kosti í undan úrslitum. Maður hefur unnið marga titla og það er erfitt að kyngja þessu,“ sagði Logi í samtali við Fréttablaðið eftir leik. Hann sagði að það hefði verið liðinu dýrkeypt að byrja tímabilið illa, eins og Njarðvíkingar gerðu. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálf- ari liðsins, tók undir það. „Það hefði verið allt annað að vera með þetta lið sem spilaði í kvöld frá upphafi tímabils. Það voru hrókeringar í haust sem voru erfiðar,“ sagði Daníel. Maciej Baginski og Ólafur Helgi Jónsson, báðir uppaldir Njarðvík- ingar, áttu góðan leik fyrir Þór Þor- lákshöfn í gær og voru sínu gamla liði erfiðir. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, er sömuleiðis Njarð- víkingur og fannst súrt fyrir hönd gömlu félaganna að þeir væru nú úr leik. „Þó svo að Logi [Gunnarsson] verðskuldi gott frí fyrir allan sinn dugnað þá á hann ekki skilið að fara í sumarfrí svona snemma. En ég er auðvitað stoltur og glaður með mitt lið. Okkur tókst í síðustu tveimur umferðunum að vinna lið sem voru að berjast fyrir lífi sínu og það er gott veganesti í úrslitakeppnina,“ sagði Einar Árni. Það var gríðarleg stemning í Selja- skóla þar sem ÍR tók á móti Keflavík. Leikurinn var frábær skemmtun og stemningin í húsinu rafmögnuð. Amin Stevens tryggði Keflavík framlengingu þegar hann setti niður tvö vítaskot eftir að leiktíminn rann út. Í framlengingunni reyndust ÍR- ingar sterkari og lönduðu eins stigs sigri, 88-87. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011 sem ÍR kemst í úrslita- keppnina og fögnuðurinn var mikill í leikslok. „Ef við ætlum að fara alla leið, verðum við að sigra bestu liðin. Við getum alveg eins gert það í átta liða úrslitum, undanúrslitum eða úr- slitum. En það er einn leikur og ein umferð í einu,“ sagði Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR, eftir leik. Í 8-liða úrslitunum mæta ÍR- ingar Stjörnumönnum sem stálu 2. sætinu af Tindastóli sem tapaði fyrir Haukum. Stólarnir mæta Keflvíkingum í 8-liða úrslitunum. Deildarmeistarar KR mæta Þór Ak. og Grindavík og Þór Þ. eigast við í hörkurimmu. – esá Vonbrigði hjá Njarðvíkingum Lokaumferð Domino’s-deildar karla í körfubolta fór fram í gær. ÍR og Þór Ak. tryggðu sér sæti í úrslitakeppn- inni en Njarðvíkingar sátu eftir með sárt ennið eftir tap í Þorlákshöfn. Stjarnan tók 2. sætið af Tindastóli. Mikill fögnuður braust út í Seljaskóla eftir að leik ÍR og Keflavíkur lauk. Breiðhyltingar verða með í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. FRéttaBlaðið/SteFán Þessi lið mætast í úrslitakeppninni í ár Úrslitakeppni Domino’s-deildar karla í körfubolta hefst þann 15. mars og munu eftirtalin lið eigast við í 8 liða úrslitunum. Þrjá sigra þarf í rimmunni til að komast áfram í undanúrslitin. ÍR - Keflavík 88-87 Stigahæstir: Matthías Orri Sigurðarson 30/7 fráköst/6 stoðsendingar, Quincy Hankins- Cole 21/12 fráköst - Amin Khalil Stevens 29/19 fráköst, Guðmundur Jónsson 13. Þór ak. - Snæfell 89-62 Stigahæstir: George Beamon 30/8 fráköst, Sindri Davíðsson 13, Tryggvi Snær Hlinason 11/13 fráköst - Árni Elmar Hrafnsson 15, Christian David Covile 14/6 fráköst. KR - Stjarnan 73-78 Stigahæstir: Brynjar Þór Björnsson 15, Pavel Ermolinskij 14/11 fráköst - Anthony Odunsi 19/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13, Eysteinn Bjarni Ævarsson 13/8 fráköst. Haukar - tindastóll 77-74 Stigahæstir: Cedrick Taylor Bowen 19/8 fráköst, Emil Barja 10 - Antonio Hester 19/7 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Pétur Rúnar Birgisson 17/7 stoðsendingar. Grindavík - Skallagr. 101-89 Stigahæstir: Lewis Clinch Jr. 25/10 fráköst/8 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 18 - Flenard Whitfield 50/12 fráköst, Sig- tryggur Arnar Björnsson 16/10 fráköst. Þór Þ. - njarðvík 83-70 Stigahæstir: Tobin Carberry 22/10 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 16/8 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 16 - . Logi Gunnarsson 27, Myron Dempsey 18/8 fráköst. efri KR 34 Stjarnan 32 Tindastóll 30 Grindavík 26 Þór Þ. 24 Keflavík 22 neðri ÍR 22 Þór Ak. 22 Njarðvík 20 Haukar 18 Skallagrím. 14 Snæfell 0 Nýjast Dominos-deild karla ÍBV - FH 30-21 Markahæstir: Theodór Sigurbjörnsson 8/1, Agnar Smári Jónsson 6, Kári Kristjánsson 4, Sigurbergur Sveinsson 4 - Þorgeir Björnsson 5, Óðinn Þór Ríkharðsson 5. Stjarnan - Fram 28-27 Markahæstir: Ólafur Gústafsson 6, Ari Magnús Þorgeirsson 5, Garðar B. Sigur- jónsson 4/3 - Arnar Birkir Hálfdánsson 6, Sigurður Örn Þorsteinsson 6. Selfoss - afturelding 25-26 Markahæstir: Elvar Örn Jónsson 10, Teitur Örn Einarsson 6 - Elvar Ásgeirsson 6, Árni Bragi Eyjólfsson 4/3, Guðni Már Kristinsson 4, Ernir Hrafn Arnarson 4. efri Haukar 30 FH 28 ÍBV 27 Afturelding 27 Valur 21 neðri Stjarnan 19 Selfoss 18 Grótta 16 Fram 15 Akureyri 15 Olís-deild karla evrópudeild UeFa, 16-liða úrslit APOEL 0 – 1 Anderlecht FCK 2 – 1 Ajax Rostov 1 – 1 Man Utd Celta Vigo 2 – 1 Krasnodar Gent 2 – 5 Genk Lyon 4 – 2 Roma Olympiacos 1 – 1 Besiktas Schalke 1 – 1 Gladbach 18.50 Víkingur R. - Keflavík Sport 19.00 Valspar Ch. Golfstöðin 19.40 Brighton - Derby Sport 2 01.00 timberw. - Warriors Sport Í dag JAFNT Í RúSSLANDi Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Rostov á útivelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Hen- rikh Mkhitaryan kom United yfir á 35. mínútu eftir sendingu frá Zlatan ibrahimovic en Aleksandr Bukharov jafnaði metin eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik. KR deildarmeistari fjórða árið í röð Brynjar Þór Björnsson tók við við deildarmeistarabikarnum í gær. KR – Þór Ak. Stjarnan – ÍR Tindastóll – Keflavík Grindavík – Þór Þ. 1 0 . m a r s 2 0 1 7 f ö s t u D a G u r16 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð sport 1 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 B -0 D E 4 1 C 6 B -0 C A 8 1 C 6 B -0 B 6 C 1 C 6 B -0 A 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.