Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 1
stjórnsýsla Kári Stefánsson, for­ stjóri Íslenskrar erfðagreinar, segir Sigríði Á. Andersen dómsmála­ ráðherra ekki fara með rétt mál varðandi hugsanlega aðkomu ÍE að greiningu lífsýna fyrir lögregluna. Í grein Kára í Fréttablaðinu í dag segist hann tvisvar hafa boðið fram þjónustu ÍE til að rannsaka líf sýni af glæpavettvangi. Hann vitnar til orða dómsmálaráðherra í blaða­ viðtali um að samstarf hér á landi í þessum efnum svari ekki kostnaði. Fyrir hendi sé góður samningur við sænskt rannsóknarfyrirtæki. Kári segir ÍE hafa boðist til að annast verkefnið ókeypis. „Það er því út í hött að halda því fram að kostnaðargreining hafi leitt til þess að boði okkar hafi verið hafnað nema að svo ólíklega vilji til að sænska rannsóknarstofan borgi lögreglunni íslensku fyrir að fá að vinna með sýnin frá henni,“ skrifar Kári sem kveður ráðherra fara með „ábyrgðarlaust blaður“.“ sjá síðu 11 lögreglumál Grænlensk kona á þrítugsaldri segir Thomas Møller Olsen, sakborninginn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjáns­ dóttur, hafa nauðgað sér árið 2011. Thomas var sýknaður í málinu í héraðsdómi Ilulissat. Aðspurður hvort lögregla hafi skoðað þetta grænlenska sakamál í rannsókn sinni á máli Birnu Brjáns­ dóttur segir Grímur Grímsson yfir­ lögregluþjónn að þeir hafi skoðað sakaferil mannanna en muni ekki tjá sig nánar um þau mál. Dánarorsök Birnu, sem fannst látin nærri Selvogsvita 22. janúar, var drukknun að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöld. Grímur segist ekki vilja tjá sig um þetta atriði. Fyrrnefnda konan á Grænlandi, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir hvarf Birnu Brjánsdótt­ ur hafa reynst sér afar erfitt. Málið hafi neytt hana til að endurupp­ lifa verknaðinn og vakið upp sárar minningar. Í samtali við Fréttablaðið rifjar konan upp að árið 2011 hafi hún verið gestur í samkvæmi en farið afsíðis til að ræða við þáverandi kærasta sinn í síma, en sá var ekki staddur í sama bæ og hún. Á meðan símtalið átti sér stað lagðist konan í rúm í svefnherbergi íbúðarinnar og eftir að samtalinu lauk sofnaði hún. Konan segist hafa vaknað við að Thomas var að nauðga henni. Hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum, annaðhvort verið of svefndrukkin vegna ölvunar eða hreinlega frosið. Eftir atvikið segist konan hafa grátið sárt og kært málið til lög­ reglunnar daginn eftir. Lögreglan fór með hana á sjúkrahús þar sem lífsýnum var safnað og henni veitt aðhlynning. Konan segir að sæði Thomasar hafi fundist í leggöngum hennar en það hafi ekki nægt til sakfellingar þar sem ættingi hans, sem einnig var í samkvæminu, hafi borið fyrir dómstólnum að samfarirnar hafi verið með samþykki beggja. Mál Birnu hefur að sögn konunn­ ar tekið mikið á hana. Margir, sem þekki til tengsla hennar og Thom­ asar, hafi haft samband vegna máls­ ins og hún upplifi mikið áreiti. Konan vill koma því á framfæri að með sögu sinni vilji hún hreinsa borðið en muni ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið eða gefa neinar frekari upplýsingar um þessa lífs­ reynslu sína. – snæ / sjá síðu 6 — m e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —3 2 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r Þ r i ð j u d a g u r 7 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Fréttablaðið í dag skoðun Logi Einarsson minnist Gylfa Þ. Gíslasonar. 10 sport Gunnar Nel­ son bíður eftir næsta andstæðingi. 12 menning Dómur um Vísindasýn­ ingu Villa. 34 lÍfið Með tilkomu smá­ forritsins Band Up er orðinn leikur einn að stofna hljómsveit. 38 plús 2 sér- blöð l fólk l  bÍlar *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 frÍtt Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft afar mikil og slæm áhrif á sig. Hefðu mátt sleppa skipverjanum fyrr Verjandi skipverjans, sem sleppt var að loknu tveggja vikna gæslu- varðhaldi í síðustu viku, telur að lögreglu hafi mátt vera ljóst fyrr að umbjóðandi hans væri saklaus. Maðurinn sat í einangrun í tvær vikur og hafði einungis samskipti við verjanda sinn og fangaverði en heimildir herma að einangr- unarvistin hafi reynst manninum einstaklega þungbær. Verjandinn segir manninn hafa reynt eftir fremsta megni að upplýsa málið strax frá upphafi yfirheyrslna. – snæ / sjá síðu 6 Sakar ráðherra um blaður um rannsóknir á lífsýnum Dómsmálaráðherra líður ekki fyrir tunguhaft þegar hún er beðin að tjá sig um málefni sem hún veit lítið sem ekkert um. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE Skútan A var sjósett í upphafi mánaðarins. A hefur verið kölluð stærsta sjófæra skúta í heimi en möstrin ná upp í 143 metra hæð. Á skútunni er sundlaug og íbúðir á átta hæðum. Skipið var smíðað í Kiel fyrir rússneska auð- jöfurinn Andrej Melnitjenko sem greiddi jafnvirði 51 milljarðs króna fyrir fleyið. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 0 7 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 2 D -D 6 4 4 1 C 2 D -D 5 0 8 1 C 2 D -D 3 C C 1 C 2 D -D 2 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.