SÍBS blaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 28

SÍBS blaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 28
SÍBS BLAÐIÐ 2015/228 Fjölþætt heilsurækt – leið að farsælli öldrun Í flestum löndum heims ná íbúar stöðugt hærri aldri. Því er mikilvægt að rannsaka heilsu fólks á efri árum. Rannsóknir benda til þess að virkur lífsstíll og fjölbreytt þjálfun hafi margvíslegan heilsutengdan ávinning í för með sér auk þess sem þjálfunin getur dregið úr ýmsum áhættu- þáttum sem tengjast aldri. Virkur lífsstíll er meðal annars fólginn í reglubundinni hreyfingu sem felur í sér loftháða þjálfun og styrktarþjálfun. Slík þjálfun hefur sannað gildi sitt fyrir hjartað og æðakerfið og einnig fyrir lungun og stoðkerfi líkamans. Af yfirlitsrannsóknum má ráða að það sé nánast sannað að þjálfun hafi jákvæð áhrif á líkamsþrek, hagnýta hreyfigetu, athafnir daglegs lífs og heilsutengd lífsgæði. Þetta á bæði við þá sem eru heilsuhraustir en ekki síður við þá sem eru veikburða eldri einstaklingar. Dagleg hreyfing Gögn um daglega hreyfingu almennings gefa til kynna að rúmlega þriðjungur íbúa heims nái ekki ráðlögðu lágmarki daglegrar hreyfingar. Hér á landi vantar einnig nokkuð upp á að þessum lágmörkum sé náð en þau eru 30 mínútur á dag. Íslenskar rannsóknir sýna að um helmingur af þessum tíma, eða um 15 mínútur á dag, vantar á til að Íslendingar nái alþjóðlegum ráðleggingum helstu heilbrigðisstofnana í heimi. Þrátt fyrir mikla þekkingu á jákvæðum áhrifum af reglu- bundinni hreyfingu fer hún minnkandi. Árið 2009 var talið að hlutfall þeirra jarðarbúa sem væru óvirkir eða hreyfðu sig ekki sem neinu næmi væri um 17%. Hreyfingarleysi og sjúkdómar Í rannsóknum kemur fram að 6–10% dauðs- falla tengjast sjúkdómum sem megi rekja til hreyfingarleysis. Talið er að þessi tala sé jafnvel hærri, eða um 30% þegar um er að ræða til- tekna hjarta- og æðasjúkdóma tengda blóð- þurrð. Árið 2007 var talið að koma mætti í veg fyrir um 5,5 milljónir dauðsfalla af völdum sjúk- Janus Friðrik Guðlaugsson, PhD. Lektor, Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni Menntavísindasvið Háskóla Íslands Mynd 1. Hluti af rannsóknarhópi á æfingu á Laugardalsvelli. Grein    Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.