Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 30
22 Menning Vikublað 9.–11. febrúar 2016 VIÐ HREINSUM ÚLPUR! Verð frá kr. 2.790 til kr. 3.990. 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is Veruleiki peninga Eyja Margrét Brynjarsdóttir rannsakar veruleika peninga P eningar eru eitt allra eftir- sóttasta fyrirbærið í nútíma- samfélagi. Hvort sem þeir birtast sem tölur í excel-skjöl- um, pappírssneplar í seðla- veskjum eða litlir málmskildingar gera þeir eigandanum kleift að öðl- ast nánast hvað sem er. En af hverju veita þessir gagnslausu hlutir svona mikil völd? Hvað gerir ákveðna hluti að peningum, og hvað eru peningar yfirhöfuð? Eyja Margrét Brynjarsdóttir, sér- fræðingur við Heimspekistofnun Háskóla Íslands, stýrir um þess- ar mundir rannsóknarverkefninu Veruleiki peninga þar sem séreðli þessa magnaða fyrirbæris er skoðað. Útkoman verður bók sem gefin verð- ur út af bókaútgáfunni Rowman and Littlefield International á næsta ári. Undir lok síðasta árs ritstýrði Eyja Margrét ásamt Jóni Ólafssyni nýjasta hefti Ritsins, tímarits Hug- vísindastofnunar, en þema þess er merking og gildi peninga. Hafa mótandi áhrif á líf okkar „Peningar og fjármálaheimur- inn hefur ofboðslega mikil áhrif á líf okkar allra. Við högum lífi okkar mikið til eftir og í samræmi við þessi fyrirbæri. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þurfum við að vinna fyrir peningum til að hafa í okkur og á, til að eiga þak yfir höfuðið og svo framvegis. Þess vegna skipuleggjum við líf okkar að miklu leyti út frá þörf- inni fyrir peninga,“ segir Eyja þegar hún er spurð um mikilvægi vanga- veltna um merkingu og gildi peninga. „Peningar og fjármálaheimur- inn eru manngerð fyrirbæri, en við höfum náð að búa til kerfi sem hef- ur svo byrjað að stjórna okkur. Það er því mjög áhugavert að fjalla um þetta frá sjónarhóli hug- og mannvísinda,“ segir hún. Hagfræðin hefur verið sú fræði- grein sem hefur einbeitt sér hvað mest að virkni peninga, en hvað geta hug- vísindin lagt til umræðunnar? „Áhersla hagfræðinnar hefur að mestu leyti verið lögð á að skoða kerf- ið sem slíkt og hvernig það virkar. En frá hugvísindalegu sjónarhorni er áherslan frekar að skoða hvaða áhrif þetta kerfi hefur á manneskjurnar, samspil kerfisins og manneskjunnar. Hvernig áttu manneskjurnar þátt í að skapa þetta kerfi og hvernig verður líf okkar síðan í samhengi við pening- ana.“ Deilt um upphaf peninga Er eitthvað hægt að vita hvernig eða af hverju peningar urðu til, og hvort samfélög manna séu yfirhöfuð mögu- leg án einhverrar gerðar peninga? „Það eru til mismunandi kenn- ingar um uppruna peninga sem vissulega er engan veginn hlaupið að því að staðfesta eða hrekja. Á undan- förnum árum hafa margir einmitt lesið bók mannfræðingsins Davids Graeber, Debt: the first 5000 years, þar sem hann mælir mjög eindregið gegn þeim hugmyndum sem hafa verið út- breiddar um að peningar hafi orðið til út frá vöruskiptum og segir engar fornleifar styðja slíkar kenningar. Í staðinn heldur hann því fram að pen- ingar hafi orðið til í þeim tilgangi að reikna út skuldir þegna við yfirvöld. En hvernig svo sem peningar urðu upphaflega til hlýtur að mega teljast víst að mannleg samfélög séu mögu- leg án þeirra. Þau voru í það minnsta til áður en peningar urðu til. Eins og við þekkjum samfélagið í dag eigum við þó erfitt með að ímynda okkur lífið án peninga, en væntanlega gæt- um við vanist því eins og öðru.“ Að hvaða leyti telur þú að pen- ingakerfið hafi áhrif á manneskjurn- ar sem þrífast í því? „Það er auðvitað gríðarlega langt og flókið mál hvernig peningakerfið hefur áhrif á manneskjurnar, það er flækt saman við líf okkar á svo marga vegu. Fyrir marga er það auð- vitað spurning um líf eða dauða. Það hvort barn elst upp í fátækt eða við ríkidæmi getur markað framtíðar- möguleika þess og framvinda lífsins er eftir því. Peningakerfið hefur líka áhrif á það hvernig við metum hluti, gildismat okkar, hvernig sjálfsmynd okkar mótast og hvernig við upplif- um heiminn,“ segir Eyja. Eru þessi áhrif á líf okkar meiri í dag en áður, til dæmis fyrir tvö hundruð árum? „Það dró jú nokkuð úr ójöfnuði fram eftir tuttugustu öldinni sem gæti gefið tilefni til að ætla að ein- hver af þessum áhrifum yrðu minni, en nú fer ójöfnuður vaxandi aftur. Í staðinn eru kannski önnur áhrif af peningakerfinu meiri, líklega sýslum við flest meira með peninga í einhverri mynd svona dagsdag- lega en fólk gerði fyrir tvö hundruð árum. Og hið opna fjölmiðlaum- hverfi með sítengingu og stöðugum fréttum af fjármálamörkuðum gerir það kannski að verkum að við tengj- um okkur meira við þetta kerfi. Auk þess hafa lifnaðarhættir mikið til breyst, við erum síður líkleg til að vera sjálfbær og háðari því að kaupa nauðþurftir fyrir peninga og stunda stöðugt verslun með vöru og þjón- ustu. En ég held að við megum samt ekki ofmeta muninn á okkur í dag og manneskjum fyrir tvö hundruð árum.“ Tilvist peninga háð samþykki En þessi áhrif peninga á líf mann- eskjunnar eru ekki beint það sem þú ert að skoða í rannsóknarverkefninu Veruleiki peninga – hverju ertu að velta fyrir þér þar? „Rannsóknarverkefnið fjallar um verufræði peninga. Ég er að skoða frumspekilegar undirstöður peninga en skoða þetta einnig í pólitísku sam- hengi. Það má segja að ég fáist við hina stóru heimspekilegu spurningu: hvað eru peningar? Hvað eru pen- ingar sem samfélagslegt fyrirbæri?“ segir Eyja. Og hvað eru peningar? „Þeirri kenningu hefur helst verið hampað að peningar séu samþykkis- háð fyrirbæri, samfélagsleg stofnun sem byggist á samkomulagi manna. Þeir eigi sér því sjálfstæða tilvist óháða einstaklingnum en hvíli samt sem áður á okkar samkomulagi. Það hefur svolítið háð þessari kenningu að þeir sem hafa sett hana fram hafa verið mjög uppteknir af hugmynda- fræðilegum grunni peninga án þess að skoða svo mikið áhrif peninga í þeim heimi sem við búum í á raun- verulegt fólk af holdi og blóði. Það sem ég er að reyna að gera er að tengja þetta betur saman,“ segir Eyja. Peningar mæla allt Í grein eftir þig sem birtist í Ritinu velt- ir þú fyrir þér notkun á peningum sem mælieiningu, eða kvarða til að mæla gildi annarra hluta í heiminum. „Ég er að skoða hver grunnur- inn er að því að við fáum peninga- legt gildi, það er hvernig peningarn- ir eru notaðir til að mæla gildi. Það eru ýmsar ráðgátur eða vandkvæði sem koma upp þar. Notum við þá til að mæla gildi hlutanna sem við kaup- um, eða gildi vinnunnar sem fer í að búa hlutina til – fela hlutirnir þessa vinnu í sér?“ Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Eins og við þekkjum samfélagið í dag eigum við þó erfitt með að ímynda okkur lífið án peninga, en væntanlega gætum við vanist því eins og öðru. Heimspeki peninga Eyja Margrét Brynjars­ dóttir heimspekingur rannsakar séreðli peninga.„Ef við hugsum um metrakerfið, þá er einn metri alltaf stöðugur. En gildi einnar krónu er alltaf að breytast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.