Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 Kristín Björnsdóttir, lektor, námsbraut í hjúkrunarfræði við HÍ A Ahrif „námsskrárbyltingar- innar" í námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands Eins og margir þekkja hafa átt sér stað grundvallarbreytingar á námsskrá í námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla Islands á undanförnum árum. Námsskrá fyrstu þriggja áranna hefur verið breytt og nú er unnið af kappi að því að semja nýja námsskrá fyrir fjórða námsárið. Megintil- gangur þessara breytinga er að færa í framkvæmd hugmyndir sem kennarar hafa verið að móta á undanförnum árum í ljósi reynslunnar af upp- byggingu og áherslum í hjúkrunarnámi hér heima og fyrir áhrif breytinga sem átt hafa sér stað á hjúkrunarnámi víða í heiminum. Við höfum fylgst náið með þeim breytingum á hugmyndum um hjúkrunarmenntun sem Patri- cia Moccia lýsir í viðtalinu. Þar ræðir hún m.a. um leiðir til að jafna valdastöðu nemenda og kennara og leggur áherslu á mikilvægi þess að hver nemandi fá notið sín á sínum eigin forsend- um. Vissulega erum við að takast á við svipaðar hugmyndir og áherslubreytingar. Umræða okkar hefur þó fyrst og fremst beinst að því að finna jafnvægi milli þeirra krafna sem við gerum um öguð og vönduð vinnubrögð og sjálfstæðis nem- enda til að móta sínar eigin áherslur í náminu. Við höfum reynt að stuðla að sem mestum sveigjanleika, t.d. með því að gefa nemendum tækifæri til að velja áherslur og viðfangsefni í verkefnum sem þeir vinna í hjúkrunarfræðinám- skeiðunum. Það er okkur einnig metnaðarmál að bjóða upp á valnámskeið og í nýju námsskránni verður tveggja eininga valnámskeið á fjórða ári. Loks skal þess getið að við höfum reynt að breyta kennslufyrirkomulaginu á þann hátt að kennslan fari í auknum mæli fram í umræðutímum, en þeir veita mun meiri möguleika á gagnkvæmni milli nemenda og kennara en fyrirlestraformið. Margir þeir sem voru nemendur í fyrstu ár- göngunum í námsbraut í hjúkrunarfræði í Há- skóla Islands telja sig vafalaust þekkja þessar áherslur. Á margan hátt er þetta sú stefna sem alltaf hefur verið fylgt. Vegna mikils nemenda- fjölda reyndist hins vegar erfitt að skapa þann sveigjanleika sem er forsenda þess að nemandi geti mótað nám sitt. Slíkt krefst meiri einstakl- ingsleiðbeiningar en við höfum getað veitt fram til þessa. í síðasta Fréttabréfi í hjúkrunarfræði fjallaði Herdís Sveinsdóttir um aðstöðu til kennslu í hjúkrunarfræði. Þar kemur m.a. fram að hlutfall nemenda á kennara er afar óhagstætt miðað við flestar aðrar deildir og námsbrautir í Háskóla Islands. Með breyttum inntökuskilyrðum og takmörkun nemendafjölda vonumst við til að geta náð ofangreindum markmiðum. Eitt af helstu áhersluatriðunum í hinni nýju námsskrá er klíníska námið. Þótt hinn fræðilegi grunnur sé afar mikilvægur teljum við hann lítils virði ef nemandi nær ekki að beita honum við lausn þeirra viðfangsefna sem bíða hjúkrunarfræð- ings í starfi. Því höfum við reynt að skipuleggja allt námið með það að leiðarljósi að stuðla að tengslum milli fræðilegrar umfjöllunar og fram- kvæmdar. Einn mikilvægasti þátturinn í þeirri viðleitni er blokkarfyrirkomulag, en það felur í sér að nánast allir fyrirlestrar eru kenndir áður en klíníska námið hefst. Með þessu móti er tryggt að nemandi hafi fræðilegar forsendur til að takast á við þau viðfangsefni sem mæta honum í klín- ísku námi. Auk þessara skipulagsbreytinga leggj- um við sérstaka áherslu á virkni nemenda og að þeir taki ábyrgð á eigin námi. Loks höfum við tekið upp mun nánara samstarf við hjúkrunar- fræðinga á deildum þar sem klíníska námið fer

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.