Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 40
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 40 Sigríður Halldórsdóttir, forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri Háskólinn á Akureyri og „námsskrárbyltingin" Ég heyrði fyrst til Patriciu Moccia árið 1989 þegar hún var einn af aðalfyrirlesurunum á ráð- stefnu um umhyggju í Denver í Colorado. Hún hreif ráðstefnugesti með sér með ferskum, hug- djörfum hugmyndum sínum um hjúkrun og hjúkrunarkennslu. Síðar las ég greinar eftir hana og þær höfðu sömu áhrif á mig. Ég dreg saman í sex liðum það sem fram kemur í viðtalinu og fjalla um það eins og það snýr að mér sem for- stöðumanni heilbrigðisdeildar Háskólans á Akur- eyri. 1. Að fá að vera gagnrýnin(n): Ég sá hug- dirfsku Pat f nýju ljósi þegar ég sá að hún var nokkuð róttæk á sínum yngri árum. Það rennir stoðum undir þá skoðun mína að var- ast að bæla nemendur. Við eigum að örva sjálfstæði þeirra og frumkvæði, efla sköpunar- hæfileika þeirra, baráttuvilja og hugsjónir. Við eigum að ýta undir gagnrýna hugsun þeirra og kenna þeim að setja gagnrýni sína fram á málefnalegan hátt. Aðeins með því móti höf- um við sinnt hlutverki okkar sem kennslu- stofnun, sem gegnir því hlutverki að mennta hjúkrunarfræðinga fyrir næstu öld. 2. Námsskrárbylting í hjúkrunarfræðinámi: Um tíma mótaðist nám mjög af atferlisstefn- unni þar sem nám er skilgreint sem ytri breyting og öll innri breyting á nemandanum vanmetin. Ég hef aldrei verið hrifin af mikilli atferlismarkmiðagerð, þó að ákveðnir kostir fylgi því að kennari geri sér og nemendum sínum grein fyrir því sem hann hefur upp á að bjóða. Hins vegar tel ég að alla kennslu í háskóla eigi að miða við fullorðinsfræðslu, þar sem kennarar og nemendur vinni saman, á jafnréttisgrundvelli, að því markmiði að nem- endur fái sem mest út úr náminu. Ég tel að drottnun kennara yfir nemendum sé mjög neikvæð og að slík andleg valdbeiting sé iðk- uð meira en við erum tilbúin að horfast í augu við. Nám á ekki að vera auðmýkjandi reynsla fyrir nenrandann heldur uppbyggjandi. 3. Opnun skólanna: Hugmyndir um að nem- endur í hjúkrunarfræði séu undir handleiðslu við ýmis störf úti í samfélaginu finnst mér aðlaðandi. Þetta er þróunin í Háskólanum á Akureyri. Nemendur okkar hafa haldið fyrir- lestra á ráðstefnum og fyrir ýmsa aðila, s.s. hjálparsveitarmenn, grunnskólanemendur, OA samtökin (Overeaters Anonymus) o.fl. Þeir hafa skrifað fræðslubæklinga og fræðslugreinar í dagblöð og tímarit og þeir hafa gefið út vegleg tímarit. Að læra að gefa af sér til sam- félagsins er að mínu mati mikilvægur þáttur í því að vera í háskóla. 4. Að þjálfa verklaginn hugsuð með hjartað á réttum stað: Nú er það ofurtraust á bóklegu námi, sem rfkti um tíma, á undanhaldi. Hjúkrunarfræðinám er nám hjarta, hugar og handa og ef eitthvað af þessu þrennu er minnkað er verið að gera lítið úr hjúkrunar- námi. Við í Háskólanum á Akureyri erum sannfærð um að nemendur þurfi góðan tíma f verklegu námi. Að þjálfa fólk til að takast á við hið óvænta er ekki létt verk og mikilvægt er að leiðbeinendurnir séu færir um það sjálf- ir. Það gengur ekki að mínu mati að kennar- ar séu að kenna verkleg námskeið án þess að vera starfandi við hjúkrun. Allflestir hjúkrun- arkennarar við Háskólann á Akureyri eru jafnframt með stöðu við Fjórðungssjúkrahúsið eða Heilsuverndarstöðina. 5. Staða hjúkrunar á Islandi í samanburði við Bandaríkin: Það kemur fram í viðtalinu að hjúkrunarfræðingar eru almennt betur mennt- aðir í Bandaríkjunum en áður var, að gróska er í hjúkrunarrannsóknum og að fleiri hjúkr- unarfræðingar séu virkir í stjórnmálastarfí. Á

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.