Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 39
um framlengingu á henni á þriggja mánaða fresti. Reynslan af stúlkunum í heimilishjálpinni hefur verið mimunandi og mannaskipti nokkuð ör. Á fyrstu 10 mánuðum, sem liðnir eru frá fæðingu þríburanna, hefur Inga haft fjórar stúlkur. Sumum féllust hendur við það eitt að sjá hömin þrjú, aðrar fóm í önnur og betur launuð störf strax og þau buðust. Félag þríburaforeldra berst auk þess fyrir því að sérstakt tillit sé tekið til læknis- og lyfjakostnaðar vegna þríbura hjá Tryggingastofnun ríkisins. Fæðing þríbura vekur athygli og Inga segir að þó viðbrögð flestra séu vinsamleg og jákvæð sé stundum ekki laust við að sumar athugasemdir og spurningar komi við sig. Hún og Stefán eru t.d. spurð hvorl þau hafi farið í glasafrjóvgun, tæknifrjóvgun eða verið í hormónameðferð. Þau fá þessar spurningar á ótrúlegustu stöðum, meira að segja úti í búð. Fólk vill endilega vita hvernig þau fóm að þessu og er vantrúað á að náttúran hafi einfaldlega komið þessu svona fyrir. Henni finnst undarlegt að sumir sem spyrja þau í þaula í þessum dúr þoli ekki að vera spurðir um eigin bameignir. Inga segir reyndar að fjölburafæðingar vegna glasafrjóvgunar séu hálfgerð þjóðsaga og ekki eins algengar og fólk heldur. I Félagi þríburaforeldra er um helmingur þríburanna þannig til kominn. Heimilisbragurinn hjá Ingu og Stefáni er afslappaður. Allt er í röð og reglu. Inga sjálf lítur vel út og geislar af gleði. Lítil hljóð heyrast frá þremur hnoðmm sem sofa hver á sínum stað í stofunni. Þetta virðist ekki vera neitt mál. Inga er þó ekki viss um að það sé á færi allra að eignast þríbura. Hún segir að fæðing Söm, Ólafar og Sindra hafi breytt miklu en að þau Stefán séu samhent og skipulögð og að það hjálpi mikið. Auk þess séu þau sjálf og börnin öll hraust og það sé ómetanlegt. Niðurstaða hennar er þó skýr: „Því fylgir vissulega álag fyrir fjölskyldu að eignast þríbura en því álagi fylgir jafnframt mikil hamingja. Að eignast þrjú heilbrigð böm í einu, hvað er hægt að biðja um betra?“ ÞR FÓLÍNSÝRA MINNKAR LÍKUR Á HRYGGRAUF OG HEILALEYSU Samkvæmt upplýsingum frá samstarfshópi á vegum landlæknis- embættisins, sem í eiga sæti dr. Laufey Steingrímsdóttir, dr. Atli Dagbjartsson, dr. Hilmar Hauksson og Sigmundur Magnússon, hafa rannsóknir nú leitt í ljós að góð næring kvenna á barnseignaraldri, sérstaklega rffleg neysla fólínsýru, getur minnkað líkur á hryggrauf eða heilaleysu. Konur, sem taka fólínsýrutöflur eða borða fólínsýruríkt fæði fyrir og um meðgöngu, reynast síður fæða börn með þessi einkenni. I upplýsingunum frá samstarfs- nefndinni kemur m.a. fram að samkvæmt könnunum Manneldisráðs fái íslenskar konur á aldrinum 20 - 49 ára að Um kynlíf og barneignir meðaltali 233 míkrógrömm af fólasíni á dag úr fæðu fyrir utan fólasín úr fjölvítamínum eða öðrum fæðubótar- blöndum. Fjórðungur neyslunnar kemur úr brauði og öðrum kornvörum, 19% kemur úr grænmeti, 15% út ávöxtum og 9% út kjöti, lifur og slátri. Neysla íslenskra kvenna virðist áþekk og á hinum Norðurlöndunum, 200 míkrógrömm á dag fyrir fullorðna en 400 míkrógrömm á dag á meðgöngutfma. Flestar íslenskar konur þurfa að breyta mataræði sínu töluvert til að ná 400 nu'krógrömmum af fólínsýru úr fæðunni. Einfaldasta leiðin að þessu marki er að auka neyslu grænmetis, ávaxta og kornmatar, ekki síst vítamínbættra kornblanda. Slík breyting á mataræði er í fullu samræmi við almenn manneldismarkmið. Ráðleggingar og aðgerðir STARFSEMI FKB í HINU HÚSINU Fræðslusamtök um kynlíf og bameignir (FKB) hafa opnað móttöku og símaráðgjöf í Hinu húsinu. Þessi starfsemi er til að byrja með opin á mánudögum kl. 18-22. Lögð er áhersla á fræðslu og ráðgjöf um kynlíf, getnaðan'arnir og bameignir. Að auki verður hægt að fá neyðargetnaðarvörn ef þörf krefur. Samstarfshópur lækna, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og félagsráðgjafa starfar á vegum FKB í Hinu húsinu. Hitt húsið er upplýsinga- og menningarmiðstöð ungs fólks á aldrinum 16 - 25 ára. Það er í gamla Geysishúsinu við Aðalstræti 2. Fræðslusamtök um kynlif og barneignir Pósthólf 7226 127 Reykjavík 1. Konur á barnseignaraldri sem ekki teljast til sérstaks áhœttulióps: Veita ber fræðslu um hollt mataræði, ekki aðeins á meðgöngutíma heldur einnig fyrir meðgöngu. Leggja ber áherslu á aukna neyslu grænmetis og ávaxta á kostnað sykurs og fitu. Kál af ýmsu tagi, blómkál, hvftkál, spergilkál og kfnakál, innihalda sérstaklega mikið af fólasíni, einnig paprikur, tómatar, salat, baunir, appelsínur og bananar. Heil korn og vítamínbætt korn og brauð, lifrarkæfa og lifrarpylsa eru einnig góðir fólínsýrugjafar. 2. Konur í áhœttuhópi Ráðlagt er að gefa stæn i skammta af fólínsýru en hægt er að fá úr fæðunni eða 4 mg af fólínsýru á dag frá síðustu blæðingum fyrir fyrirhugaða þungun og til 12. viku meðgöngu. Þar sem svo stórir skammtar af fólínsýru geta hulið einkenni stórkornótts blóðleysis vegna B 12-vítamínskorts er rétl að vera á varðbergi gagnvart því. Utdráttur úr bréji frá landlœknisembœttinu, dags. 15.9.95 ÞR TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. thl. 71. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.