Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 10
Fór ekki í kirkjugarðinn í mörg ór Það er ekki auðvelt að fá fólk til að tala um reynslu s(na af ástvinamissi, jafnvel />ó langt sé um Liðið. Þetta kom skýrt (Ijós þegar Tímaril hjúkrunarfrœðinga leitaði eftir viðtali við nokkra sem þetta hafa reynt. Að lokum fékkst Ingibjörg Aradóttir sjúkraliði til að miðla okkur af reynslu sinni en svo kvíðin sagðist hún hafa verið að sér hafi ekki orðið svefnsamt nóttina áður. s „Eg missti pabba minn úr kransæðastíTlu þegar ég var 18 ára,“ byrjar hún frásögn sína. „Ég kom að honum í rúminu þar sem hann gat ekki dregið nema einn og einn andardrátt og var orðinn helblár í framan. Þetta var hræðilegt áfall og ég gerði mér strax grein fyrir hvað var að gerast. Ég var mikil pabba- stelpa og tengd honum mjög sterkum böndum. Ef það var eitthvað sem ég þuríti að ræða þá fór ég til pabba í vinnuna og við gátum rætt saman um allt sem mér lá á hjarta. Við vorum tíu systkini á aldrinum 5-25 ára og áttum einnig þrjú hálf- systkin, og það var auðvitað mjög mikið að gera á heimilinu. Við vorum alin upp við það að hjálpa mömmu við lieimilis- störfin og ég var elsta stelpan. Pabbi sá um öll fjármál og hann keypti inn lil heimilisins. Ég held líka að hann liafi verið talsvert á undan sinni samtíð hvað varðaði samvinnu á heimil- iuu því hann skúraði, þvoði þvott og hengdi út, baðaði krakk- ana og las fyrir þau sögur fyrir háttinn. Hann sá til þess að mamma fengi svo tíma fyrir sig og hún fór þá út á kvöldin og heimsótti vinkonur sínar. Þegar hann dó þá brotnaði mamma líka algjörlega saman og varð alveg ósjálfbjarga. Hún kunni ekkert með fjármál að fara. Við krakkarnir þurftum að taka það á okkur að kenna henni þessa hluti og við hjálpuðum henni að ala upp yngri börnin, fata þau og koma til náms. Mamma hafði samt mestar áhyggjur af því að ég myndi brotna saman þegar pabbi dó en hennar vegna mátti ég alls ekki brotna -þá hefði allt farið úr böndunum." Grét ekki við jarðarförina -Fenguð þið enga utanaðkomandi hjálp? „Það var ungur aðstoðarlæknir að vinna í aíleysingum á sjúkrahúsinu sem hafði miklar áhyggjur af okkur en ég var ekki tilbúin til hleypa honum nálægt mér og leitaði því ekki til hans eftir hjálp. Presturinn á staðnum skipti sér aftur á móti aldrei af okkur. Það var ekki til siðs á þessum árum að tala um sorgina við aðra og ég reyndi að láta ekki á neinu bera. Ég fékk meira að segja að heyra það að ég hefði ekkert grátið við jarðarförina en ég varð að halda aftur af mér mömmu vegna. En mér leið svo illa að ég var alltaf með kökk í hálsinum og gat ekkert borðað. Ég var að vinna á sjúkrahúsinu á Blönduósi á þessum tíma og þegar ég var orðin máttfarin af hungri þá var mér komið til hjálpar þar. Ég hafði samt engan lil að tala við. Það kom enginn í stað pabba og enginn sem ég gat treyst eins og honum -auk þess sem ég neitaði að trúa að hann væri dáinn. Ég fór t.d. ekki upp í kirkjugarð í fjölda ára; pabbi var alls ekki þar. Litli bróðir minn, sem var 10 ára, umturnaðist alveg. Hann hafði verið duglegur í skóla en hann fór að skrópa í skólanum, hætli að læra og var alltaf að gera af sér skammarstrik. Ég man að hann lokaði sig einu sinni inni á klósetti og þegar við spurðum livað hann væri að gera þá sagðist hann ekkert vera að gráta, strákar grétu ekki. Það tók hann mörg ár að komast á rétt ról á ný. Skemmtanalífið var aftur á móti það sem tók við hjá mér. Samt var ég alls ekki tilbúin. Vinur bróður míns sá mig á skemmti- stað tveimur árum síðar og þekkti mig þá ekki fyrir sömu manneskju; ég var svo kát á yfirborðinu og full af gálgahúmor. Hauu tók mig afsíðis og talaði við mig og það var ekki fyrr en þá, tveimur árum síðar, sem ég fékk loks útrás fyrir sorgina vegna pabba.“ Mikilvægt að glata ekki barnstrúnni Þar með er þó ekki lokið sorgarsögu Ingibjargar. Hún átti eftir að verða fyrirfleiri stóráföllum: „Síðan gerist það að á einu og hálfu ári missi ég þrjú systkini mín. Fyrst varð Þorleifur bróðir minn bráðkvaddur. Ég var einstæð móðir og hann hafði komið litlu dóttur minni í föðurstað og það var því mikið áfall fyrir okkur báðar þegar hann dó. Litla dóttir mín átti afar eifitt með að fyrirgefa guði fyrir að taka besta frændann sinn frá sér og ég var hrædd um að þarna myndi hún glata bamstrúnni. Mér fannst mikilvært að það gerðist ekki því mér finnst trúin hjálpa mikið. Ég Framhald á bls. 71. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. thl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.