Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 21
Ég minnist með hlýhug ... Eg sat í þönkum á Þorláksdag og þel mitt tók á sig hátíðarbrag Því jólin nálguðust nú svo hratt að næstum í huganum var ég patt. Þá hringdi síminn með svellandi hljórn og sagt var í tólið, mildum róm: - Eg er Guðjón læknir, það gleður mig að geta nú látið meðhöndla þig. Þú verður hiikuð í geislaglóð, seni glæðir og hressir hold og blóð. Mætingar þar verða fimm sinnum fimm og fróðir kalla það ljósatrimm. - Ég hugsaði auðmjúk - áfram gakk- en aðeins við lækninn sagði -takk. Svo komu jólin en fóru fljótt og fram yfir nýár var stundar hljótt. Dag einn sat ég í sælli ró og sólin í fæðingu við mér Idó. Skýin dönsuðu kólguköld um hvítblá himinsins rökkurtjöld. En tæknin er alltaf söm við sig og síminn auðvitað truflaði mig. Það var hugljúf stúlka, sem heilsaði mér og hæversk mjög eins og vera ber. Hún sagði að nú væri tími til að taka mig inn í ljós og yl. en fyrst þyrfti að gera mót af mér og merkja með krossum þar og hér. Svo kvaddi'hún og mælti - kæra frú, í K.bygging Lansans mætir þú á fimmtudaginn, þá förum við að finna handa þér passlegt snið. Á réttri stundu, á réttan stað ég rambaði, en vissi naumast hvað mér bar að segja er ég varð þess vís að ég var hér komin í Paradís og starfsliðið alltsaman englahjörð, útsend til starfa á vorri jörð. Já, stúlkur með blikandi bros á vör og brjóstgóðar veittu mér hlýleg svör. Þær leiddu mig inn í ljósadýrð, sem líklega verður aldrei skýrð. Svona gekk þetta dag eftir dag og dömurnar kunnu vel sitt fag. Þótt grátt væri úti og gatan liál þá geislaði inni af hverri sál. Og kaffið ilmaði hollt og heitt á hverjum morgni, af alúð veitt. En tíminn leið örhratt f aldaskaut og aldrei skyldi ég hvert hann þaut. Því kveð ég nú alla sem eina heild með einlægri þökk, - á Geisladeild. Og ykkur færi með hugans liönd heimsins fegursta rósavönd. Hvar er trúnaðurinn milli hjúkrunar- fræðings og sjúklings? ytí/annauður er dýrmætur og honum skal ekki sóa í einskis nýtt prjál. J velmenntuðum hjúkrunar- fræðingum liggur mikill mannauður og hann verður að nýta vel. f sjúklingum felst mannauður. Hjúkrunarferli og gæðastjórnun eru fín orð og mikill mannauður hefur týnst í þeirri hít. Hversu margar verkefnastöður, að ég tali nú ekki um vinnustundir, hafa glatast í þeirri sömu hít og hvað skyldi pappírsflóðið vera stórt í sniðum? Það er sorglegt að sjá og heyra góða hjúkrunarfræðinga setja upp hjúkrunarferli inni á vakt og pæla í því hvaða vandamál þessi sjúklingur hafi og í hvaða röð þau skuli vera. Markmiðasetning sett upp með fínum orðum; helst stöðluðum. Blessaður sjúklingurinn liggur inni í sínu rúmi og hefur ekki minnstu hugmynd um öll þessi mörgu vandamál, hvað þá öll góðu markmiðin sem hann á að ná. Hver á svo að meta árangur? Hjúkrunarfræðingurinn sem veit allt um vandamál sjúklingsins eða sjúklingurinn sem veit ekkert um þennan vandamálalista og markmiðssetningu? Ég bara spyr? Sjálf hef ég nefnilega kynnst þessu af eigin raun. Hvað er orðið um tmnaðinn milli hjúkrunarfræðings og sjúklings? Fer allt f ferlið sem allir geta lesið og geymist um langan tíma og kemur aftur og aftur fram, ef með þarf? Ég mótmæli þessum vinnubrögðum sem hjúkrunarfræðingur og sjúklingur. Við eigum að virða einkalíf og tilfinningar sjúklingsins. Ekkert ætti að fara frá okkur um hann nema með hans samþykki. Hjúkrunargreining án samráðs við sjúkling er ómarktæk. Markmiðasetning án vitundar sjúklings er rugl. Hjúkrunarfræðingar! Öll eigum við væntanlega eftir að verða sjúklingar einhvern tíma. Hugleiðið hvernig þið vilduð láta hjúkra ykkur og hvað þið vilduð láta standa eftir í rituðu máli þegar þið útskrifíst. Má ég biðja um gagnkvæma virðingu, hlýju og léttleika í samskiptum hjúkrunarfræðinga og sjúklinga. Um gæðastjórnun nenni ég alls ekki að ræða. Er það eitthvað nýtt af nálinni? Ég bara spyr! Sigrún Ásta Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur Skrifað í mars 1995. Lóa Þorkelsdóttir Sléttuvegi 11 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2 . tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.