Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 22
Guðbjörg Sveinsdóttir Heimahjúkrun fyrir geðsjúka „Minn draumur er að í liverri heilsugœslustöð verði geðteymi sem starfar ( virku sambandi við alla þá aðila sem sinna geðsjúkum, s.s. geðdeildir, geðhjúkrunarfrœðinga, geðlœkni, göngudeildir, iðjuþjálfa, félagsfrœðinga ogforráðamenn hinna ýmsu sambýla og verndaðra heimila, “ sagði Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfrœðingur á frœðslufundi sem Fagdeild heilsugœsluhjúkrunarfræðinga hélt þann 6. mars s.l. Erindi Guðbjargar var um heimahjúkrun geðsjúkra og féllst hún á að birta það hér ( styttri útgáfu. Guðbjörg er formaður Fagdeildar geðhjúkrunarfrœðinga og er nú forstöðukona í Vin, athvarfi fyrir geðsjúka að Hverfisgötu 47. Hún starfaði á geðdeild Landspítalans á árunum 1979-88 og hélt þá til framhalds-tiáms og starfa í Noregi. Að þv( loknu srteri hún á ný til starfa á geðdeild Landspítalans og vann þar þangað til hún tók við núverandi starfi ( desember 1994. Hjúkrunarfræðingar taki málið í sínar hendur Heilbrigðisáætlun og heilbrigðislög hér á landi gera ráð fyrir að þáttur geðheilbrigðisþjónustu verði stór í starfsemi heilsu- gæslustöðva. Þar á að vera starfsfólk með menntun og reynslu til að taka á málum þessa hóps og þar á að fara fram fyrir- byggjandi starf. En eins og staðan er nú þá er heimahjúkrun fyrir geðsjúka nær óþekkt á íslandi. Geðdeildir og geðfatlaðir hafa ekki farið varhluta af þeim niðurskurði sem boðaður er í heilbrigðisþjónustunni. Nú er legutími fólks styttri inni á stofnunum og þó sú þjónusta sem fólki stendur til boða eftir útskrift, sé að mörgu leyti góð þá vantar þar allt skipulag og heildaryfirsýn. Það er enginn einn aðili sem hefur heildarsýn yfir þjónustu við geðsjúka. Það eru t.d. sjö mismunandi aðilar sem sjá um sambýli fyrir geðsjúka. Fólk ætti ekki að þurfa að fara á geðdeild til að ná í lyfin sín eða til að fara f viðtal eða fá stuðning. Aðstandendur ættu að geta farið á sína heilsugæslustöð til að fá upplýsingar, stuðning og fræðslu. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar eru einnig í lykilaðstöðu hvað varðar fyrirbyggjandi þátt geðheilbrigðismála. Þeir koma inn á heimilin frá vöggu til grafar, ef svo má að orði komast, og þeir vita hvar aðgerða er þörf. En hver á að samræma þjónustu fyrir geðsjúka? Að mínu mati eru það hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa þekkinguna, yfirsýnina og eru vel til þess fallnir að vera samhæfingaraðili þjónustunnar. Til þess að fá þetta hlutverk verðum við hjúkrunarfræðingar þó fyrst að taka upp umræðu um það hvort þetta er það sem við viljum. Aukinn þáttur heimahjúkrunar Hluti af geðhjúkrunamámi mínu við Statens Utdannings- senterfor Helsepersonell Bygdöy árið 1990 var fólgið í tveggja mánaða verklegum þætti, sem var að starfa við heimahjúkrun geðsjúkra í Bærun, sem er um 4.000 manna sveitarfélag vestur af Osló. Norska heilbrigðisáætlunin á þessum tíma gerði ráð fyrir aukinni dreifistýringu (desentralisering), svæðisskiptingu (sektorisering) og að þáttur sjúkrahúsa yrði minnkaður. Stóru sjúkrahúsin á Oslóarsvæðinu, s.s. Blakstad, voru þá að miklu leyti skilgreind sem bráðasjúkrahús þar sem fólk var inniliggjandi stutta stund og útskrifaðist síðan heim til síns sveitarfélags. Heilbrigðisáætlunin gerði ráð fyrir auknum þætti fyrirbyggingar og að meðferð og hjálp ætti að vera til staðar þar sem fólkið bjó. Áhersla var því lögð á að sveitarfélögin byðu góða þjónustu lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsfræðinga og mikil áhersla var lögð á þverfaglega samvinnu, fræðslu og leiðbei-ingar. Við þetta skipulag jókst þáttur heimahjúkrunar verulega og alls staðar var gert ráð fyrir stöðugildum geðhjúkrunarfræðinga. Heimahjúkrun og umönnun í Bærum var skipt niður á fjögur svæði en á hverju svæði var skipulögð heimahjúkrun og húsmæðraafleysingar, heimilishjálp, hreingerningarþjónusta og þar var elliheimili og þjónustumiðstöð fyrir aldraða. Hvert svæði hafði eigin hjúkrunarforstjóra. Svæðinu var skipt niður landfræðilega og hópur skipaður fyrir hvert svæði þar sem deildarstjóri var yfirmaður hjúkiunarfræðings og sjúkraliða. Tilraunaverkefni í geðhjúkrun í ljós hafði komið að þörfin fyrir geðhjúkrun var meiri en talið var í upphafi og var því ákveðið að endurskipuleggja þá þjónustu. Hér var um eins árs tilraunaverkefni að ræða sem síðan yrði endurmetið. Verkefnið var skilgreint á eftirfarandi hált: Markmið: Að bæta þjónustu við geðsjúka, bæði vegna bráðaástands og við þá sem þurfa á langtímameðferð að halda. Hópstjóri: •Samhæfingaraðili milli deildarstjóra og hópsins. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.